Gengið vel að ná til erlendra starfsmanna Sighvatur Arnmundsson skrifar 26. febrúar 2019 06:00 Bíll frá Eflingu keyrði milli gististaða þar sem hægt var að greiða atkvæði um verkfallsaðgerðir. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Atkvæðagreiðslan um verkfallsaðgerðirnar er rafræn en einnig er hægt að greiða atkvæði á skrifstofu Eflingar. Þar að auki keyrir sérstakur bíll milli vinnustaða og safnar utankjörfundaratkvæðum. Hófst sú þjónusta í gær og var Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, ánægður með viðtökurnar. „Við höfum heldur betur fengið góð viðbrögð við þessu. Það hafa verið raðir á vinnustöðum og ótrúleg stemning. Þetta er alveg magnað og hreint stórkostlegt,“ segir Viðar. Rétt til að greiða atkvæði hafa allir félagsmenn sem vinna samkvæmt kjarasamningi vegna vinnu í veitinga- og gistihúsum. Aðflutt verkafólk er um helmingur félagsmanna í Eflingu og enn stærri hluti þeirra sem mögulega fara í verkfall 8. mars. Viðar segir mjög vel hafa gengið að ná til þessa hóps og koma til hans skilaboðum. „Það er hluti þess sem við höfum verið að undirbúa síðustu mánuði. Við höfum verið að rækta okkar tengsl við þessa félagsmenn. Það hefur verið eitt af okkar forgangsmálum en við höfum til dæmis verið að fara inn á vinnustaði með fundi þar sem kosnir hafa verið trúnaðarmenn.“Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Stéttafélagsins Eflingar.Visir/Stöð 2Oft sé um að ræða vinnustaði þar sem aldrei áður hafi verið kosinn trúnaðarmaður. „Það er hluti af okkar nýju hugmyndafræði að virkja fólk til þátttöku í félaginu og til þess að standa almennt vörð um sín réttindi sjálft. Við höfum því búið rækilega í haginn fyrir þetta og finnum það mjög skýrt þegar við rúllum af stað svona aðgerð eins og verkfallskosningu.“ Samkvæmt nýjustu kjarakönnun Eflingar sem gerð var síðastliðið haust voru meðalheildarlaun þeirra sem starfa í gisti- og veitingaþjónustu 449 þúsund krónur á mánuði. Var það um 30 þúsund krónum minna en meðaltal allra félagsmanna Eflingar. Í eldri könnunum Eflingar og Flóabandalagsins voru laun ræstingafólks sérstaklega könnuð. Haustið 2017 voru meðalheildarlaun þess hóps 393 þúsund á mánuði. Til samanburðar voru meðalheildarlaun í gisti- og veitingaþjónustu þá 423 þúsund en hjá öllum félagsmönnum 473 þúsund. Þess ber að geta að launarannsóknir Hagstofunnar ná ekki til starfsfólks í gisti- og veitingaþjónustu. Viðar segir ljóst að ræstingafólk sé hópur sem vinni oft mjög langan vinnudag og vaktavinna sé regla frekar en undantekning. „Þótt við sjáum einhverjar tölur sem ná yfir 400 þúsund á mánuði þá er það ekki vegna þess að fólk sé yfirborgað. Það er bara vegna þess að fólk er að vinna margar vaktir og er að hala þetta inn með álagsgreiðslum.“ Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Kjaramál Tengdar fréttir Kom til snarpra orðaskipta á milli hóteleiganda í Ármúla og formanns Eflingar Til snarpra orðaskipta kom nú um hádegisbil á milli Sólveigar Önnu Jónsdóttur, formanns Eflingar, og Árna Vals Sólonssonar, eiganda Park City Hotel í Ármúla í Reykjavík, vegna fyrirhugaðrar atkvæðagreiðslu um boðun verkfalls á meðal starfsmanna hótelsins sem eru í Eflingu. 25. febrúar 2019 12:36 „Breiðu bökin í ferðaþjónustunni“ skotmörk verkfalla Fyrirhugaðar verkfallsaðgerðir beinast að "breiðu bökunum“ í ferðaþjónustu en Ragnar Þór vildi ekki gefa upp hvaða fyrirtækjum umræddar aðgerðir beinast að. 25. febrúar 2019 19:30 Áhyggjur innan hótelgeirans Þungt hljóð í rekstraraðilum innan hótelgeirans. Framkvæmdastjóri Hótel Sögu segir launakostnað víða um helming útgjalda. Framkvæmdastjóri Íslandshótela segir svigrúm til launahækkana, en ekki mikilla. 26. febrúar 2019 06:00 Mest lesið Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Fleiri fréttir Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Sjá meira
