Þjóðarsportið í hættu vegna Kasmírdeilu Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 23. febrúar 2019 08:45 Ríkin hafa lengi deilt um yfirráð yfir Kasmírhéraði og átt í kjarnorkuvígbúnaðarkapphlaupi frá því á áttunda áratugnum. AP/Channi Anand Harðnandi deila kjarnorkuveldanna Indlands og Pakistans náði í gær inn á svið íþrótta. Ríkin hafa lengi deilt um yfirráð yfir Kasmírhéraði og átt í kjarnorkuvígbúnaðarkapphlaupi frá því á áttunda áratugnum. Hiti færðist í leikinn þegar fjörutíu herþjálfaðir Indverjar voru myrtir í Pulwama í indverska hluta Kasmír. Pakistönsk hryðjuverkasamtök, JeM, lýstu yfir ábyrgð á árásinni en stjórnvöld á Indlandi áfellast stjórnvöld í Pakistan fyrir að leyfa starfsemi JeM að grassera þar í landi. Pakistanar neita allri ábyrgð á árásinni. Krikketsamband Indlands, BCCI, tilkynnti í gær að vegna árásarinnar ætti Alþjóðakrikketsambandið (ICC) að reka aðildarsambönd frá ríkjum þar sem hryðjuverkastarfsemi viðgengst. Áttu greinilega við Pakistan. Annars myndu Indverjar neita að taka þátt í heimsmeistaramótinu sem fer fram í Englandi og Wales í sumar. Krikket er langvinsælasta íþróttin í bæði Indlandi og Pakistan og krikketstjörnur geta haft umtalsverð áhrif. Sachin Tendulkar, indversk krikketgoðsögn, sagði á Twitter að hann myndi styðja sniðgöngu gegn Pakistan. Þá er vert að taka fram að Imran Khan, forsætisráðherra Pakistans, er af mörgum álitinn einn besti krikketmaður allra tíma. Löndin eiga að etja kappi þann 16. júní á Old Trafford í Manchester. Samkvæmt skýranda BBC er afar ólíklegt að sá leikur fari fram, nema einhver kúvending verði í indverskum stjórnmálum eftir kosningar í maí. Fjarri íþróttaleikvöngum deila stjórnmálamenn ríkjanna. Nitin Gadkari, samgönguráðherra Indlands, sagði frá því á Twitter á fimmtudag að ríkisstjórnin hefði ákveðið að hætta að deila vatni með Pakistönum. Indverjar hafa hingað til leyft vatni að renna með ám sínum til hins nokkuð þurra Pakistans en munu nú beina því til Indverja í Kasmír og Púnjab. Samkvæmt skýrendum sem The New York Times ræddi við er þetta alvarlegasta aðgerð sem Indverjar hafa ráðist í frá árásinni í Pulwama. Eiginlegt vatnsstríð sem þetta gæti valdið þeim hundruðum milljóna Pakistana og Indverja sem reiða sig á ár til að fá vatn miklum þjáningum. Ekki liggur fyrir hvenær eða hvernig Indverjar ætla að koma í veg fyrir að vatn renni til Pakistans. Pakistanar eru ekki aðgerðarlausir heldur. Pakistanski miðillinn Express Tribune sagði frá því í gær og hafði eftir stjórnvöldum í pakistanska ríkinu Púnjab að hermenn væru búnir að taka yfir höfuðstöðvar JeM. Þá hafði miðillinn einnig eftir Asif Ghafoor, upplýsingafulltrúa pakistanska hersins, að þótt Pakistanar vildu ekki fara í stríð væri herinn tilbúinn og Indverjar gætu aldrei komið Pakistönum á óvart. Birtist í Fréttablaðinu Indland Krikket Pakistan Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Sjá meira
Harðnandi deila kjarnorkuveldanna Indlands og Pakistans náði í gær inn á svið íþrótta. Ríkin hafa lengi deilt um yfirráð yfir Kasmírhéraði og átt í kjarnorkuvígbúnaðarkapphlaupi frá því á áttunda áratugnum. Hiti færðist í leikinn þegar fjörutíu herþjálfaðir Indverjar voru myrtir í Pulwama í indverska hluta Kasmír. Pakistönsk hryðjuverkasamtök, JeM, lýstu yfir ábyrgð á árásinni en stjórnvöld á Indlandi áfellast stjórnvöld í Pakistan fyrir að leyfa starfsemi JeM að grassera þar í landi. Pakistanar neita allri ábyrgð á árásinni. Krikketsamband Indlands, BCCI, tilkynnti í gær að vegna árásarinnar ætti Alþjóðakrikketsambandið (ICC) að reka aðildarsambönd frá ríkjum þar sem hryðjuverkastarfsemi viðgengst. Áttu greinilega við Pakistan. Annars myndu Indverjar neita að taka þátt í heimsmeistaramótinu sem fer fram í Englandi og Wales í sumar. Krikket er langvinsælasta íþróttin í bæði Indlandi og Pakistan og krikketstjörnur geta haft umtalsverð áhrif. Sachin Tendulkar, indversk krikketgoðsögn, sagði á Twitter að hann myndi styðja sniðgöngu gegn Pakistan. Þá er vert að taka fram að Imran Khan, forsætisráðherra Pakistans, er af mörgum álitinn einn besti krikketmaður allra tíma. Löndin eiga að etja kappi þann 16. júní á Old Trafford í Manchester. Samkvæmt skýranda BBC er afar ólíklegt að sá leikur fari fram, nema einhver kúvending verði í indverskum stjórnmálum eftir kosningar í maí. Fjarri íþróttaleikvöngum deila stjórnmálamenn ríkjanna. Nitin Gadkari, samgönguráðherra Indlands, sagði frá því á Twitter á fimmtudag að ríkisstjórnin hefði ákveðið að hætta að deila vatni með Pakistönum. Indverjar hafa hingað til leyft vatni að renna með ám sínum til hins nokkuð þurra Pakistans en munu nú beina því til Indverja í Kasmír og Púnjab. Samkvæmt skýrendum sem The New York Times ræddi við er þetta alvarlegasta aðgerð sem Indverjar hafa ráðist í frá árásinni í Pulwama. Eiginlegt vatnsstríð sem þetta gæti valdið þeim hundruðum milljóna Pakistana og Indverja sem reiða sig á ár til að fá vatn miklum þjáningum. Ekki liggur fyrir hvenær eða hvernig Indverjar ætla að koma í veg fyrir að vatn renni til Pakistans. Pakistanar eru ekki aðgerðarlausir heldur. Pakistanski miðillinn Express Tribune sagði frá því í gær og hafði eftir stjórnvöldum í pakistanska ríkinu Púnjab að hermenn væru búnir að taka yfir höfuðstöðvar JeM. Þá hafði miðillinn einnig eftir Asif Ghafoor, upplýsingafulltrúa pakistanska hersins, að þótt Pakistanar vildu ekki fara í stríð væri herinn tilbúinn og Indverjar gætu aldrei komið Pakistönum á óvart.
Birtist í Fréttablaðinu Indland Krikket Pakistan Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Sjá meira