Nicole Kidman sagði nei við Söru og þess vegna segir Sara aldrei nei í dag Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. febrúar 2019 13:00 Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir og Nicole Kidman. Samsett mynd/Instagram og Getty Íslenska CrossFit afrekskonan Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir fær mikla athygli hvert sem hún fer og það er engin breyting á því í London þar sem okkar kona keppir á CrossFit mótinu „Strength In Depth“ um helgina, en hún var fengin í viðtal á persónulegum nótum við komuna til Englands. Mótið um helgina gefur farseðil á heimsleikana í Madison í haust en þetta verður þriðja tilraun Söru. Sara endaði í þriðja sæti á mótum í Dúbaí í desember og í Miami í janúar. Nú fær hún annað tækifæri í Lundúnum. CrossFit áhugamaðurinn sem kallar sig TeamRICHEY á Youtube fékk Söru í viðtal eftir að hún mætti til London. Viðtalið er á léttu nótunum og spyrillinn reynir að kynnast manneskjunni sem í henni býr frekar en spyrja Söru einhverra klassískra íþróttamannaspurninga. Umræðan hefst á mat og því sem gæti verið með í matartöskunni sem Sara hefur meðferðis til London. Sara viðurkenndi strax að vera hugsa um það. Sara staðfesti líka bæði að hún elski pizzu og að hún vilji ananas á pizzuna sína. „Hann gerir pizzuna svo ferska,“ sagði Sara. Sara var líka tilbúin að segja frá uppáhaldslagalistanum sinn á Spotify sem heitir „oldie goldir“, en hún bjó hann til í svo mikilli flýti að hún sló r í stað fyrir e í lok nafnsins. Þegar myndbandið var gert átti lagalistinn aðeins 191 fylgjanda en það má búast við mikilli fjölgun þar eftir þessa auglýsingu frá íslensku CrossFit drottningunni. „Ég elska klassískt rokk,“ segir Sara og viðurkennir að hún sé ein af þessum týpum sem syngur af fullum krafti í bílnum. Sara segir líka frá fyrsta bílnum sínum sem var græn Nissan Micra. View this post on InstagramMet with those two today. We strolled around and talked and now it´s on YouTube _ _ Check it out; https://youtu.be/EWuV89J9iuw _ _ _ #reamrichey @carrichey @wanderlust_pocahontas #wheninlondon #SID A post shared by Sara Sigmundsdóttir (@sarasigmunds) on Feb 21, 2019 at 10:43am PST Sara elskar Netflix og segist vera að horfa á þáttaröðina „Vikings“ sem á nú vel við hjá afrekskonu frá Íslandi. Hún horfir líka mikið á Friends þættina. Sara segir að uppáhalds myndin sín sé Forrest Gump. „Lífið er eins og súkkulaðiaskja og þú veist aldrei hvernig mola þú færð,“ segir Sara hlæjandi. „Ég var líka hrifin af myndinni Almost Famous. Þú verður að sjá hana því þetta er svo góð mynd,“ segir Sara. Sara er greinilega mikil kvikmyndaáhugakona og hún sagði líka frá því þegar hún fraus við það að rekast á leikkonuna Nicole Kidman. Kidman var uppáhaldsleikkonan hennar og það var stór stund að hitta hana út í Whole Foods verslun í Nashville. „Ég fór til hennar og spurði hvort ég mætti taka mynd af mér og henni saman en hún sagði nei. Hjartað mitt brotnaði. Ég sagði bara allt í lagi, bless,“ sagði Sara og bætti við: „Þegar fólk biður mig um mynd þá get ég aldrei sagt nei eftir að hafa upplifað þessa stund,“ sagði Sara. Ef Sara mætti hitta hvern sem hún vildi yrði Jimi Hendrix fyrir valinu (af þeim sem eru ekki lengur lifandi) ásamt tenniskonunni Serenu Williams. „Vonandi fæ ég að hitta hana einhvern tímann,“ segir Sara. Sara og spyrillinn halda áfram og það má sjá allt viðtalið hér fyrir neðan. CrossFit Tengdar fréttir Sara: Ekki alveg komin til baka en ég er á leiðinni Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir hefur endað í þriðja sæti á tveimur fyrstu mótunum sem hafa gefið sætið á heimsleikunum í CrossFit í ágúst. Hún á því ennþá eftir að tryggja sér farseðilinn á heimsleikana í haust. 