Umhverfisráðherra ósammála ákvörðun um áframhaldandi hvalveiðar Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 20. febrúar 2019 20:00 Umhverfisráðherra segist afar ósammála ákvörðun sjávarútvegsráðherra um að gefa út áframhaldandi hvalveiðikvóta og þingmaður Vinstri grænna segist efast um að veiðarnar séu sjálfbærar. Fleiri Íslendingar eru andvígir hvalveiðum en þeir sem eru hlynntir samkvæmt nýlegri könnun. Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, undirritaði í gær reglugerð sem heimilar áframhaldandi veiðar á langreyði og hrefnu til næstu fimm ára. Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra kveðst afar ósammála ákvörðuninni. „Það er alveg ljóst og ég tel að við þurfum að byggja þessa ákvarðanatöku upp á fleiru heldur en bara vísindaráðgjöf Hafrannsóknarstofnunar, það þurfi að líta meira til efnahagslegra og samfélagslegra áhrifa eins og ég hef bent á áður,“ segir Guðmundir Ingi. „Þetta var ekki rætt í ríkisstjórn, þetta er náttúrlega ákvörðun ráðherrans, hann hefur heimildir til þess að gera þetta.“ Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir er þingflokksformaður VG.vísir/vilhelmBjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingflokksformaður Vinstri grænna gerði málið jafnframt að umræðuefni á Alþingi í dag. „Engir útreikningar eru til staðar um það hver áhrifin gætu verið á stórauknum hvalveiðum við Íslandsstrendur, ekki síst á hvalaskoðunarfyrirtækin og ferðaþjónustuna í heild,“ sagði Bjarkey meðal annars í ræðunni sem hún flutti undir dagskrárliðnum störf þingsins.35,7% segjast andvígir Samkvæmt könnun sem Gallup vann fyrir náttúruverndarsamtökin Jarðarvini í október og nóvember í fyrra segjast 35,7% þátttakenda vera andvígir því að veiðar á langreyði verði leyfðar. Ögn færri, eða 35,1% segjast hlynntir og 29,2% segjast hvorki hlynntir né andvígir. Sjávarútvegsráðherra stendur keikur við ákvörðun sína og kveðst ekki óttast að hún valdi titringi í ríkisstjórnarsamstarfinu. „Eðlilega eru skiptar skoðanir á þessu og ég virði alveg skoðanir Vinstri grænna í þessu. Þetta er á verksviði sjávarútvegsráðherra hverju sinni og honum er falið þetta verkefni og þarf að sinna því eins vel og hann framast getur og þetta er sú ákvörðun sem að ég tek á grunni þeirra upplýsinga sem mér hafa verið bornar og ég stend að sjálfsögðu með henni,“ segir Kristján Þór.Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra,Vísir/vilhelm Alþingi Hvalveiðar Vinstri græn Tengdar fréttir Ný reglugerð heimilar áframhaldandi veiðar á langreyði og hrefnu til ársins 2023 Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur í dag gefið út reglugerð sem heimilar áframhaldandi veiðar á langreyði og hrefnu árin 2019 til 2023. 19. febrúar 2019 17:45 Telur að sjávarútvegsráðherra stilli sér upp gegn náttúruvernd Formaður náttúruverndarsamtaka Íslands segir nauðsynlegt að styrkja málsstað Íslands á alþjóðavettvangi og til þess þurfi meðal annars að hætta hvaladrápi. 20. febrúar 2019 14:30 Hafró telur veiðar á hrefnu og langreyðum ekki hafa haft neikvæð áhrif á stofnana Sjávarútvegsráðherra óskaði eftir áliti Hafró á þeim vistfræðilegu forsendum sem Hagfræðistofnun grundvallaði niðurstöður sínar á.í hvalveiðiskýrslu sinni. 18. febrúar 2019 17:55 Gagnrýnir ákvörðun sjávarútvegsráðherra um áframhaldandi hvalveiðar Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, segir að ákvörðun Kristjáns Þórs Júlíussonar, sjávarútvegsráðherra, um að heimila áfram hvalveiðar hér við land séu henni mikil vonbrigði. 20. febrúar 2019 15:57 Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara Erlent Fleiri fréttir Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Sjá meira
