Ein óvæntasta frétt dagsins er klárlega sú að lagt hefur verið til að keppt verði í breikdansi á Ólympíuleikunum í París árið 2024.
Breikdans er ein fjögurra íþrótta sem skipuleggjendur leikanna í París hafa lagt til að keppt verði í. Það er líka lagt til að keppt verði á brimbrettum, klifri og hjólabrettum.
Reyndar verður keppt á brimbrettum, klifri og hjólabrettum í Japan árið 2020 en Parísarmenn vilja halda því áfram.
Uppgangur breikdansins hefur eflaust farið fram hjá einhverjum en það var þó keppt í breikdansi á Ólympíuleikum æskunnar á síðasta ári.
Hugsanlega keppt í breikdansi á Ólympíuleikunum
Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Mest lesið


„Menn vissu bara upp á sig sökina“
Körfubolti

Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United
Enski boltinn

Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni
Íslenski boltinn

Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar
Íslenski boltinn




Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín
Íslenski boltinn