24. janúar 2019 17:00 Enn verið að spyrja CrossFit stelpurnar okkar hvort þær búi í snjóhúsi Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir fær greinilega enn þá að heyra skrýtnar spurningar á CrossFit vegferð sinni um heiminn. 7. febrúar 2019 08:30 Þrjár íslenskar CrossFit drottningar á leið til London Næstu farseðlar á heimsleikana í CrossFit í haust verða í boði á CrossFit-mótinu „Strength In Depth“ sem fer fram í London 23. til 24. febrúar næstkomandi. 19. febrúar 2019 13:00 Mest lesið Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Pílukastarinn biðst afsökunar á að hafa fallið á lyfjaprófinu og öllum lygunum Sport Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Enski boltinn Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Enski boltinn „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Enski boltinn Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Aston Villa - Man. United | Rauðu djöflarnir heimsækja heitasta lið deildarinnar Enski boltinn Fleiri fréttir Fiorentina - Udinese | Albert og félagar í skelfilegri stöðu Katla skoraði annan leikinn í röð Aston Villa - Man. United | Rauðu djöflarnir heimsækja heitasta lið deildarinnar Tómas Bent og félagar unnu Rangers og náðu átta stiga forskoti á toppnum Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Villarreal - Barcelona | Þungt síðasta próf fyrir jól Pílukastarinn biðst afsökunar á að hafa fallið á lyfjaprófinu og öllum lygunum Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Hildur áfram í bikarnum og Amanda enn á toppnum Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Dagskráin í dag: Stjörnur eiga leik á HM, NFL og enski Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Sjá meira
Íslenska CrossFit afrekskonan Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir fær mikla athygli hvert sem hún fer og það er engin breyting á því í London þar sem okkar kona keppir á CrossFit mótinu „Strength In Depth“ um helgina, en hún var fengin í viðtal á persónulegum nótum við komuna til Englands. Mótið um helgina gefur farseðil á heimsleikana í Madison í haust en þetta verður þriðja tilraun Söru. Sara endaði í þriðja sæti á mótum í Dúbaí í desember og í Miami í janúar. Nú fær hún annað tækifæri í Lundúnum. CrossFit áhugamaðurinn sem kallar sig TeamRICHEY á Youtube fékk Söru í viðtal eftir að hún mætti til London. Viðtalið er á léttu nótunum og spyrillinn reynir að kynnast manneskjunni sem í henni býr frekar en spyrja Söru einhverra klassískra íþróttamannaspurninga. Umræðan hefst á mat og því sem gæti verið með í matartöskunni sem Sara hefur meðferðis til London. Sara viðurkenndi strax að vera hugsa um það. Sara staðfesti líka bæði að hún elski pizzu og að hún vilji ananas á pizzuna sína. „Hann gerir pizzuna svo ferska,“ sagði Sara. Sara var líka tilbúin að segja frá uppáhaldslagalistanum sinn á Spotify sem heitir „oldie goldir“, en hún bjó hann til í svo mikilli flýti að hún sló r í stað fyrir e í lok nafnsins. Þegar myndbandið var gert átti lagalistinn aðeins 191 fylgjanda en það má búast við mikilli fjölgun þar eftir þessa auglýsingu frá íslensku CrossFit drottningunni. „Ég elska klassískt rokk,“ segir Sara og viðurkennir að hún sé ein af þessum týpum sem syngur af fullum krafti í bílnum. Sara segir líka frá fyrsta bílnum sínum sem var græn Nissan Micra. View this post on InstagramMet with those two today. We strolled around and talked and now it´s on YouTube _ _ Check it out; https://youtu.be/EWuV89J9iuw _ _ _ #reamrichey @carrichey @wanderlust_pocahontas #wheninlondon #SID A post shared by Sara Sigmundsdóttir (@sarasigmunds) on Feb 21, 2019 at 10:43am PST Sara elskar Netflix og segist vera að horfa á þáttaröðina „Vikings“ sem á nú vel við hjá afrekskonu frá Íslandi. Hún horfir líka mikið á Friends þættina. Sara segir að uppáhalds myndin sín sé Forrest Gump. „Lífið er eins og súkkulaðiaskja og þú