Inga hlær að Halldóri í Holti og Klausturkörlum Jakob Bjarnar skrifar 25. febrúar 2019 14:42 Inga Sæland telur Ólaf og Karl Gauta enga vagna draga og lætur sig litu skipta hvað Halldór í Holti er að makka með Sigmundi Davíð. Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, telur fyrirliggjandi að Ólafur Ísleifsson og Karl Gauti Hjaltason hafi flogið inn á þing á vængjum Flokks fólksins. Sjálfir hafi þeir enga vagna dregið nema síður sé. Ný skoðanakönnun sýni þetta en þar er Flokkur fólksins stærri en Miðflokkurinn. Mikil reiði er meðal stuðningsmanna Flokks fólksins í garð þeirra Ólafs og Karls Gauta. „Ég veit ekki á hvaða vegferð Halldór er. Fylgja sínum Klausturriddurum?“ segir Inga Sæland formaður Flokks fólksins í samtali við Vísi. Og hún hlær. Grein Halldórs Gunnarssonar sem kenndur er við Holt, sem birtist í Morgunblaðinu í dag hefur vakið nokkra athygli. Halldór, sem var einn innsti koppur í búri Flokks fólksins og var 1. varaformaður flokksins, hvetur stuðningsmenn þar á bæ að ganga til liðs við Miðflokkinn. Og fylgja þeim Ólafi Ísleifssyni og Karli Gauta Hjaltasyni, þingmönnunum sem reknir voru úr Flokki fólksins eftir að Klausturmál komust í hámæli.Grein Halldórs í Holti í Mogganum í morgun hefur vakið nokkra athygli.Tvímenningarnir tilkynntu í síðustu viku að þeir hafi gengið til liðs við Miðflokkinn en, það var einmitt tilefni fundar þeirra og þingmanna Miðflokksins að ræða þann möguleika. Halldór segir í grein sinni að það hafi verið hann sem fékk þá Ólaf og Karl Gauta til að ganga til liðs við Flokk fólksins. Halldór vill meina að það meðal annars hafi skilað flokknum 6,9 prósentum í kosningum.Flokkur fólksins stærri en Miðflokkurinn „Þetta snertir mig ekki,“ segir Inga og leikur við hvurn sinn fingur. „Ég held áfram minni vegferð. Ég stofnaði flokkinn til að útrýma fátækt og við erum með meiri stuðning en nokkru sinni áður.“ Inga vísar til nýlegrar könnunar MMR sem sýnir að Flokkur fólksins nýtur 6,9 prósenta fylgis en Miðflokkurinn er þar með 6,1 prósent. Þetta telur Inga segja sína sögu. Kjósendur Flokks fólksins séu tryggir. „Þetta voru kannski ekki svo miklir stólpar? Nei, ég hef engar áhyggjur því hvað Halldór á Holti er að gera.“Inga Sæland og Guðmundur Ingi Kristinsson er tvö eftir af fjögurra manna þingflokki Flokks fólksins sem kjörinn var 28. október 2017. Samkvæmt nýlegri könnun MMR nýtur flokkurinn meira fylgis en Miðflokkurinn, sem nú er með níu þingmenn.Fbl/ErnirÞetta skýtur skökku við, að Flokkur fólksins sem er nú með tvo þingmenn eftir að hafa rekið þá Karl Gauta og Ólaf úr flokknum en að Miðflokkurinn, sem er með minna fylgi sé með níu þingmenn. Það sem meira er, varaþingmenn þeirra Karls Gauta og Ólafs eru enn í Flokki fólksins að sögn Ingu. Og það sé komin upp heldur sérkennileg staða ef þeir þurfi að kalla inn varaþingmenn fyrir sig. Kosningalöggjöfin er komin í eina allsherjar flækju.Reiði í garð Ólafs og Karls Gauta „Já, þetta er geggjuð staða.“ Að sögn Ingu ríkir veruleg reiði innan sinna vébanda, meðal liðsmanna og kjósenda Flokks fólksins.Karl Gauti Hjaltason og Ólafur Ísleifsson, fyrrverandi þingmenn Flokks fólksins. Inga segir mikla reiði ríkjandi meðal kjósenda Flokks fólksins, þeir hafi aldrei hugsað sér að kjósa Miðflokkinn. Og það sýni nú kannanir.Vísir/Friðrik„Ég finn undiröldu. Okkar kjósendur eru þeim reiðir og segjast aldrei nokkru sinni hafa hugsað sér að kjósa Miðflokkinn. Og auðkýfinginn Sigmund Davíð [Gunnlaugsson, formann Miðflokksins]!? En, við erum æðrulaus gagnvart þessu. Þetta er alltaf að teikna sig betur og betur upp og koma í ljós að það var ekkert annað í stöðunni en taka þessa erfiðu ákvörðun. Að láta þá fara.