Feginn því að þurfa ekki lengur að lemja fólk Henry Birgir Gunnarsson skrifar 22. febrúar 2019 14:00 Georges St-Pierre. vísir/getty Einn besti bardagakappi UFC frá upphafi, Georges St-Pierre, tilkynnti formlega í gær að hann myndi ekki fara aftur inn í búrið. Ferlinum væri lokið. GSP tilkynnti um ákvörðunina í heimabæ sínum Montreal en hann er orðinn 37 ára gamall. Hann hefur aðeins einu sinni barist síðan 2013. Hann snéri aftur árið 2017 til þess að pakka Michael Bisping saman.Can you pick just one?! We count down the Top fights of @GeorgesStPierre's career pic.twitter.com/5MqGlwb75E — UFC (@ufc) February 21, 2019 Síðan þá hefur mikið verið reynt til þess að fá hann aftur inn í búrið en ekki gengið. Hann hættir því með árangurinn 26-2 en tapaði síðast bardaga árið 2007. GSP vann síðustu þrettán bardaga sína. GSP náði því að verða bæði velti- og millivigtarmeistari hjá UFC og hélt veltivigtartitlinum í 2.204 daga.Thank you, @GeorgesStPierre. For everything. pic.twitter.com/iIltDOeNjT — UFC (@ufc) February 21, 2019 „Í bardagaíþróttum á maður að hætta á toppnum,“ sagði GSP en viðurkenndi að það hefði verið freistandi að mæta Khabib Nurmagomedov síðar á árinu en Rússinn grátbað GSP um bardaga. „Það eru engin tár á þessari stundu. Ég er mjög ánægður með ákvörðun mína. Það þarf aga til þess að hætta á toppnum.“ GSP sagði einnig að hann hefði í raun aldrei notið bardagadagsins mikið. Hann hefði aldrei fengið neitt út úr því að meiða aðra. „Ég hataði bardagadaginn. Mér finnst ekki gaman að meiða aðra. Ég elska að æfa og undirbúa mig en bardagadagurinn gerði aldrei neitt fyrir mig. Nú þarf ég ekki að lemja neinn lengur,“ sagði GSP og brosti. MMA Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti Fleiri fréttir Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Leiddi endurkomusigur gegn æskufélaginu í fyrsta leiknum „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Dagskráin í dag: Strákarnir okkar í París, lærisveinar Heimis og England í Serbíu Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Sjá meira
Einn besti bardagakappi UFC frá upphafi, Georges St-Pierre, tilkynnti formlega í gær að hann myndi ekki fara aftur inn í búrið. Ferlinum væri lokið. GSP tilkynnti um ákvörðunina í heimabæ sínum Montreal en hann er orðinn 37 ára gamall. Hann hefur aðeins einu sinni barist síðan 2013. Hann snéri aftur árið 2017 til þess að pakka Michael Bisping saman.Can you pick just one?! We count down the Top fights of @GeorgesStPierre's career pic.twitter.com/5MqGlwb75E — UFC (@ufc) February 21, 2019 Síðan þá hefur mikið verið reynt til þess að fá hann aftur inn í búrið en ekki gengið. Hann hættir því með árangurinn 26-2 en tapaði síðast bardaga árið 2007. GSP vann síðustu þrettán bardaga sína. GSP náði því að verða bæði velti- og millivigtarmeistari hjá UFC og hélt veltivigtartitlinum í 2.204 daga.Thank you, @GeorgesStPierre. For everything. pic.twitter.com/iIltDOeNjT — UFC (@ufc) February 21, 2019 „Í bardagaíþróttum á maður að hætta á toppnum,“ sagði GSP en viðurkenndi að það hefði verið freistandi að mæta Khabib Nurmagomedov síðar á árinu en Rússinn grátbað GSP um bardaga. „Það eru engin tár á þessari stundu. Ég er mjög ánægður með ákvörðun mína. Það þarf aga til þess að hætta á toppnum.“ GSP sagði einnig að hann hefði í raun aldrei notið bardagadagsins mikið. Hann hefði aldrei fengið neitt út úr því að meiða aðra. „Ég hataði bardagadaginn. Mér finnst ekki gaman að meiða aðra. Ég elska að æfa og undirbúa mig en bardagadagurinn gerði aldrei neitt fyrir mig. Nú þarf ég ekki að lemja neinn lengur,“ sagði GSP og brosti.
MMA Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti Fleiri fréttir Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Leiddi endurkomusigur gegn æskufélaginu í fyrsta leiknum „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Dagskráin í dag: Strákarnir okkar í París, lærisveinar Heimis og England í Serbíu Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Sjá meira