Minnst 70 látnir í eldsvoða í Bangladess Gunnar Reynir Valþórsson og Samúel Karl Ólason skrifa 21. febrúar 2019 10:33 Hverfið sem um ræðir er margra alda gamalt og þar eru afar þröngar götur og mikið um að íbúðarhús séu byggð afar nærri hvort öðru eða sambyggð. AP/Rehman Asad Að minnsta kosti sjötíu eru látnir í miklum húsbruna í höfuðborg Bangladess, Dhaka. Eldurinn læsti sig í nokkur hús í gamla borgarhlutanum og hluti hinna látnu voru gestir brúðkaupsveislu. Minnst 50 eru slasaðir og þar af eru einhverjir alvarlegar brenndir. Hverfið sem um ræðir er margra alda gamalt og þar eru afar þröngar götur og mikið um að íbúðarhús séu byggð afar nærri hvort öðru eða sambyggð. Upptökin voru í íbúðarhúsi þar sem eldfim efni höfðu verið geymd á jarðhæðinni. Síðan barst eldurinn í að minnsta kosti þrjú önnur hús í götunni og var afar erfitt fyrir slökkviliðsmenn að athafna sig, annars vegar vegna þrengsla og hins vegar vegna vatnsskorts í hverfinu. Það tók langan slökkviliðsmenn langan tíma að ná stjórn á eldinum og það að auki tók það þá langan tíma að komast á vettvang vegna hátíðarhalda. Almannavarnir Dhaka segja mörg fórnarlömb hafa verið króuð af af eldhafinu. Þá er talið að mjög erfitt verði að bera kennsl á líkin. Talið er líklegt að fjöldi látinna muni aukast.AP fréttaveitan bendir á að stórslys sem þessi séu tiltölulega algeng í Bangladess. Árið 2012 brann verksmiðja í Dhaka og dóu minnst 112 þá. Skömmu seinna hrundi önnur verksmiðja og dóu rúmlega 1.100 manns. Árið 2010 dóu minnst 123 í eldsvoða í sama hverfi og nú. Þá hétu yfirvöld því að koma í veg fyrir atvinnurekstur í íbúðarhúsnæði og þá sérstaklega að loka verksmiðjum þar sem eldfim efni eru geymd.Íbúar hafa þó mótmælt öllum tilraunum til að taka á vandanum og vísa fyrirtækjum eða íbúum úr tilteknum byggingum. Talið er að líklegt að fjöldi látinna muni aukast.AP/Zabed Hasnain Chowdhury Bangladess Mest lesið Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Enginn læknir á vaktinni Innlent Fleiri fréttir Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Íslandsvinurinn OG Maco látinn Tveir látnir eftir skotbardaga í Noregi „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Sjá meira
Að minnsta kosti sjötíu eru látnir í miklum húsbruna í höfuðborg Bangladess, Dhaka. Eldurinn læsti sig í nokkur hús í gamla borgarhlutanum og hluti hinna látnu voru gestir brúðkaupsveislu. Minnst 50 eru slasaðir og þar af eru einhverjir alvarlegar brenndir. Hverfið sem um ræðir er margra alda gamalt og þar eru afar þröngar götur og mikið um að íbúðarhús séu byggð afar nærri hvort öðru eða sambyggð. Upptökin voru í íbúðarhúsi þar sem eldfim efni höfðu verið geymd á jarðhæðinni. Síðan barst eldurinn í að minnsta kosti þrjú önnur hús í götunni og var afar erfitt fyrir slökkviliðsmenn að athafna sig, annars vegar vegna þrengsla og hins vegar vegna vatnsskorts í hverfinu. Það tók langan slökkviliðsmenn langan tíma að ná stjórn á eldinum og það að auki tók það þá langan tíma að komast á vettvang vegna hátíðarhalda. Almannavarnir Dhaka segja mörg fórnarlömb hafa verið króuð af af eldhafinu. Þá er talið að mjög erfitt verði að bera kennsl á líkin. Talið er líklegt að fjöldi látinna muni aukast.AP fréttaveitan bendir á að stórslys sem þessi séu tiltölulega algeng í Bangladess. Árið 2012 brann verksmiðja í Dhaka og dóu minnst 112 þá. Skömmu seinna hrundi önnur verksmiðja og dóu rúmlega 1.100 manns. Árið 2010 dóu minnst 123 í eldsvoða í sama hverfi og nú. Þá hétu yfirvöld því að koma í veg fyrir atvinnurekstur í íbúðarhúsnæði og þá sérstaklega að loka verksmiðjum þar sem eldfim efni eru geymd.Íbúar hafa þó mótmælt öllum tilraunum til að taka á vandanum og vísa fyrirtækjum eða íbúum úr tilteknum byggingum. Talið er að líklegt að fjöldi látinna muni aukast.AP/Zabed Hasnain Chowdhury
Bangladess Mest lesið Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Enginn læknir á vaktinni Innlent Fleiri fréttir Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Íslandsvinurinn OG Maco látinn Tveir látnir eftir skotbardaga í Noregi „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Sjá meira