“ Hvað Halldór sjálfan snertir þá segir Inga ekki þurfa að ræða það frekar. „Við þurftum ekki einu sinni að hafa fyrir því að reka Halldór, hann gerði það sjálfur,“ segir Inga og vísar í samþykktir flokksins, 2,5: „Taki félagi sæti á framboðslista annars framboðs eða gangi opinberlega til liðs við annan stjórnmálaflokk/-samtök telst það jafnframt vera úrsögn úr Flokki fólksins.“ Alþingi Flokkur fólksins Miðflokkurinn Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Býst við breyttri skipan þingnefnda í kjölfar stækkunar Miðflokksins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson segir Miðflokkinn nú vera forystuflokk stjórnarandstöðunnar. 22. febrúar 2019 20:04 Karl Gauti og Ólafur gengnir til liðs við Miðflokkinn Þetta kemur fram í tilkynningu frá þingmönnunum. 22. febrúar 2019 14:25 Lítil breyting á fylgi flokkanna á Alþingi Ný könnun MMR á fylgi flokkanna á Alþingi sýnir litla breytingu á fylginu milli kannanna. Könnunin var framkvæmd 11. til 15. febrúar 2019 og var heildarfjöldi svarenda 934, 18 ára og eldri. 20. febrúar 2019 12:30 Mest lesið Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Innlent Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Innlent Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Innlent Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Erlent Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Innlent Fleiri fréttir Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefa góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Sjá meira
Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, telur fyrirliggjandi að Ólafur Ísleifsson og Karl Gauti Hjaltason hafi flogið inn á þing á vængjum Flokks fólksins. Sjálfir hafi þeir enga vagna dregið nema síður sé. Ný skoðanakönnun sýni þetta en þar er Flokkur fólksins stærri en Miðflokkurinn. Mikil reiði er meðal stuðningsmanna Flokks fólksins í garð þeirra Ólafs og Karls Gauta. „Ég veit ekki á hvaða vegferð Halldór er. Fylgja sínum Klausturriddurum?“ segir Inga Sæland formaður Flokks fólksins í samtali við Vísi. Og hún hlær. Grein Halldórs Gunnarssonar sem kenndur er við Holt, sem birtist í Morgunblaðinu í dag hefur vakið nokkra athygli. Halldór, sem var einn innsti koppur í búri Flokks fólksins og var 1. varaformaður flokksins, hvetur stuðningsmenn þar á bæ að ganga til liðs við Miðflokkinn. Og fylgja þeim Ólafi Ísleifssyni og Karli Gauta Hjaltasyni, þingmönnunum sem reknir voru úr Flokki fólksins eftir að Klausturmál komust í hámæli.Grein Halldórs í Holti í Mogganum í morgun hefur vakið nokkra athygli.Tvímenningarnir tilkynntu í síðustu viku að þeir hafi gengið til liðs við Miðflokkinn en, það var einmitt tilefni fundar þeirra og þingmanna Miðflokksins að ræða þann möguleika. Halldór segir í grein sinni að það hafi verið hann sem fékk þá Ólaf og Karl Gauta til að ganga til liðs við Flokk fólksins. Halldór vill meina að það meðal annars hafi skilað flokknum 6,9 prósentum í kosningum.Flokkur fólksins stærri en Miðflokkurinn „Þetta snertir mig ekki,“ segir Inga og leikur við hvurn sinn fingur. „Ég held áfram minni vegferð. Ég stofnaði flokkinn til að útrýma fátækt og við erum með meiri stuðning en nokkru sinni áður.“ Inga vísar til nýlegrar könnunar MMR sem sýnir að Flokkur fólksins nýtur 6,9 prósenta fylgis en Miðflokkurinn er þar með 6,1 prósent. Þetta telur Inga segja sína sögu. Kjósendur Flokks fólksins séu tryggir. „Þetta voru kannski ekki svo miklir stólpar? Nei, ég hef engar áhyggjur því hvað Halldór á Holti er að gera.