Sjáðu mjög flotta Nike auglýsingu um „brjálaðar“ íþróttakonur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. febrúar 2019 09:30 Serena Williams. Getty/Quinn Rooney Íþróttakonur heimsins fengu sviðsljósið og öflug hvatningarorð í nýjustu auglýsingu Nike sem var frumsýnd í sjónvarpsútsendingunni frá Óskarsverðlaunum í Bandaríkjunum í nótt. Tenniskonan Serena Williams fór þar yfir stöðu þeirra íþróttakvenna sem ruddu brautina en þessi sigursæla tenniskona hefur verið andlit íþróttavöruframleiðandans Nike um nokkurn tíma. Auglýsingin er mjög vel heppnuð en þar eru teknar fyrir þær íþróttakonur sem hafa brotið niður múra, sameinað fólk í gegnum íþróttir og með því haft mikil áhrif á næstu kynslóðir íþróttakvenna.Show them what crazy dreams can do. #justdoitpic.twitter.com/3fo2XMVkBT — Nike (@Nike) February 24, 2019 Serena fer með áhrifamikinn texta í auglýsingunni á meðan við sjáum frægar myndir af afrekum kvenna í íþróttasögunni. Þar á meðal eru WNBA-körfuboltakonan Lisa Leslie, fimleikakonan Simone Biles, knattspyrnukonan Alex Morgan, aðstoðarþjálfari San Antonio Spurs, Becky Hammon og skylmingakonan Ibtihaj Muhammad, „Ef við sýnum tilfinningar þá erum við dramatískar, ef við viljum spila á móti körlum þá erum við klikkaðar og ef okkur dreymir um jöfn tækifæri þá erum við blekkja okkur sjálfar,“ segir Serena Williams í auglýsingunni. „Ef við erum of góðar þá er eitthvað að okkur. Þegar við verðum reiðar þá erum við móðursjúkar, órökrænar eða bara hreinlega brjálaðar,“ segir Serena en heldur áfram: „Það þótti brjálæði þegar kona ætlaði að hlaupa maraþon, það var brjálæði þegar kona ætlaði að keppa í hnefaleikum, kona sem treður boltanum í körfuna, brjálæði, kona að þjálfa NBA-lið, brjálæði, kona sem keppir í hettuslæðu, kona sem breytti íþróttinni sinni, kona sem lendir ofurstökki eða kona sem vinnur 23 risatitla, eignast barn en vill samt koma til baka fyrir meira. Brjálæði, brjálæði, brjálæði og brjálæði,“ segir Serena. „Ef þeir vilja brjálæði, þá skulum við sýna þeim hvað brjálaðar íþróttakonur geta gert,“ sagði Serena. Það má sjá þessa flottu auglýsingu hér fyrir neðan.JUST IN: A look at Nike’s “Dream Crazier” spot that will debut during tonight’s #Oscars . Narrated by @serenawilliams, the spot shines a spotlight on female athletes who have broken barriers, brought people together through the power of sport, and inspired generations. pic.twitter.com/mAnz7ERSga — Front Office Sports (@frntofficesport) February 24, 2019 Íþróttir Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Í beinni: Ísland - Tyrkland | Strákarnir geta tryggt sig inn á EM Körfubolti Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Fleiri fréttir „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Í beinni: Ísland - Tyrkland | Strákarnir geta tryggt sig inn á EM Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Sú yngsta í sögunni til að vinna: „Var rosalega stressuð“ Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sjá meira
Íþróttakonur heimsins fengu sviðsljósið og öflug hvatningarorð í nýjustu auglýsingu Nike sem var frumsýnd í sjónvarpsútsendingunni frá Óskarsverðlaunum í Bandaríkjunum í nótt. Tenniskonan Serena Williams fór þar yfir stöðu þeirra íþróttakvenna sem ruddu brautina en þessi sigursæla tenniskona hefur verið andlit íþróttavöruframleiðandans Nike um nokkurn tíma. Auglýsingin er mjög vel heppnuð en þar eru teknar fyrir þær íþróttakonur sem hafa brotið niður múra, sameinað fólk í gegnum íþróttir og með því haft mikil áhrif á næstu kynslóðir íþróttakvenna.Show them what crazy dreams can do. #justdoitpic.twitter.com/3fo2XMVkBT — Nike (@Nike) February 24, 2019 Serena fer með áhrifamikinn texta í auglýsingunni á meðan við sjáum frægar myndir af afrekum kvenna í íþróttasögunni. Þar á meðal eru WNBA-körfuboltakonan Lisa Leslie, fimleikakonan Simone Biles, knattspyrnukonan Alex Morgan, aðstoðarþjálfari San Antonio Spurs, Becky Hammon og skylmingakonan Ibtihaj Muhammad, „Ef við sýnum tilfinningar þá erum við dramatískar, ef við viljum spila á móti körlum þá erum við klikkaðar og ef okkur dreymir um jöfn tækifæri þá erum við blekkja okkur sjálfar,“ segir Serena Williams í auglýsingunni. „Ef við erum of góðar þá er eitthvað að okkur. Þegar við verðum reiðar þá erum við móðursjúkar, órökrænar eða bara hreinlega brjálaðar,“ segir Serena en heldur áfram: „Það þótti brjálæði þegar kona ætlaði að hlaupa maraþon, það var brjálæði þegar kona ætlaði að keppa í hnefaleikum, kona sem treður boltanum í körfuna, brjálæði, kona að þjálfa NBA-lið, brjálæði, kona sem keppir í hettuslæðu, kona sem breytti íþróttinni sinni, kona sem lendir ofurstökki eða kona sem vinnur 23 risatitla, eignast barn en vill samt koma til baka fyrir meira. Brjálæði, brjálæði, brjálæði og brjálæði,“ segir Serena. „Ef þeir vilja brjálæði, þá skulum við sýna þeim hvað brjálaðar íþróttakonur geta gert,“ sagði Serena. Það má sjá þessa flottu auglýsingu hér fyrir neðan.JUST IN: A look at Nike’s “Dream Crazier” spot that will debut during tonight’s #Oscars . Narrated by @serenawilliams, the spot shines a spotlight on female athletes who have broken barriers, brought people together through the power of sport, and inspired generations. pic.twitter.com/mAnz7ERSga — Front Office Sports (@frntofficesport) February 24, 2019
Íþróttir Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Í beinni: Ísland - Tyrkland | Strákarnir geta tryggt sig inn á EM Körfubolti Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Fleiri fréttir „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Í beinni: Ísland - Tyrkland | Strákarnir geta tryggt sig inn á EM Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Sú yngsta í sögunni til að vinna: „Var rosalega stressuð“ Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sjá meira