Reiður Rúnar sló niður vatnsflösku á ritaraborðinu | Myndband Henry Birgir Gunnarsson skrifar 25. febrúar 2019 12:00 Rúnar er hér nýbúinn að hrinda vatnsflöskunni á ritaraborðinu við litla hrifningu starfsmanna á borðinu. „Ég var bara kallaður hálfviti af tímavarðarborðinu,“ sagði Rúnar Sigtryggsson, þjálfari Stjörnunnar, en hann stóð í miklu stappi við ritaraborðið í KA-heimilinu í gær og missti stjórn á skapi sínu. Þjálfarinn nýtti tækifærið er Anton Gylfi Pálsson dómari leit undan og sló í vatnsflösku á ritaraborðið. Blöðin á borðinu fóru einnig á flug. Anton gaf honum gult spjald þó svo hann hafi auglóslega ekki séð atvikið en mönnum var heitt í hamsi. Eftir leik átti Rúnar ýmislegt ósagt við mennina á ritaraborðinu og lét þá heyra það. Hálfnaður á leið úr húsinu snéri hann svo aftur við til þess að hella enn frekar úr skálum reiði sinnar. Ekki er annað að sjá en ritaraborðið hafi kallað eitthvað á eftir Rúnari sem snéri reiður til baka. Þá stökk hornamaðurinn Leó Snær Pétursson í leikinn og dró þjálfarann sinn burt af átakasvæðinu. Skynsamur leikur. „Það er „crucial“ víti og ritaraborðið fer að skipta sér af þessu. Þetta er ekki hlutlaus framkvæmd á leik,“ sagði Rúnar eftir leikinn en hann segir ritaraborðið hafa kallað hann hálfvita. „Ég vísa þessu til föðurhúsanna en þetta er búið og gert.“ Myndband af þessum látum má sjá hér að neðan en myndirnar koma meðal annars frá okkar mönnum í KA TV og þökkum við þeim kærlega fyrir. Þetta mál verður svo krufið ítarlega í Seinni bylgjunni á Stöð 2 Sport í kvöld klukkan 21.15 eða beint á eftir stórleik Vals og Selfoss sem er einnig í beinni á Stöð 2 Sport.Klippa: Reiðikast Rúnars í KA-heimilinu Olís-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: KA 28-28 Stjarnan | Dramatískt jafntefli á Akureyri KA og Stjarnan skildu jöfn í hörkuleik í Olís-deild karla á Akureyri í dag og eru því áfram jöfn að stigum í hörkubaráttu um sæti í úrslitakeppni. 24. febrúar 2019 20:45 Yfirlýsing frá KA: Vísum alvarlegum ásökunum Rúnars á bug Handknattleiksdeild KA sendi frá sér í yfirlýsingu nú í hádeginu vegna ummæla Rúnars Sigtryggsonar, þjálfara Stjörnunnar, eftir leik KA og Stjörnunnar í gær. 25. febrúar 2019 13:21 Mest lesið Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Körfubolti Sneypuför danskra til Lundúna Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Fleiri fréttir Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Sjá meira
„Ég var bara kallaður hálfviti af tímavarðarborðinu,“ sagði Rúnar Sigtryggsson, þjálfari Stjörnunnar, en hann stóð í miklu stappi við ritaraborðið í KA-heimilinu í gær og missti stjórn á skapi sínu. Þjálfarinn nýtti tækifærið er Anton Gylfi Pálsson dómari leit undan og sló í vatnsflösku á ritaraborðið. Blöðin á borðinu fóru einnig á flug. Anton gaf honum gult spjald þó svo hann hafi auglóslega ekki séð atvikið en mönnum var heitt í hamsi. Eftir leik átti Rúnar ýmislegt ósagt við mennina á ritaraborðinu og lét þá heyra það. Hálfnaður á leið úr húsinu snéri hann svo aftur við til þess að hella enn frekar úr skálum reiði sinnar. Ekki er annað að sjá en ritaraborðið hafi kallað eitthvað á eftir Rúnari sem snéri reiður til baka. Þá stökk hornamaðurinn Leó Snær Pétursson í leikinn og dró þjálfarann sinn burt af átakasvæðinu. Skynsamur leikur. „Það er „crucial“ víti og ritaraborðið fer að skipta sér af þessu. Þetta er ekki hlutlaus framkvæmd á leik,“ sagði Rúnar eftir leikinn en hann segir ritaraborðið hafa kallað hann hálfvita. „Ég vísa þessu til föðurhúsanna en þetta er búið og gert.“ Myndband af þessum látum má sjá hér að neðan en myndirnar koma meðal annars frá okkar mönnum í KA TV og þökkum við þeim kærlega fyrir. Þetta mál verður svo krufið ítarlega í Seinni bylgjunni á Stöð 2 Sport í kvöld klukkan 21.15 eða beint á eftir stórleik Vals og Selfoss sem er einnig í beinni á Stöð 2 Sport.Klippa: Reiðikast Rúnars í KA-heimilinu
Olís-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: KA 28-28 Stjarnan | Dramatískt jafntefli á Akureyri KA og Stjarnan skildu jöfn í hörkuleik í Olís-deild karla á Akureyri í dag og eru því áfram jöfn að stigum í hörkubaráttu um sæti í úrslitakeppni. 24. febrúar 2019 20:45 Yfirlýsing frá KA: Vísum alvarlegum ásökunum Rúnars á bug Handknattleiksdeild KA sendi frá sér í yfirlýsingu nú í hádeginu vegna ummæla Rúnars Sigtryggsonar, þjálfara Stjörnunnar, eftir leik KA og Stjörnunnar í gær. 25. febrúar 2019 13:21 Mest lesið Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Körfubolti Sneypuför danskra til Lundúna Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Fleiri fréttir Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: KA 28-28 Stjarnan | Dramatískt jafntefli á Akureyri KA og Stjarnan skildu jöfn í hörkuleik í Olís-deild karla á Akureyri í dag og eru því áfram jöfn að stigum í hörkubaráttu um sæti í úrslitakeppni. 24. febrúar 2019 20:45
Yfirlýsing frá KA: Vísum alvarlegum ásökunum Rúnars á bug Handknattleiksdeild KA sendi frá sér í yfirlýsingu nú í hádeginu vegna ummæla Rúnars Sigtryggsonar, þjálfara Stjörnunnar, eftir leik KA og Stjörnunnar í gær. 25. febrúar 2019 13:21