“Inga Sæland og Guðmundur Ingi Kristinsson er tvö eftir af fjögurra manna þingflokki Flokks fólksins sem kjörinn var 28. október 2017. Samkvæmt nýlegri könnun MMR nýtur flokkurinn meira fylgis en Miðflokkurinn, sem nú er með níu þingmenn.Fbl/ErnirÞetta skýtur skökku við, að Flokkur fólksins sem er nú með tvo þingmenn eftir að hafa rekið þá Karl Gauta og Ólaf úr flokknum en að Miðflokkurinn, sem er með minna fylgi sé með níu þingmenn. Það sem meira er, varaþingmenn þeirra Karls Gauta og Ólafs eru enn í Flokki fólksins að sögn Ingu. Og það sé komin upp heldur sérkennileg staða ef þeir þurfi að kalla inn varaþingmenn fyrir sig. Kosningalöggjöfin er komin í eina allsherjar flækju.Reiði í garð Ólafs og Karls Gauta „Já, þetta er geggjuð staða.“ Að sögn Ingu ríkir veruleg reiði innan sinna vébanda, meðal liðsmanna og kjósenda Flokks fólksins.Karl Gauti Hjaltason og Ólafur Ísleifsson, fyrrverandi þingmenn Flokks fólksins. Inga segir mikla reiði ríkjandi meðal kjósenda Flokks fólksins, þeir hafi aldrei hugsað sér að kjósa Miðflokkinn. Og það sýni nú kannanir.Vísir/Friðrik„Ég finn undiröldu. Okkar kjósendur eru þeim reiðir og segjast aldrei nokkru sinni hafa hugsað sér að kjósa Miðflokkinn. Og auðkýfinginn Sigmund Davíð [Gunnlaugsson, formann Miðflokksins]!? En, við erum æðrulaus gagnvart þessu. Þetta er alltaf að teikna sig betur og betur upp og koma í ljós að það var ekkert annað í stöðunni en taka þessa erfiðu ákvörðun. Að láta þá fara.“ Hvað Halldór sjálfan snertir þá segir Inga ekki þurfa að ræða það frekar. „Við þurftum ekki einu sinni að hafa fyrir því að reka Halldór, hann gerði það sjálfur,“ segir Inga og vísar í samþykktir flokksins, 2,5: „Taki félagi sæti á framboðslista annars framboðs eða gangi opinberlega til liðs við annan stjórnmálaflokk/-samtök telst það jafnframt vera úrsögn úr Flokki fólksins.“
Alþingi Flokkur fólksins Miðflokkurinn Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Býst við breyttri skipan þingnefnda í kjölfar stækkunar Miðflokksins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson segir Miðflokkinn nú vera forystuflokk stjórnarandstöðunnar. 22. febrúar 2019 20:04 Karl Gauti og Ólafur gengnir til liðs við Miðflokkinn Þetta kemur fram í tilkynningu frá þingmönnunum. 22. febrúar 2019 14:25 Lítil breyting á fylgi flokkanna á Alþingi Ný könnun MMR á fylgi flokkanna á Alþingi sýnir litla breytingu á fylginu milli kannanna. Könnunin var framkvæmd 11. til 15. febrúar 2019 og var heildarfjöldi svarenda 934, 18 ára og eldri. 20. febrúar 2019 12:30 Mest lesið Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Innlent Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Innlent Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Innlent Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Erlent Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Innlent Fleiri fréttir Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefa góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Sjá meira
Býst við breyttri skipan þingnefnda í kjölfar stækkunar Miðflokksins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson segir Miðflokkinn nú vera forystuflokk stjórnarandstöðunnar. 22. febrúar 2019 20:04
Karl Gauti og Ólafur gengnir til liðs við Miðflokkinn Þetta kemur fram í tilkynningu frá þingmönnunum. 22. febrúar 2019 14:25
Lítil breyting á fylgi flokkanna á Alþingi Ný könnun MMR á fylgi flokkanna á Alþingi sýnir litla breytingu á fylginu milli kannanna. Könnunin var framkvæmd 11. til 15. febrúar 2019 og var heildarfjöldi svarenda 934, 18 ára og eldri. 20. febrúar 2019 12:30