Umhverfisráðherra segist afar ósammála ákvörðun sjávarútvegsráðherra um að gefa út áframhaldandi hvalveiðikvóta og þingmaður Vinstri grænna segist efast um að veiðarnar séu sjálfbærar. Fleiri Íslendingar eru andvígir hvalveiðum en þeir sem eru hlynntir samkvæmt nýlegri könnun. Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, undirritaði í gær reglugerð sem heimilar áframhaldandi veiðar á langreyði og hrefnu til næstu fimm ára. Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra kveðst afar ósammála ákvörðuninni. „Það er alveg ljóst og ég tel að við þurfum að byggja þessa ákvarðanatöku upp á fleiru heldur en bara vísindaráðgjöf Hafrannsóknarstofnunar, það þurfi að líta meira til efnahagslegra og samfélagslegra áhrifa eins og ég hef bent á áður,“ segir Guðmundir Ingi. „Þetta var ekki rætt í ríkisstjórn, þetta er náttúrlega ákvörðun ráðherrans, hann hefur heimildir til þess að gera þetta.“ Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir er þingflokksformaður VG.vísir/vilhelmBjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingflokksformaður Vinstri grænna gerði málið jafnframt að umræðuefni á Alþingi í dag. „Engir útreikningar eru til staðar um það hver áhrifin gætu verið á stórauknum hvalveiðum við Íslandsstrendur, ekki síst á hvalaskoðunarfyrirtækin og ferðaþjónustuna í heild,“ sagði Bjarkey meðal annars í ræðunni sem hún flutti undir dagskrárliðnum störf þingsins.35,7% segjast andvígir Samkvæmt könnun sem Gallup vann fyrir náttúruverndarsamtökin Jarðarvini í október og nóvember í fyrra segjast 35,7% þátttakenda vera andvígir því að veiðar á langreyði verði leyfðar. Ögn færri, eða 35,1% segjast hlynntir og 29,2% segjast hvorki hlynntir né andvígir. Sjávarútvegsráðherra stendur keikur við ákvörðun sína og kveðst ekki óttast að hún valdi titringi í ríkisstjórnarsamstarfinu. „Eðlilega eru skiptar skoðanir á þessu og ég virði alveg skoðanir Vinstri grænna í þessu. Þetta er á verksviði sjávarútvegsráðherra hverju sinni og honum er falið þetta verkefni og þarf að sinna því eins vel og hann framast getur og þetta er sú ákvörðun sem að ég tek á grunni þeirra upplýsinga sem mér hafa verið bornar og ég stend að sjálfsögðu með henni,“ segir Kristján Þór.Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra,Vísir/vilhelm
Alþingi Hvalveiðar Vinstri græn Tengdar fréttir Ný reglugerð heimilar áframhaldandi veiðar á langreyði og hrefnu til ársins 2023 Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur í dag gefið út reglugerð sem heimilar áframhaldandi veiðar á langreyði og hrefnu árin 2019 til 2023. 19. febrúar 2019 17:45 Telur að sjávarútvegsráðherra stilli sér upp gegn náttúruvernd Formaður náttúruverndarsamtaka Íslands segir nauðsynlegt að styrkja málsstað Íslands á alþjóðavettvangi og til þess þurfi meðal annars að hætta hvaladrápi. 20. febrúar 2019 14:30 Hafró telur veiðar á hrefnu og langreyðum ekki hafa haft neikvæð áhrif á stofnana Sjávarútvegsráðherra óskaði eftir áliti Hafró á þeim vistfræðilegu forsendum sem Hagfræðistofnun grundvallaði niðurstöður sínar á.í hvalveiðiskýrslu sinni. 18. febrúar 2019 17:55 Gagnrýnir ákvörðun sjávarútvegsráðherra um áframhaldandi hvalveiðar Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, segir að ákvörðun Kristjáns Þórs Júlíussonar, sjávarútvegsráðherra, um að heimila áfram hvalveiðar hér við land séu henni mikil vonbrigði. 20. febrúar 2019 15:57 Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara Erlent Fleiri fréttir Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Sjá meira
Ný reglugerð heimilar áframhaldandi veiðar á langreyði og hrefnu til ársins 2023 Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur í dag gefið út reglugerð sem heimilar áframhaldandi veiðar á langreyði og hrefnu árin 2019 til 2023. 19. febrúar 2019 17:45
Telur að sjávarútvegsráðherra stilli sér upp gegn náttúruvernd Formaður náttúruverndarsamtaka Íslands segir nauðsynlegt að styrkja málsstað Íslands á alþjóðavettvangi og til þess þurfi meðal annars að hætta hvaladrápi. 20. febrúar 2019 14:30
Hafró telur veiðar á hrefnu og langreyðum ekki hafa haft neikvæð áhrif á stofnana Sjávarútvegsráðherra óskaði eftir áliti Hafró á þeim vistfræðilegu forsendum sem Hagfræðistofnun grundvallaði niðurstöður sínar á.í hvalveiðiskýrslu sinni. 18. febrúar 2019 17:55
Gagnrýnir ákvörðun sjávarútvegsráðherra um áframhaldandi hvalveiðar Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, segir að ákvörðun Kristjáns Þórs Júlíussonar, sjávarútvegsráðherra, um að heimila áfram hvalveiðar hér við land séu henni mikil vonbrigði. 20. febrúar 2019 15:57