Atkvæðagreiðslan um verkfallsaðgerðirnar er rafræn en einnig er hægt að greiða atkvæði á skrifstofu Eflingar. Þar að auki keyrir sérstakur bíll milli vinnustaða og safnar utankjörfundaratkvæðum. Hófst sú þjónusta í gær og var Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, ánægður með viðtökurnar. „Við höfum heldur betur fengið góð viðbrögð við þessu. Það hafa verið raðir á vinnustöðum og ótrúleg stemning. Þetta er alveg magnað og hreint stórkostlegt,“ segir Viðar. Rétt til að greiða atkvæði hafa allir félagsmenn sem vinna samkvæmt kjarasamningi vegna vinnu í veitinga- og gistihúsum. Aðflutt verkafólk er um helmingur félagsmanna í Eflingu og enn stærri hluti þeirra sem mögulega fara í verkfall 8. mars. Viðar segir mjög vel hafa gengið að ná til þessa hóps og koma til hans skilaboðum. „Það er hluti þess sem við höfum verið að undirbúa síðustu mánuði. Við höfum verið að rækta okkar tengsl við þessa félagsmenn. Það hefur verið eitt af okkar forgangsmálum en við höfum til dæmis verið að fara inn á vinnustaði með fundi þar sem kosnir hafa verið trúnaðarmenn.“Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Stéttafélagsins Eflingar.Visir/Stöð 2Oft sé um að ræða vinnustaði þar sem aldrei áður hafi verið kosinn trúnaðarmaður. „Það er hluti af okkar nýju hugmyndafræði að virkja fólk til þátttöku í félaginu og til þess að standa almennt vörð um sín réttindi sjálft. Við höfum því búið rækilega í haginn fyrir þetta og finnum það mjög skýrt þegar við rúllum af stað svona aðgerð eins og verkfallskosningu.“ Samkvæmt nýjustu kjarakönnun Eflingar sem gerð var síðastliðið haust voru meðalheildarlaun þeirra sem starfa í gisti- og veitingaþjónustu 449 þúsund krónur á mánuði. Var það um 30 þúsund krónum minna en meðaltal allra félagsmanna Eflingar. Í eldri könnunum Eflingar og Flóabandalagsins voru laun ræstingafólks sérstaklega könnuð. Haustið 2017 voru meðalheildarlaun þess hóps 393 þúsund á mánuði. Til samanburðar voru meðalheildarlaun í gisti- og veitingaþjónustu þá 423 þúsund en hjá öllum félagsmönnum 473 þúsund. Þess ber að geta að launarannsóknir Hagstofunnar ná ekki til starfsfólks í gisti- og veitingaþjónustu. Viðar segir ljóst að ræstingafólk sé hópur sem vinni oft mjög langan vinnudag og vaktavinna sé regla frekar en undantekning. „Þótt við sjáum einhverjar tölur sem ná yfir 400 þúsund á mánuði þá er það ekki vegna þess að fólk sé yfirborgað. Það er bara vegna þess að fólk er að vinna margar vaktir og er að hala þetta inn með álagsgreiðslum.“
Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Kjaramál Tengdar fréttir Kom til snarpra orðaskipta á milli hóteleiganda í Ármúla og formanns Eflingar Til snarpra orðaskipta kom nú um hádegisbil á milli Sólveigar Önnu Jónsdóttur, formanns Eflingar, og Árna Vals Sólonssonar, eiganda Park City Hotel í Ármúla í Reykjavík, vegna fyrirhugaðrar atkvæðagreiðslu um boðun verkfalls á meðal starfsmanna hótelsins sem eru í Eflingu. 25. febrúar 2019 12:36 „Breiðu bökin í ferðaþjónustunni“ skotmörk verkfalla Fyrirhugaðar verkfallsaðgerðir beinast að "breiðu bökunum“ í ferðaþjónustu en Ragnar Þór vildi ekki gefa upp hvaða fyrirtækjum umræddar aðgerðir beinast að. 25. febrúar 2019 19:30 Áhyggjur innan hótelgeirans Þungt hljóð í rekstraraðilum innan hótelgeirans. Framkvæmdastjóri Hótel Sögu segir launakostnað víða um helming útgjalda. Framkvæmdastjóri Íslandshótela segir svigrúm til launahækkana, en ekki mikilla. 26. febrúar 2019 06:00 Mest lesið Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Fleiri fréttir Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Sjá meira
Kom til snarpra orðaskipta á milli hóteleiganda í Ármúla og formanns Eflingar Til snarpra orðaskipta kom nú um hádegisbil á milli Sólveigar Önnu Jónsdóttur, formanns Eflingar, og Árna Vals Sólonssonar, eiganda Park City Hotel í Ármúla í Reykjavík, vegna fyrirhugaðrar atkvæðagreiðslu um boðun verkfalls á meðal starfsmanna hótelsins sem eru í Eflingu. 25. febrúar 2019 12:36
„Breiðu bökin í ferðaþjónustunni“ skotmörk verkfalla Fyrirhugaðar verkfallsaðgerðir beinast að "breiðu bökunum“ í ferðaþjónustu en Ragnar Þór vildi ekki gefa upp hvaða fyrirtækjum umræddar aðgerðir beinast að. 25. febrúar 2019 19:30
Áhyggjur innan hótelgeirans Þungt hljóð í rekstraraðilum innan hótelgeirans. Framkvæmdastjóri Hótel Sögu segir launakostnað víða um helming útgjalda. Framkvæmdastjóri Íslandshótela segir svigrúm til launahækkana, en ekki mikilla. 26. febrúar 2019 06:00