Alexander Aron Davorsson tryggði Aftureldingu jafntefli gegn HK í Lengjubikar karla í kvöld með marki á lokamínútum leiksins.
Liðin mættust í Kórnum og var markalaust að loknum fyrri hálfleik.
Á 50. mínútu kom Bjarni Gunnarsson heimamönnum í HK yfir og það stefndi allt í sigur Kópavogsmanna þar til á 89. mínútu. Þá náði Alexander Aron að jafna fyrir Mosfellinga og skildu liðin að lokum jöfn 1-1.
Afturelding fer því á topp riðils 3 með 4 stig en HK náði í sitt fyrsta stig í keppninni.
HK náði í fyrsta stigið í Lengjubikarnum
Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
