Málefnaleg samstaða réði inngöngu í Miðflokkinn Heimir Már Pétursson skrifar 22. febrúar 2019 20:29 Karl Gauti Hjaltason og Ólafur Ísleifsson, fyrrverandi þingmenn Flokks fólksins. Vísir/Stöð 2 Miðflokkurinn er orðinn stærsti stjórnarandstöðuflokkurinn á Alþingi eftir að tveir utanflokkaþingmenn sem vikið var úr Flokki fólksins gengu til liðs við flokkinn í dag. Þeir segja málefnin hafa ráðið ákvörðun þeirra. Fundur fjögurra þingmanna Miðflokksins og tveggja þingmanna Flokks fólksins á Klaustur barnum hinn 20. nóvember hefur reynst afdrifaríkur en þar var meðal annars talað fjálglega um að þeir Ólafur Ísleifsson og Karl Gauti Hjaltason gengju úr flokki fólkins í Miðflokkinn. Eftir að upptökur af fundinum voru birtar fyrst hinn 28. nóvember voru þeir Ólafur og Karl Gauti reknir úr Flokki fólksins tveimur dögum síðar og urðu þingmenn utan flokka. Ólafur Ísleifsson segir Miðflokkinn standa þeim málefnalega nærri. „Þessi ákvörðun er reist á málefnalegum forsendum. Stjórnmál snúast um málefni. Það hafa legið gagnvegir á milli okkar í málefnalegu tilliti og það er mikil samstaða,” segir Ólafur. Samfylkingin taldist stærst þingflokka stjórnarandstöðunnar í skjóli atkvæðamagns þar til í dag. En nú er Miðflokkurinn orðinn stærsti þingflokkur stjórnarandstöðunnar með níu þingmenn. Það hefur til að mynda áhrif á hver formanna flokkanna talar fyrst í umræðum á Alþingi. Allt frá klausturupptökunum og eftir að þeim félögum var síðan vikið úr Flokki fólksins hafa verið háværar raddir um að þeir væru á leið í Miðflokkinn.Voruð þið fram að þessu alveg heilir í Flokki fólksins á sínum tíma, þannig að þið voruð ekki að undirbúa brottför ykkar þaðan?„Algerlega. Það var aldrei nokkuð snið á okkur að fara úr þeim flokki. Það kom okkur mjög á óvart að forysta flokksins skyldi taka þessa fljótfærnu ákvörðun sem þau gerðu þarna á mjög skömmum tíma,” segir Karl Gauti. Ákvörðun þeirra tvímenninga að ganga til liðs við Miðflokkinn hafi ekki verið tekinn fyrr en í dag. Hér að neðan má sjá muninn á skipan þingflokka stjórnarandstöðunnar fyrir og eftir inngöngu Karls Gauta og Ólafs í Miðflokkinn. Alþingi Flokkur fólksins Miðflokkurinn Upptökur á Klaustur bar Mest lesið Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Fleiri fréttir Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Sjá meira
Miðflokkurinn er orðinn stærsti stjórnarandstöðuflokkurinn á Alþingi eftir að tveir utanflokkaþingmenn sem vikið var úr Flokki fólksins gengu til liðs við flokkinn í dag. Þeir segja málefnin hafa ráðið ákvörðun þeirra. Fundur fjögurra þingmanna Miðflokksins og tveggja þingmanna Flokks fólksins á Klaustur barnum hinn 20. nóvember hefur reynst afdrifaríkur en þar var meðal annars talað fjálglega um að þeir Ólafur Ísleifsson og Karl Gauti Hjaltason gengju úr flokki fólkins í Miðflokkinn. Eftir að upptökur af fundinum voru birtar fyrst hinn 28. nóvember voru þeir Ólafur og Karl Gauti reknir úr Flokki fólksins tveimur dögum síðar og urðu þingmenn utan flokka. Ólafur Ísleifsson segir Miðflokkinn standa þeim málefnalega nærri. „Þessi ákvörðun er reist á málefnalegum forsendum. Stjórnmál snúast um málefni. Það hafa legið gagnvegir á milli okkar í málefnalegu tilliti og það er mikil samstaða,” segir Ólafur. Samfylkingin taldist stærst þingflokka stjórnarandstöðunnar í skjóli atkvæðamagns þar til í dag. En nú er Miðflokkurinn orðinn stærsti þingflokkur stjórnarandstöðunnar með níu þingmenn. Það hefur til að mynda áhrif á hver formanna flokkanna talar fyrst í umræðum á Alþingi. Allt frá klausturupptökunum og eftir að þeim félögum var síðan vikið úr Flokki fólksins hafa verið háværar raddir um að þeir væru á leið í Miðflokkinn.Voruð þið fram að þessu alveg heilir í Flokki fólksins á sínum tíma, þannig að þið voruð ekki að undirbúa brottför ykkar þaðan?„Algerlega. Það var aldrei nokkuð snið á okkur að fara úr þeim flokki. Það kom okkur mjög á óvart að forysta flokksins skyldi taka þessa fljótfærnu ákvörðun sem þau gerðu þarna á mjög skömmum tíma,” segir Karl Gauti. Ákvörðun þeirra tvímenninga að ganga til liðs við Miðflokkinn hafi ekki verið tekinn fyrr en í dag. Hér að neðan má sjá muninn á skipan þingflokka stjórnarandstöðunnar fyrir og eftir inngöngu Karls Gauta og Ólafs í Miðflokkinn.
Alþingi Flokkur fólksins Miðflokkurinn Upptökur á Klaustur bar Mest lesið Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Fleiri fréttir Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Sjá meira