Minnst 70 látnir í eldsvoða í Bangladess Gunnar Reynir Valþórsson og Samúel Karl Ólason skrifa 21. febrúar 2019 10:33 Hverfið sem um ræðir er margra alda gamalt og þar eru afar þröngar götur og mikið um að íbúðarhús séu byggð afar nærri hvort öðru eða sambyggð. AP/Rehman Asad Að minnsta kosti sjötíu eru látnir í miklum húsbruna í höfuðborg Bangladess, Dhaka. Eldurinn læsti sig í nokkur hús í gamla borgarhlutanum og hluti hinna látnu voru gestir brúðkaupsveislu. Minnst 50 eru slasaðir og þar af eru einhverjir alvarlegar brenndir. Hverfið sem um ræðir er margra alda gamalt og þar eru afar þröngar götur og mikið um að íbúðarhús séu byggð afar nærri hvort öðru eða sambyggð. Upptökin voru í íbúðarhúsi þar sem eldfim efni höfðu verið geymd á jarðhæðinni. Síðan barst eldurinn í að minnsta kosti þrjú önnur hús í götunni og var afar erfitt fyrir slökkviliðsmenn að athafna sig, annars vegar vegna þrengsla og hins vegar vegna vatnsskorts í hverfinu. Það tók langan slökkviliðsmenn langan tíma að ná stjórn á eldinum og það að auki tók það þá langan tíma að komast á vettvang vegna hátíðarhalda. Almannavarnir Dhaka segja mörg fórnarlömb hafa verið króuð af af eldhafinu. Þá er talið að mjög erfitt verði að bera kennsl á líkin. Talið er líklegt að fjöldi látinna muni aukast.AP fréttaveitan bendir á að stórslys sem þessi séu tiltölulega algeng í Bangladess. Árið 2012 brann verksmiðja í Dhaka og dóu minnst 112 þá. Skömmu seinna hrundi önnur verksmiðja og dóu rúmlega 1.100 manns. Árið 2010 dóu minnst 123 í eldsvoða í sama hverfi og nú. Þá hétu yfirvöld því að koma í veg fyrir atvinnurekstur í íbúðarhúsnæði og þá sérstaklega að loka verksmiðjum þar sem eldfim efni eru geymd.Íbúar hafa þó mótmælt öllum tilraunum til að taka á vandanum og vísa fyrirtækjum eða íbúum úr tilteknum byggingum. Talið er að líklegt að fjöldi látinna muni aukast.AP/Zabed Hasnain Chowdhury Bangladess Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Innlent Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Innlent Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sjá meira
Að minnsta kosti sjötíu eru látnir í miklum húsbruna í höfuðborg Bangladess, Dhaka. Eldurinn læsti sig í nokkur hús í gamla borgarhlutanum og hluti hinna látnu voru gestir brúðkaupsveislu. Minnst 50 eru slasaðir og þar af eru einhverjir alvarlegar brenndir. Hverfið sem um ræðir er margra alda gamalt og þar eru afar þröngar götur og mikið um að íbúðarhús séu byggð afar nærri hvort öðru eða sambyggð. Upptökin voru í íbúðarhúsi þar sem eldfim efni höfðu verið geymd á jarðhæðinni. Síðan barst eldurinn í að minnsta kosti þrjú önnur hús í götunni og var afar erfitt fyrir slökkviliðsmenn að athafna sig, annars vegar vegna þrengsla og hins vegar vegna vatnsskorts í hverfinu. Það tók langan slökkviliðsmenn langan tíma að ná stjórn á eldinum og það að auki tók það þá langan tíma að komast á vettvang vegna hátíðarhalda. Almannavarnir Dhaka segja mörg fórnarlömb hafa verið króuð af af eldhafinu. Þá er talið að mjög erfitt verði að bera kennsl á líkin. Talið er líklegt að fjöldi látinna muni aukast.AP fréttaveitan bendir á að stórslys sem þessi séu tiltölulega algeng í Bangladess. Árið 2012 brann verksmiðja í Dhaka og dóu minnst 112 þá. Skömmu seinna hrundi önnur verksmiðja og dóu rúmlega 1.100 manns. Árið 2010 dóu minnst 123 í eldsvoða í sama hverfi og nú. Þá hétu yfirvöld því að koma í veg fyrir atvinnurekstur í íbúðarhúsnæði og þá sérstaklega að loka verksmiðjum þar sem eldfim efni eru geymd.Íbúar hafa þó mótmælt öllum tilraunum til að taka á vandanum og vísa fyrirtækjum eða íbúum úr tilteknum byggingum. Talið er að líklegt að fjöldi látinna muni aukast.AP/Zabed Hasnain Chowdhury
Bangladess Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Innlent Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Innlent Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sjá meira