Fyrir landið Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 21. febrúar 2019 07:00 Nú, árið 2019, ættu menn að hafa áttað sig á því mikla verðmæti sem felst í stórbrotnum náttúruundrum. Þau eru ekki svo mörg eftir í heimi þar sem græðgissjónarmið hinna virkjanaglöðu hafa ráðið för og leitt til eyðingar á stórfenglegum náttúruperlum. Ekki er langt síðan íslenskir ráðamenn gerðust virkjanaóðir og engu var líkara en þeir vildu virkjun í hvern fjörð. Æðið rann loks af mönnum og þeir endurheimtu vit sitt, eða allavega hluta af því. Í ríkisstjórn Íslands er vinstriflokkur, Vinstri græn, sem hefur umhverfisvernd í hávegum í stefnuskrá sinni og vitnar oft ákaft í þetta baráttumál sitt, allavega á tyllidögum. Umhverfisráðherra landsins er svo annálaður náttúruverndarsinni, sem er skemmtileg tilbreyting, en það hefur hent að einstaklingar sem engan áhuga hafa á verndun náttúrunnar hafa komist til valda í því ráðuneyti. Í þessari ríkisstjórn kemur það fyrst og fremst í hlut Vinstri grænna og hins væna umhverfisráðherra þeirra, Guðmundar Inga Guðbrandssonar, að standa vaktina í umhverfisvernd og sýna alþjóð að einhver meining sé í fögrum stefnumálum. Guðmundur Ingi var eitt sinn framkvæmdastjóri Landverndar, þeirra mikilvægu samtaka sem ótrauð hafa staðið vaktina meðan svo margir aðrir hafa brugðist. Nú hefur Landvernd hafið undirskriftasöfnun til að hvetja til friðlýsingar á áhrifasvæði Hvalárvirkjunar sem fyrirhuguð er á stórbrotnum óbyggðum víðernum á Ströndum. Margoft hefur komið fram hversu skelfileg spjöll verða unnin þarna á svæði sem með sanni má flokka sem einstakt. Sem dæmi má nefna að eitt voldugasta vatnsfall landsins, Drynjandi, verður þurrkað upp. Af þeim fossi hafa landsmenn séð ljósmyndir, ekki síst fyrir tilstilli náttúruverndarsinnans Tómasar Guðbjartssonar sem er meðal þeirra fjölmörgu sem barist hafa fyrir verndun svæðisins. Það er óðs manns æði að fórna fossinum og öðrum náttúruundrum fyrir stundargróða. Þeir sem ábyrgð bera á slíkri fórn verða að gera sér grein fyrir því að þeir kalla yfir sig skömm. Með undirskriftasöfnun Landverndar er skorað á umhverfis- og auðlindaráðherra og forstjóra Umhverfisstofnunar að hraða vinnu á áhrifasvæði Hvalárvirkjunar svo hægt sé að leggja friðlýsinguna fyrir Alþingi á haustþingi. Víst er að hjarta umhverfisráðherra slær með náttúrunni og það hlýtur hjarta forstjóra Umhverfisstofnunar, Kristínar Lindu Árnadóttur, einnig að gera. Samt er ekki víst að það nægi. Fólk sem kemst í áhrifastöður er oft æði lagið við að koma sér undan að taka ákvarðanir sem kallað geta á sterk andmæli, og í þessu máli finnast eitilharðir talsmenn virkjanaáforma sem líklegir eru til að hafa verulega hátt. Íslendingar eru svo lánsamir að eiga enn ósnortin landsvæði þar sem ægifögur náttúra vekur lotningu hjá hverjum þeim sem svo lánsamur er að líta hana augum. Þjóð sem fórnar slíkum svæðum hefur villst illilega af leið. Hún hefur svikið land sitt og komandi kynslóðir. Skömm þeirra sem slíkt gera mun lengi uppi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kolbrún Bergþórsdóttir Mest lesið „Vókið“ er dulbúin frestunarárátta: Gabríel Dagur Valgeirsson Skoðun Vókismi gagnrýndur frá vinstri Andri Sigurðsson Skoðun Styrk stjórn gefur góðan árangur Ásthildur Sturludóttir Skoðun Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir Skoðun „Bara ef það hentar mér“ Hákon Gunnarsson Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun Borgin græna og ábyrgðin gráa Daði Freyr Ólafsson Skoðun Stalín á ekki roð í algrímið Halldóra Mogensen Skoðun Skoðun Skoðun „Vókið“ er dulbúin frestunarárátta: Gabríel Dagur Valgeirsson skrifar Skoðun Vókismi gagnrýndur frá vinstri Andri Sigurðsson skrifar Skoðun Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Styrk stjórn gefur góðan árangur Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun „Bara ef það hentar mér“ Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir skrifar Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson skrifar Skoðun Borgin græna og ábyrgðin gráa Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Stalín á ekki roð í algrímið Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Sorrý, Andrés Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gamalt vín á nýjum belgjum Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við ESB og NATO Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Börnin borga fyrir hagræðinguna í Kópavogi Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hvernig er veðrið þarna uppi? