Afmörkuð aðgerð utan við móðurplan stéttarfélaganna Sighvatur Arnmundsson skrifar 23. febrúar 2019 07:15 Aðilar í ferðaþjónustu óttast afleiðingar verkfallsaðgerða á greinina til skemmri og lengri tíma. FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR „Þetta er grafalvarlegt ástand og við höfum miklar áhyggjur af þessu. Ég vænti þess að við fáum einhverjar leiðbeiningar frá Samtökum atvinnulífsins um helgina varðandi framkvæmdina. Við munum auðvitað fara að lögum og reglum,“ segir Ingibjörg Ólafsdóttir, hótelstjóri Hótels Sögu, um mögulegar verkfallsaðgerðir Eflingar. Atkvæðagreiðsla hefst næstkomandi mánudag meðal þeirra félagsmanna Eflingar sem heyra undir kjarasamning félagsins og Samtaka atvinnulífsins vegna vinnu starfsfólks í veitinga- og gistihúsum. Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, segir að allir félagsmenn sem vinni samkvæmt umræddum kjarasamningi hafi atkvæðisrétt en sjálf verkfallsboðunin nær einungis til þeirra sem starfa við þrif, hreingerningar og frágang á hótelum og gistihúsum. Greiði meirihluti atkvæði með verkfallsboðuninni munu umræddir starfsmenn leggja niður störf kl. 10 föstudaginn 8. mars og mun vinnustöðvuninni ljúka kl. 23.59 um kvöldið nema samningar hafi tekist. Komi til verkfallsins munu þeir starfsmenn sem leggja niður störf fá greiddar 12 þúsund krónur fyrir skatt. „Þetta er í rauninni bara einstök og mjög afmörkuð aðgerð. Hún stendur svolítið sjálfstætt utan við okkar stærra móðurplan,“ segir Viðar. Ingibjörg, sem situr einnig í stjórn Samtaka ferðaþjónustunnar þar sem hún fóstrar gististaðanefnd, segir að nefndin muni koma saman í næstu viku til að fara yfir stöðuna. Hún segir að allir séu sammála um að fólk eigi að hafa í sig og á. „Ég held að þrátt fyrir að það hafi kannski stefnt í þetta hafi samt allir vonað að þarna væri einhver glæta og það væri hægt að halda áfram og semja. Við vonum auðvitað áfram að þetta leysist en við verðum líka að vera með aðgerðaáætlanir og bregðast við þessu eins og við mögulega getum,“ segir Ingibjörg. Ingibjörg bendir á að nú sé töluverð niðursveifla í gestafjölda og það sé staðreynd að þegar gestir heyri af verkfallsaðgerðum sem snúi jafnvel beint að þeim þá hætti þeir við að koma. „Þetta hefur áhrif bæði til skemmri og lengri tíma. Það sem ég hef kannski persónulega mestar áhyggjur af er það sem gerist í kjölfarið. Þetta hefur bein áhrif á viðskiptin því allar okkar áætlanir byggjast á því að það sé ekki röskun á starfseminni.“ Um þriðjungur starfsmanna Hótels Sögu er í Eflingu. Ingibjörg segir að staðan þar sé því ekki alveg vonlaus þótt verkfallsaðgerðir yrðu mjög slæmar fyrir starfsemina. Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Kjaramál Mest lesið Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Svona skipta oddvitarnir stólunum Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Innlent Fleiri fréttir Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Sjá meira
„Þetta er grafalvarlegt ástand og við höfum miklar áhyggjur af þessu. Ég vænti þess að við fáum einhverjar leiðbeiningar frá Samtökum atvinnulífsins um helgina varðandi framkvæmdina. Við munum auðvitað fara að lögum og reglum,“ segir Ingibjörg Ólafsdóttir, hótelstjóri Hótels Sögu, um mögulegar verkfallsaðgerðir Eflingar. Atkvæðagreiðsla hefst næstkomandi mánudag meðal þeirra félagsmanna Eflingar sem heyra undir kjarasamning félagsins og Samtaka atvinnulífsins vegna vinnu starfsfólks í veitinga- og gistihúsum. Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, segir að allir félagsmenn sem vinni samkvæmt umræddum kjarasamningi hafi atkvæðisrétt en sjálf verkfallsboðunin nær einungis til þeirra sem starfa við þrif, hreingerningar og frágang á hótelum og gistihúsum. Greiði meirihluti atkvæði með verkfallsboðuninni munu umræddir starfsmenn leggja niður störf kl. 10 föstudaginn 8. mars og mun vinnustöðvuninni ljúka kl. 23.59 um kvöldið nema samningar hafi tekist. Komi til verkfallsins munu þeir starfsmenn sem leggja niður störf fá greiddar 12 þúsund krónur fyrir skatt. „Þetta er í rauninni bara einstök og mjög afmörkuð aðgerð. Hún stendur svolítið sjálfstætt utan við okkar stærra móðurplan,“ segir Viðar. Ingibjörg, sem situr einnig í stjórn Samtaka ferðaþjónustunnar þar sem hún fóstrar gististaðanefnd, segir að nefndin muni koma saman í næstu viku til að fara yfir stöðuna. Hún segir að allir séu sammála um að fólk eigi að hafa í sig og á. „Ég held að þrátt fyrir að það hafi kannski stefnt í þetta hafi samt allir vonað að þarna væri einhver glæta og það væri hægt að halda áfram og semja. Við vonum auðvitað áfram að þetta leysist en við verðum líka að vera með aðgerðaáætlanir og bregðast við þessu eins og við mögulega getum,“ segir Ingibjörg. Ingibjörg bendir á að nú sé töluverð niðursveifla í gestafjölda og það sé staðreynd að þegar gestir heyri af verkfallsaðgerðum sem snúi jafnvel beint að þeim þá hætti þeir við að koma. „Þetta hefur áhrif bæði til skemmri og lengri tíma. Það sem ég hef kannski persónulega mestar áhyggjur af er það sem gerist í kjölfarið. Þetta hefur bein áhrif á viðskiptin því allar okkar áætlanir byggjast á því að það sé ekki röskun á starfseminni.“ Um þriðjungur starfsmanna Hótels Sögu er í Eflingu. Ingibjörg segir að staðan þar sé því ekki alveg vonlaus þótt verkfallsaðgerðir yrðu mjög slæmar fyrir starfsemina.
Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Kjaramál Mest lesið Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Svona skipta oddvitarnir stólunum Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Innlent Fleiri fréttir Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Sjá meira