Íslenskur hjálparstarfsmaður í Kólumbíu segir ástandið viðkvæmt Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 24. febrúar 2019 19:30 Íslenskur hjálparstarfsmaður sem staddur er við landamæri Venesúela og Kólumbíu segir ástandið þar viðkvæmt. Minnst þrjár milljónir hafa flúið land sökum efnahagsástands, en sitjandi forseti hefur lokað landamærunum og afþakkað alla utanaðkomandi aðstoð. Minnst tveir eru látnir og 300 hafa slasast í átökum við herinn en almennir íbúar reyna í miklu mæli að flýja landið enda nær ógerlegt að búa þar sökum efnahagsástands. Í fyrra var verðbólga þar svo há að verðlag tvöfaldaðist á nítján daga fresti að meðaltali. Matar- og lyfjaskortur hefur leikið íbúa landsins grátt og hafa minnst þrjár milljónir manna flúið land. Hjálparstarfsmennirnir Dagbjartur Brynjarsson og Ingólfur Haraldsson eru staddir á landamærunum við Kólumbíu þar sem þeir vinna að því að tryggja fjarskipti á svæðinu fyrir flóttafólk og hjálparstofnanir. „Ástandið í gær var engan veginn gott. Það er ofboðslega erfitt að leggja mat á næstu skref. Vonandi fer herinn að snúa sér að Hvan Gvædó og styðja við hann þannig að það sé hægt að leysa þetta friðsamlega. En því miður eru líka merki þess að svo verði ekki,“ sagði Dagbjartur Brynjarsson, hjálparstarfsmaður. Nikolas Madúró, sitjandi forseti hefur lokað landamærunum og afþakkað alla utanaðkomandi aðstoð. „Það er alveg ljóst að þörfin á netkefum hér er miklu meiri en við getum uppfyllt með þeim fjármunum sem við höfum tryggt í verkefnið. Fólk er mjög þakklátt fyrir það að ná því að tengjast við fjölskyldu , vini og ættingja,“ sagði Dagbjartur. Algjörlega óljóst er hvernig valdabaráttan muni enda og miklar líkur á borgarastyrjöld. Kólumbía Venesúela Tengdar fréttir Brenndu hjálpargögn og skutu á mótmælendur Hermenn hliðhollir Nicolas Maduro, forseta Venesúela, beittu valdi til að reka bílalestir með hjálpargögn frá landamærum ríkisins og Kólumbíu í nótt. 24. febrúar 2019 08:00 Íslenskur hjálparstarfsmaður í Kólumbíu: Finna fyrir aukinni spennu á landamærum Venesúela Dagbjartur Brynjarsson segir hjálparstarfsmenn finna fyrir aukinni spennu á landamærum Kólumbíu og Venesúela. 24. febrúar 2019 12:15 Mest lesið Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Fleiri fréttir „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Sjá meira
Íslenskur hjálparstarfsmaður sem staddur er við landamæri Venesúela og Kólumbíu segir ástandið þar viðkvæmt. Minnst þrjár milljónir hafa flúið land sökum efnahagsástands, en sitjandi forseti hefur lokað landamærunum og afþakkað alla utanaðkomandi aðstoð. Minnst tveir eru látnir og 300 hafa slasast í átökum við herinn en almennir íbúar reyna í miklu mæli að flýja landið enda nær ógerlegt að búa þar sökum efnahagsástands. Í fyrra var verðbólga þar svo há að verðlag tvöfaldaðist á nítján daga fresti að meðaltali. Matar- og lyfjaskortur hefur leikið íbúa landsins grátt og hafa minnst þrjár milljónir manna flúið land. Hjálparstarfsmennirnir Dagbjartur Brynjarsson og Ingólfur Haraldsson eru staddir á landamærunum við Kólumbíu þar sem þeir vinna að því að tryggja fjarskipti á svæðinu fyrir flóttafólk og hjálparstofnanir. „Ástandið í gær var engan veginn gott. Það er ofboðslega erfitt að leggja mat á næstu skref. Vonandi fer herinn að snúa sér að Hvan Gvædó og styðja við hann þannig að það sé hægt að leysa þetta friðsamlega. En því miður eru líka merki þess að svo verði ekki,“ sagði Dagbjartur Brynjarsson, hjálparstarfsmaður. Nikolas Madúró, sitjandi forseti hefur lokað landamærunum og afþakkað alla utanaðkomandi aðstoð. „Það er alveg ljóst að þörfin á netkefum hér er miklu meiri en við getum uppfyllt með þeim fjármunum sem við höfum tryggt í verkefnið. Fólk er mjög þakklátt fyrir það að ná því að tengjast við fjölskyldu , vini og ættingja,“ sagði Dagbjartur. Algjörlega óljóst er hvernig valdabaráttan muni enda og miklar líkur á borgarastyrjöld.
Kólumbía Venesúela Tengdar fréttir Brenndu hjálpargögn og skutu á mótmælendur Hermenn hliðhollir Nicolas Maduro, forseta Venesúela, beittu valdi til að reka bílalestir með hjálpargögn frá landamærum ríkisins og Kólumbíu í nótt. 24. febrúar 2019 08:00 Íslenskur hjálparstarfsmaður í Kólumbíu: Finna fyrir aukinni spennu á landamærum Venesúela Dagbjartur Brynjarsson segir hjálparstarfsmenn finna fyrir aukinni spennu á landamærum Kólumbíu og Venesúela. 24. febrúar 2019 12:15 Mest lesið Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Fleiri fréttir „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Sjá meira
Brenndu hjálpargögn og skutu á mótmælendur Hermenn hliðhollir Nicolas Maduro, forseta Venesúela, beittu valdi til að reka bílalestir með hjálpargögn frá landamærum ríkisins og Kólumbíu í nótt. 24. febrúar 2019 08:00
Íslenskur hjálparstarfsmaður í Kólumbíu: Finna fyrir aukinni spennu á landamærum Venesúela Dagbjartur Brynjarsson segir hjálparstarfsmenn finna fyrir aukinni spennu á landamærum Kólumbíu og Venesúela. 24. febrúar 2019 12:15