Hundrað ára gljúfur Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 26. febrúar 2019 06:45 Miklagljúfur lítur ekki út fyrir að vera deginum eldra en 99 ára. Nordicphotos/Getty Hið víðfræga Miklagljúfur í Arizona í Bandaríkjunum fagnar hundrað ára afmæli sínu í dag. Kannski er ekki alveg rétt að segja að gljúfrið sjálft sé hundrað ára, enda hefur Colorado-áin grafið í steininn í tugmilljónir ára. En hundrað ár eru liðin í dag frá því Woodrow Wilson Bandaríkjaforseti skrifaði undir lög um að gljúfrið yrði að þjóðgarði. Nokkurra áratuga ferli leiddi að þessari ákvörðun. Árið 1882 lagði Benjamin Harrison, þá öldungadeildarþingmaður en sjö árum síðar forseti, fram frumvarp um að gljúfrið skyldi verða þjóðgarður. Það gekk ekki upp og gerði hann gljúfrið heldur ekki að þjóðgarði í forsetatíð sinni. Það gerði Theodore Roosevelt ekki heldur í sinni forsetatíð. „Miklagljúfur fyllir mig lotningu. Það er yfir allan samanburð hafið og er ólýsanlegt. Það á sér enga hliðstæðu í öllum heiminum. Leyfa ætti því að standa óbreyttu. Það ætti ekkert að gera sem gæti skaðað fegurð þess. Það er ekki hægt að bæta. En það sem þið getið gert er að varðveita gljúfrið fyrir börn ykkar, barnabörn og allar kynslóðir sem á eftir koma. Miklagljúfur ættu allir Bandaríkjamenn að sjá,“ sagði hann þó um staðinn.Grand Teton-þjóðgarðurinn á líka afmæli. Nordicphotos/GettyÞessi vinsæli nærri 5.000 ferkílómetra ferðamannastaður stendur fyrir ýmsum viðburðum í tilefni af aldarafmælinu. Samkvæmt vef þjóðgarðastofnunnar Bandaríkjanna fer fram allsherjarveisla í dag þar sem meðal annars fulltrúar frumbyggja svæðisins halda fyrirlestra um gljúfrið og kórar syngja. Þótt gljúfrið sé ekki á hinum víðfræga, upprunalega lista yfir sjö undur veraldar, sem telur Risann á Ródos, píramídana í Giza, hengigarða Babýlon, vitann í Faros, grafhýsið í Halikarnassos, Seifsstyttuna í Ólympíu og Artemismusterið, hefur það ratað á ýmsa nýrri lista. USA Today valdi það á lista yfir ný undur veraldar, ásamt til dæmis veraldarvefnum, og CNN á lista yfir náttúruundur veraldar, ásamt til dæmis Everest-fjalli. Annar bandarískur þjóðgarður fagnar sömuleiðis stórafmæli í dag. Grand Teton-þjóðgarðurinn í Wyoming-ríki hefur nú verið þjóðgarður í níutíu ár. Þjóðgarðurinn hýsir fjölmarga háa tinda og grænar sléttur á 1.300 ferkílómetra svæði. Er vinsæll áfangastaður göngufólks, fjallageita og veiðimanna. Þjóðgarðurinn dregur nafn sitt af hæsta fjalli Teton-fjallgarðsins. Fjallið Grand Teton er heilir 4.199 metrar á hæð. Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Þjóðgarðar Mest lesið Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Fleiri fréttir „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Sjá meira
Hið víðfræga Miklagljúfur í Arizona í Bandaríkjunum fagnar hundrað ára afmæli sínu í dag. Kannski er ekki alveg rétt að segja að gljúfrið sjálft sé hundrað ára, enda hefur Colorado-áin grafið í steininn í tugmilljónir ára. En hundrað ár eru liðin í dag frá því Woodrow Wilson Bandaríkjaforseti skrifaði undir lög um að gljúfrið yrði að þjóðgarði. Nokkurra áratuga ferli leiddi að þessari ákvörðun. Árið 1882 lagði Benjamin Harrison, þá öldungadeildarþingmaður en sjö árum síðar forseti, fram frumvarp um að gljúfrið skyldi verða þjóðgarður. Það gekk ekki upp og gerði hann gljúfrið heldur ekki að þjóðgarði í forsetatíð sinni. Það gerði Theodore Roosevelt ekki heldur í sinni forsetatíð. „Miklagljúfur fyllir mig lotningu. Það er yfir allan samanburð hafið og er ólýsanlegt. Það á sér enga hliðstæðu í öllum heiminum. Leyfa ætti því að standa óbreyttu. Það ætti ekkert að gera sem gæti skaðað fegurð þess. Það er ekki hægt að bæta. En það sem þið getið gert er að varðveita gljúfrið fyrir börn ykkar, barnabörn og allar kynslóðir sem á eftir koma. Miklagljúfur ættu allir Bandaríkjamenn að sjá,“ sagði hann þó um staðinn.Grand Teton-þjóðgarðurinn á líka afmæli. Nordicphotos/GettyÞessi vinsæli nærri 5.000 ferkílómetra ferðamannastaður stendur fyrir ýmsum viðburðum í tilefni af aldarafmælinu. Samkvæmt vef þjóðgarðastofnunnar Bandaríkjanna fer fram allsherjarveisla í dag þar sem meðal annars fulltrúar frumbyggja svæðisins halda fyrirlestra um gljúfrið og kórar syngja. Þótt gljúfrið sé ekki á hinum víðfræga, upprunalega lista yfir sjö undur veraldar, sem telur Risann á Ródos, píramídana í Giza, hengigarða Babýlon, vitann í Faros, grafhýsið í Halikarnassos, Seifsstyttuna í Ólympíu og Artemismusterið, hefur það ratað á ýmsa nýrri lista. USA Today valdi það á lista yfir ný undur veraldar, ásamt til dæmis veraldarvefnum, og CNN á lista yfir náttúruundur veraldar, ásamt til dæmis Everest-fjalli. Annar bandarískur þjóðgarður fagnar sömuleiðis stórafmæli í dag. Grand Teton-þjóðgarðurinn í Wyoming-ríki hefur nú verið þjóðgarður í níutíu ár. Þjóðgarðurinn hýsir fjölmarga háa tinda og grænar sléttur á 1.300 ferkílómetra svæði. Er vinsæll áfangastaður göngufólks, fjallageita og veiðimanna. Þjóðgarðurinn dregur nafn sitt af hæsta fjalli Teton-fjallgarðsins. Fjallið Grand Teton er heilir 4.199 metrar á hæð.
Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Þjóðgarðar Mest lesið Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Fleiri fréttir „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Sjá meira