Segir áherslur félaganna einkennilegar Jóhann Óli Eiðsson skrifar 25. febrúar 2019 06:00 Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra. Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir ferðamálaráðherra telur einkennilegt að fyrirhuguð verkföll í kjaradeilu Eflingar, VR, Verkalýðsfélags Akraness og Verkalýðsfélags Grindavíkur við Samtök atvinnulífsins (SA) eigi að bitna á þeirri atvinnugrein sem skapað hafi hvað flest störf undanfarin ár. Í næstu viku hefst innan Eflingar atkvæðagreiðsla meðal starfsmanna á veitingahúsum, á hótelum og ræstingastarfsfólks um hvort boða eigi til sólarhringsverkfalls 8. mars. Áðurnefnd fjögur félög slitu formlega viðræðum við SA í liðinni viku. „Ferðaþjónusta er atvinnugrein sem skiptir lífskjör þjóðarinnar miklu máli. Undanfarin ár hefur hún skapað hvað flest störf, vaxið hratt og afkoma hennar hefur mikil áhrif á samfélagið,“ segir Þórdís. Ráðherrann segir að tímasetning deilunnar sé sérstaklega slæm. Úr röðum greinarinnar heyrast áhyggjuraddir yfir því hvaða áhrif verkföll kynnu að hafa og fyrirspurnir hafa borist frá viðskiptavinum erlendis, helst stórum ferðaskrifstofum, um hvert líklegt framhald verði. „Afkoma ferðaþjónustunnar hefur verið að versna þótt fjöldi ferðamanna hafi aukist. Greinin er mannaflafrek og launagreiðslur stærstur hluti rekstrarkostnaðar,“ segir Þórdís. Þórdís tekur einnig undir orð fjármálaráðherra sem féllu á Sprengisandi í gær og segir það skjóta skökku við að viðræðurnar séu komnar á þennan stað án þess að forsendur deilunnar virðist liggja fyrir. „Það er verkefni aðila vinnumarkaðarins að leysa þetta og ég óska þeim góðs gengis og vona að þeim takist að greiða úr þessari flóknu stöðu. Á hinu tapa allir,“ segir Þórdís. „Það eru um 700 manns sem munu taka þátt í vinnustöðvuninni þann 8. mars verði hún samþykkt. Í þessum hópi er meirihlutinn konur af erlendum uppruna sem eru að vinna líkamlega erfiða vinnu á smánarlaunum,“ segir Sólveig Anna. „Ástæða þess að þessi starfsstétt er valin er að hér er um að ræða jaðarsettasta hópinn á lélegustu laununum í grein sem hefur skilað miklum hagnaði síðustu ár. Þær tekjur hafa ekki runnið í vasa þeirra sem vinna vinnuna.“ „Það er líka táknrænt að vinnustöðvunin fari fram þann 8. mars á alþjóðlegum baráttudegi verkakvenna,“ bætir Sólveig Anna við. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Sprengisandur Tengdar fréttir Afmörkuð aðgerð utan við móðurplan stéttarfélaganna Hótelstjóri og stjórnarmaður í Samtökum ferðaþjónustunnar hefur miklar áhyggjur af áhrifum mögulegra verkfallsaðgerða á starfsemi hótela og gistihúsa. 23. febrúar 2019 07:15 Segir atkvæðagreiðslu um verkfallsaðgerðir hefjast í næstu viku og vísar ummælum fjármálaráðherra á bug Formaður VR segir að fyrstu verkfallsaðgerðir félagsins muni beinast að ferðaþjónustunni. 24. febrúar 2019 16:02 „Menn eru ekki einu sinni sammála um hvað var rætt um“ Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, segir gagnrýni á skattatillögur ríkisstjórnarinnar vera illskiljanlega og er gáttaður á því að kjaraviðræður hafi tekið eins langan tíma og raunin er en á sama tíma hafi viðræður ekkert gengið og svo virðist sem að deiluaðilar viti ekki hvað verið sé að ræða. 24. febrúar 2019 12:45 Mest lesið Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Viðskipti innlent Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Fleiri fréttir Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Sjá meira
Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir ferðamálaráðherra telur einkennilegt að fyrirhuguð verkföll í kjaradeilu Eflingar, VR, Verkalýðsfélags Akraness og Verkalýðsfélags Grindavíkur við Samtök atvinnulífsins (SA) eigi að bitna á þeirri atvinnugrein sem skapað hafi hvað flest störf undanfarin ár. Í næstu viku hefst innan Eflingar atkvæðagreiðsla meðal starfsmanna á veitingahúsum, á hótelum og ræstingastarfsfólks um hvort boða eigi til sólarhringsverkfalls 8. mars. Áðurnefnd fjögur félög slitu formlega viðræðum við SA í liðinni viku. „Ferðaþjónusta er atvinnugrein sem skiptir lífskjör þjóðarinnar miklu máli. Undanfarin ár hefur hún skapað hvað flest störf, vaxið hratt og afkoma hennar hefur mikil áhrif á samfélagið,“ segir Þórdís. Ráðherrann segir að tímasetning deilunnar sé sérstaklega slæm. Úr röðum greinarinnar heyrast áhyggjuraddir yfir því hvaða áhrif verkföll kynnu að hafa og fyrirspurnir hafa borist frá viðskiptavinum erlendis, helst stórum ferðaskrifstofum, um hvert líklegt framhald verði. „Afkoma ferðaþjónustunnar hefur verið að versna þótt fjöldi ferðamanna hafi aukist. Greinin er mannaflafrek og launagreiðslur stærstur hluti rekstrarkostnaðar,“ segir Þórdís. Þórdís tekur einnig undir orð fjármálaráðherra sem féllu á Sprengisandi í gær og segir það skjóta skökku við að viðræðurnar séu komnar á þennan stað án þess að forsendur deilunnar virðist liggja fyrir. „Það er verkefni aðila vinnumarkaðarins að leysa þetta og ég óska þeim góðs gengis og vona að þeim takist að greiða úr þessari flóknu stöðu. Á hinu tapa allir,“ segir Þórdís. „Það eru um 700 manns sem munu taka þátt í vinnustöðvuninni þann 8. mars verði hún samþykkt. Í þessum hópi er meirihlutinn konur af erlendum uppruna sem eru að vinna líkamlega erfiða vinnu á smánarlaunum,“ segir Sólveig Anna. „Ástæða þess að þessi starfsstétt er valin er að hér er um að ræða jaðarsettasta hópinn á lélegustu laununum í grein sem hefur skilað miklum hagnaði síðustu ár. Þær tekjur hafa ekki runnið í vasa þeirra sem vinna vinnuna.“ „Það er líka táknrænt að vinnustöðvunin fari fram þann 8. mars á alþjóðlegum baráttudegi verkakvenna,“ bætir Sólveig Anna við.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Sprengisandur Tengdar fréttir Afmörkuð aðgerð utan við móðurplan stéttarfélaganna Hótelstjóri og stjórnarmaður í Samtökum ferðaþjónustunnar hefur miklar áhyggjur af áhrifum mögulegra verkfallsaðgerða á starfsemi hótela og gistihúsa. 23. febrúar 2019 07:15 Segir atkvæðagreiðslu um verkfallsaðgerðir hefjast í næstu viku og vísar ummælum fjármálaráðherra á bug Formaður VR segir að fyrstu verkfallsaðgerðir félagsins muni beinast að ferðaþjónustunni. 24. febrúar 2019 16:02 „Menn eru ekki einu sinni sammála um hvað var rætt um“ Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, segir gagnrýni á skattatillögur ríkisstjórnarinnar vera illskiljanlega og er gáttaður á því að kjaraviðræður hafi tekið eins langan tíma og raunin er en á sama tíma hafi viðræður ekkert gengið og svo virðist sem að deiluaðilar viti ekki hvað verið sé að ræða. 24. febrúar 2019 12:45 Mest lesið Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Viðskipti innlent Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Fleiri fréttir Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Sjá meira
Afmörkuð aðgerð utan við móðurplan stéttarfélaganna Hótelstjóri og stjórnarmaður í Samtökum ferðaþjónustunnar hefur miklar áhyggjur af áhrifum mögulegra verkfallsaðgerða á starfsemi hótela og gistihúsa. 23. febrúar 2019 07:15
Segir atkvæðagreiðslu um verkfallsaðgerðir hefjast í næstu viku og vísar ummælum fjármálaráðherra á bug Formaður VR segir að fyrstu verkfallsaðgerðir félagsins muni beinast að ferðaþjónustunni. 24. febrúar 2019 16:02
„Menn eru ekki einu sinni sammála um hvað var rætt um“ Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, segir gagnrýni á skattatillögur ríkisstjórnarinnar vera illskiljanlega og er gáttaður á því að kjaraviðræður hafi tekið eins langan tíma og raunin er en á sama tíma hafi viðræður ekkert gengið og svo virðist sem að deiluaðilar viti ekki hvað verið sé að ræða. 24. febrúar 2019 12:45