Þjóðarsportið í hættu vegna Kasmírdeilu Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 23. febrúar 2019 08:45 Ríkin hafa lengi deilt um yfirráð yfir Kasmírhéraði og átt í kjarnorkuvígbúnaðarkapphlaupi frá því á áttunda áratugnum. AP/Channi Anand Harðnandi deila kjarnorkuveldanna Indlands og Pakistans náði í gær inn á svið íþrótta. Ríkin hafa lengi deilt um yfirráð yfir Kasmírhéraði og átt í kjarnorkuvígbúnaðarkapphlaupi frá því á áttunda áratugnum. Hiti færðist í leikinn þegar fjörutíu herþjálfaðir Indverjar voru myrtir í Pulwama í indverska hluta Kasmír. Pakistönsk hryðjuverkasamtök, JeM, lýstu yfir ábyrgð á árásinni en stjórnvöld á Indlandi áfellast stjórnvöld í Pakistan fyrir að leyfa starfsemi JeM að grassera þar í landi. Pakistanar neita allri ábyrgð á árásinni. Krikketsamband Indlands, BCCI, tilkynnti í gær að vegna árásarinnar ætti Alþjóðakrikketsambandið (ICC) að reka aðildarsambönd frá ríkjum þar sem hryðjuverkastarfsemi viðgengst. Áttu greinilega við Pakistan. Annars myndu Indverjar neita að taka þátt í heimsmeistaramótinu sem fer fram í Englandi og Wales í sumar. Krikket er langvinsælasta íþróttin í bæði Indlandi og Pakistan og krikketstjörnur geta haft umtalsverð áhrif. Sachin Tendulkar, indversk krikketgoðsögn, sagði á Twitter að hann myndi styðja sniðgöngu gegn Pakistan. Þá er vert að taka fram að Imran Khan, forsætisráðherra Pakistans, er af mörgum álitinn einn besti krikketmaður allra tíma. Löndin eiga að etja kappi þann 16. júní á Old Trafford í Manchester. Samkvæmt skýranda BBC er afar ólíklegt að sá leikur fari fram, nema einhver kúvending verði í indverskum stjórnmálum eftir kosningar í maí. Fjarri íþróttaleikvöngum deila stjórnmálamenn ríkjanna. Nitin Gadkari, samgönguráðherra Indlands, sagði frá því á Twitter á fimmtudag að ríkisstjórnin hefði ákveðið að hætta að deila vatni með Pakistönum. Indverjar hafa hingað til leyft vatni að renna með ám sínum til hins nokkuð þurra Pakistans en munu nú beina því til Indverja í Kasmír og Púnjab. Samkvæmt skýrendum sem The New York Times ræddi við er þetta alvarlegasta aðgerð sem Indverjar hafa ráðist í frá árásinni í Pulwama. Eiginlegt vatnsstríð sem þetta gæti valdið þeim hundruðum milljóna Pakistana og Indverja sem reiða sig á ár til að fá vatn miklum þjáningum. Ekki liggur fyrir hvenær eða hvernig Indverjar ætla að koma í veg fyrir að vatn renni til Pakistans. Pakistanar eru ekki aðgerðarlausir heldur. Pakistanski miðillinn Express Tribune sagði frá því í gær og hafði eftir stjórnvöldum í pakistanska ríkinu Púnjab að hermenn væru búnir að taka yfir höfuðstöðvar JeM. Þá hafði miðillinn einnig eftir Asif Ghafoor, upplýsingafulltrúa pakistanska hersins, að þótt Pakistanar vildu ekki fara í stríð væri herinn tilbúinn og Indverjar gætu aldrei komið Pakistönum á óvart. Birtist í Fréttablaðinu Indland Krikket Pakistan Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Innlent Fleiri fréttir Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Sjá meira
Harðnandi deila kjarnorkuveldanna Indlands og Pakistans náði í gær inn á svið íþrótta. Ríkin hafa lengi deilt um yfirráð yfir Kasmírhéraði og átt í kjarnorkuvígbúnaðarkapphlaupi frá því á áttunda áratugnum. Hiti færðist í leikinn þegar fjörutíu herþjálfaðir Indverjar voru myrtir í Pulwama í indverska hluta Kasmír. Pakistönsk hryðjuverkasamtök, JeM, lýstu yfir ábyrgð á árásinni en stjórnvöld á Indlandi áfellast stjórnvöld í Pakistan fyrir að leyfa starfsemi JeM að grassera þar í landi. Pakistanar neita allri ábyrgð á árásinni. Krikketsamband Indlands, BCCI, tilkynnti í gær að vegna árásarinnar ætti Alþjóðakrikketsambandið (ICC) að reka aðildarsambönd frá ríkjum þar sem hryðjuverkastarfsemi viðgengst. Áttu greinilega við Pakistan. Annars myndu Indverjar neita að taka þátt í heimsmeistaramótinu sem fer fram í Englandi og Wales í sumar. Krikket er langvinsælasta íþróttin í bæði Indlandi og Pakistan og krikketstjörnur geta haft umtalsverð áhrif. Sachin Tendulkar, indversk krikketgoðsögn, sagði á Twitter að hann myndi styðja sniðgöngu gegn Pakistan. Þá er vert að taka fram að Imran Khan, forsætisráðherra Pakistans, er af mörgum álitinn einn besti krikketmaður allra tíma. Löndin eiga að etja kappi þann 16. júní á Old Trafford í Manchester. Samkvæmt skýranda BBC er afar ólíklegt að sá leikur fari fram, nema einhver kúvending verði í indverskum stjórnmálum eftir kosningar í maí. Fjarri íþróttaleikvöngum deila stjórnmálamenn ríkjanna. Nitin Gadkari, samgönguráðherra Indlands, sagði frá því á Twitter á fimmtudag að ríkisstjórnin hefði ákveðið að hætta að deila vatni með Pakistönum. Indverjar hafa hingað til leyft vatni að renna með ám sínum til hins nokkuð þurra Pakistans en munu nú beina því til Indverja í Kasmír og Púnjab. Samkvæmt skýrendum sem The New York Times ræddi við er þetta alvarlegasta aðgerð sem Indverjar hafa ráðist í frá árásinni í Pulwama. Eiginlegt vatnsstríð sem þetta gæti valdið þeim hundruðum milljóna Pakistana og Indverja sem reiða sig á ár til að fá vatn miklum þjáningum. Ekki liggur fyrir hvenær eða hvernig Indverjar ætla að koma í veg fyrir að vatn renni til Pakistans. Pakistanar eru ekki aðgerðarlausir heldur. Pakistanski miðillinn Express Tribune sagði frá því í gær og hafði eftir stjórnvöldum í pakistanska ríkinu Púnjab að hermenn væru búnir að taka yfir höfuðstöðvar JeM. Þá hafði miðillinn einnig eftir Asif Ghafoor, upplýsingafulltrúa pakistanska hersins, að þótt Pakistanar vildu ekki fara í stríð væri herinn tilbúinn og Indverjar gætu aldrei komið Pakistönum á óvart.
Birtist í Fréttablaðinu Indland Krikket Pakistan Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Innlent Fleiri fréttir Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Sjá meira