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Að leita er að læra Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar Skoðun Viska: Sterkara stéttarfélag framtíðarinnar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson skrifar Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson skrifar Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson skrifar Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Sjá meira
Nú, árið 2019, ættu menn að hafa áttað sig á því mikla verðmæti sem felst í stórbrotnum náttúruundrum. Þau eru ekki svo mörg eftir í heimi þar sem græðgissjónarmið hinna virkjanaglöðu hafa ráðið för og leitt til eyðingar á stórfenglegum náttúruperlum. Ekki er langt síðan íslenskir ráðamenn gerðust virkjanaóðir og engu var líkara en þeir vildu virkjun í hvern fjörð. Æðið rann loks af mönnum og þeir endurheimtu vit sitt, eða allavega hluta af því. Í ríkisstjórn Íslands er vinstriflokkur, Vinstri græn, sem hefur umhverfisvernd í hávegum í stefnuskrá sinni og vitnar oft ákaft í þetta baráttumál sitt, allavega á tyllidögum. Umhverfisráðherra landsins er svo annálaður náttúruverndarsinni, sem er skemmtileg tilbreyting, en það hefur hent að einstaklingar sem engan áhuga hafa á verndun náttúrunnar hafa komist til valda í því ráðuneyti. Í þessari ríkisstjórn kemur það fyrst og fremst í hlut Vinstri grænna og hins væna umhverfisráðherra þeirra, Guðmundar Inga Guðbrandssonar, að standa vaktina í umhverfisvernd og sýna alþjóð að einhver meining sé í fögrum stefnumálum. Guðmundur Ingi var eitt sinn framkvæmdastjóri Landverndar, þeirra mikilvægu samtaka sem ótrauð hafa staðið vaktina meðan svo margir aðrir hafa brugðist. Nú hefur Landvernd hafið undirskriftasöfnun til að hvetja til friðlýsingar á áhrifasvæði Hvalárvirkjunar sem fyrirhuguð er á stórbrotnum óbyggðum víðernum á Ströndum. Margoft hefur komið fram hversu skelfileg spjöll verða unnin þarna á svæði sem með sanni má flokka sem einstakt. Sem dæmi má nefna að eitt voldugasta vatnsfall landsins, Drynjandi, verður þurrkað upp. Af þeim fossi hafa landsmenn séð ljósmyndir, ekki síst fyrir tilstilli náttúruverndarsinnans Tómasar Guðbjartssonar sem er meðal þeirra fjölmörgu sem barist hafa fyrir verndun svæðisins. Það er óðs manns æði að fórna fossinum og öðrum náttúruundrum fyrir stundargróða. Þeir sem ábyrgð bera á slíkri fórn verða að gera sér grein fyrir því að þeir kalla yfir sig skömm. Með undirskriftasöfnun Landverndar er skorað á umhverfis- og auðlindaráðherra og forstjóra Umhverfisstofnunar að hraða vinnu á áhrifasvæði Hvalárvirkjunar svo hægt sé að leggja friðlýsinguna fyrir Alþingi á haustþingi. Víst er að hjarta umhverfisráðherra slær með náttúrunni og það hlýtur hjarta forstjóra Umhverfisstofnunar, Kristínar Lindu Árnadóttur, einnig að gera. Samt er ekki víst að það nægi. Fólk sem kemst í áhrifastöður er oft æði lagið við að koma sér undan að taka ákvarðanir sem kallað geta á sterk andmæli, og í þessu máli finnast eitilharðir talsmenn virkjanaáforma sem líklegir eru til að hafa verulega hátt. Íslendingar eru svo lánsamir að eiga enn ósnortin landsvæði þar sem ægifögur náttúra vekur lotningu hjá hverjum þeim sem svo lánsamur er að líta hana augum. Þjóð sem fórnar slíkum svæðum hefur villst illilega af leið. Hún hefur svikið land sitt og komandi kynslóðir. Skömm þeirra sem slíkt gera mun lengi uppi.
Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson Skoðun
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun
Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun
Skoðun Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson skrifar
Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar
Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar
Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson Skoðun
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun
Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun