Fjölnir kom til baka gegn Íslandsmeisturum Vals og náði jafntefli er liðin mættust í Lengjubikar karla.
Í gær opnaði félagsskiptaglugginn formlega og leikmenn sem komu til íslensku liðanna frá erlendum félögum urðu löglegir. Einn af þeim er Gary Martin, sem snéri aftur til Íslands í sumar.
Gary var ekki lengi að stimpla sig inn í lið Íslandsmeistaranna og skoraði hann fyrsta mark leiksins á 18. mínútu. Hann bætti svo öðru við þegar rétt hálftími var liðinn af leiknum.
Fjölnismenn voru hins vegar mun sterkari í seinni hálfleik og náðu að koma til baka og jafna leikinn í 2-2. Albert Brynar Ingason skoraði sitt fyrsta mark fyrir Fjölni, en hann gekk til liðs við Grafarvogsliðið frá Fylki fyrr í vetur. Viktor Andri Hafþórsson skoraði svo jöfnunarmarkið fyrir Fjölni þegar um korter var eftir af leiknum.
Fjölnir er því með fjögur stig eftir tvö leiki en Valsmenn voru að ná sér í sitt fyrsta stig í keppninni. Liðin leika í riðli 3 með KA, Aftureldingu, HK og Fram.
Fjölnir kom til baka gegn Íslandsmeisturunum
Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar

Mest lesið


„Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“
Íslenski boltinn

„Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“
Íslenski boltinn


„Við þurfum hjálp frá Guði“
Handbolti

„Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“
Íslenski boltinn




Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham
Enski boltinn