veist aldrei hvernig mola þú færð,“ segir Sara hlæjandi. „Ég var líka hrifin af myndinni Almost Famous. Þú verður að sjá hana því þetta er svo góð mynd,“ segir Sara. Sara er greinilega mikil kvikmyndaáhugakona og hún sagði líka frá því þegar hún fraus við það að rekast á leikkonuna Nicole Kidman. Kidman var uppáhaldsleikkonan hennar og það var stór stund að hitta hana út í Whole Foods verslun í Nashville. „Ég fór til hennar og spurði hvort ég mætti taka mynd af mér og henni saman en hún sagði nei. Hjartað mitt brotnaði. Ég sagði bara allt í lagi, bless,“ sagði Sara og bætti við: „Þegar fólk biður mig um mynd þá get ég aldrei sagt nei eftir að hafa upplifað þessa stund,“ sagði Sara. Ef Sara mætti hitta hvern sem hún vildi yrði Jimi Hendrix fyrir valinu (af þeim sem eru ekki lengur lifandi) ásamt tenniskonunni Serenu Williams. „Vonandi fæ ég að hitta hana einhvern tímann,“ segir Sara. Sara og spyrillinn halda áfram og það má sjá allt viðtalið hér fyrir neðan.
CrossFit Tengdar fréttir Sara: Ekki alveg komin til baka en ég er á leiðinni Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir hefur endað í þriðja sæti á tveimur fyrstu mótunum sem hafa gefið sætið á heimsleikunum í CrossFit í ágúst. Hún á því ennþá eftir að tryggja sér farseðilinn á heimsleikana í haust. 24. janúar 2019 17:00 Enn verið að spyrja CrossFit stelpurnar okkar hvort þær búi í snjóhúsi Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir fær greinilega enn þá að heyra skrýtnar spurningar á CrossFit vegferð sinni um heiminn. 7. febrúar 2019 08:30 Þrjár íslenskar CrossFit drottningar á leið til London Næstu farseðlar á heimsleikana í CrossFit í haust verða í boði á CrossFit-mótinu „Strength In Depth“ sem fer fram í London 23. til 24. febrúar næstkomandi. 19. febrúar 2019 13:00 Mest lesið Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Pílukastarinn biðst afsökunar á að hafa fallið á lyfjaprófinu og öllum lygunum Sport Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Enski boltinn Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Enski boltinn „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Enski boltinn Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Aston Villa - Man. United | Rauðu djöflarnir heimsækja heitasta lið deildarinnar Enski boltinn Fleiri fréttir Fiorentina - Udinese | Albert og félagar í skelfilegri stöðu Katla skoraði annan leikinn í röð Aston Villa - Man. United | Rauðu djöflarnir heimsækja heitasta lið deildarinnar Tómas Bent og félagar unnu Rangers og náðu átta stiga forskoti á toppnum Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Villarreal - Barcelona | Þungt síðasta próf fyrir jól Pílukastarinn biðst afsökunar á að hafa fallið á lyfjaprófinu og öllum lygunum Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Hildur áfram í bikarnum og Amanda enn á toppnum Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Dagskráin í dag: Stjörnur eiga leik á HM, NFL og enski Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Sjá meira
Sara: Ekki alveg komin til baka en ég er á leiðinni Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir hefur endað í þriðja sæti á tveimur fyrstu mótunum sem hafa gefið sætið á heimsleikunum í CrossFit í ágúst. Hún á því ennþá eftir að tryggja sér farseðilinn á heimsleikana í haust. 24. janúar 2019 17:00
Enn verið að spyrja CrossFit stelpurnar okkar hvort þær búi í snjóhúsi Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir fær greinilega enn þá að heyra skrýtnar spurningar á CrossFit vegferð sinni um heiminn. 7. febrúar 2019 08:30
Þrjár íslenskar CrossFit drottningar á leið til London Næstu farseðlar á heimsleikana í CrossFit í haust verða í boði á CrossFit-mótinu „Strength In Depth“ sem fer fram í London 23. til 24. febrúar næstkomandi. 19. febrúar 2019 13:00