Stefán Birgir Jóhannesson var hetja Njarðvíkinga og tryggði þeim jafntefli gegn Þrótti í Lengjubikar karla.
Liðin mættust í Reykjaneshöllinni í kvöld og voru það Njarðvíkingar sem áttu fyrsta markið. Það gerði Arnar Helgi Magnússon á síðustu mínútu fyrri hálfleiks og fóru þeir grænu með eins marks forskot inn í leikhléið.
Þeir bættu svo við strax í upphafi seinni hálfleiks þegar Bergþór Ingi Smárason skoraði.
Þróttarar voru hins vegar ekki lengi að svara. Jasper van der Heyden skoraði fyrsta mark Þróttara á 66. mínútu og Gústav Kári Óskarsson jafnaði á 81. mínútu.
Van der Heyden virtist svo hafa tryggt Reykvíkingum sigurinn þegar hann skoraði á 85. mínútu en Stefán Birgir bjargað stigi fyrir Njarðvík í uppbótartíma seinni hálfleiks.
Njarðvík fer því á topp riðils 2 í A-deild Lengjubikarsins, með einu stigi meira en KR sem á þó leik til góða.
Dramatík suður með sjó
Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar

Mest lesið


„Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“
Íslenski boltinn

„Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“
Íslenski boltinn


„Við þurfum hjálp frá Guði“
Handbolti



„Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“
Íslenski boltinn


Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham
Enski boltinn