Edda æfir á Mallorca með jákvæðni að leiðarljósi: „Brekkur eru frábærar“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. febrúar 2019 16:00 Guðlaug Edda Hannesdóttir. Mynd/Fésbókarsíða Eddu Besta þríþrautarkona Íslands slær ekki slöku við þessa dagana á meðan hún vinnur markvisst af því að vinna sér sæti á Ólympíuleikunum í Tókýó sem fara fram á næsta ári. Þríþrautarkonan Guðlaug Edda Hannesdóttir er nú stödd í æfingabúðum á Mallorca á Spáni og eins og áður þá leyfir hún aðdáendum sínum að fylgjast með á Fésbókinni. Guðlaug Edda er ein af átta íslenskum íþróttamönnum sem Ólympíusamhjálpin styrkir vegna undirbúnings fyrir Tókýó 2020. Ísland hefur aldrei átt þríþrautarkonu á Ólympíuleikum. Edda segir frá erfiðri hlaupaæfingu í nýjasta pistil sínum en hún hefur lagt mikla áherslu á andlega hlutann í æfingum sínum. Gott dæmi um það er hvernig hún tókst á við mjög krefjandi hluta brautarinnar. „Eftir nokkrar endurtekningar kom stór brekka í skóginum sem ég vissi ekki af, og hugurinn fór strax í „Ó nei, þetta gengur ekki og var ekki planið. Mig langar ekki að hlaupa upp brekkuna og næ ekki að fara jafn hratt og ég vildi. Plús það að brekku sprettir eru drulluerfiðir,” segir Edda en tók sjálfa sig síðan í gegn. „En mér tókst að endurskrifa þessar hugsanir með jákvæðni að leiðarljósi: „Þetta er frábært tækifæri til þess að verða sterkari. Brekkur eru frábærar fyrir formið og handavinnu, og skítt með pace-ið að hlaupa upp þessa brekku gerir mig bara betri. Plús ég fæ að hlaupa niður eftir á,“ skrifaði Edda. Sem þríþrautarkona þá þarf Edda að æfa hlaup, sund og hjólreiðar og í dag er komið að hjólaæfingu. „Það er erfið hjólaæfing á dagskrá í dag þar sem markmiðið er að hanga með strákunum eins lengi og ég get, og síðan aðeins lengur en það . Plús það að þjálfarinn splæsir kampvíni ef við náum KOM eða QOM, þannig það er til mikils að vinna!! Vonum að líkaminn og hausinn verði samvinnuþýðir,“ skrifaði Edda en það má sjá allan pistil hennar hér fyrir neðan. Aðrar íþróttir Ólympíuleikar Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Sport Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Formúla 1 „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Fótbolti „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fótbolti Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning Fótbolti Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Fótbolti Ein stærsta stjarna NFL fær að heyra það: Þú ert feitur Sport Sláandi tölfræði Sveindísar: Eitt skot á markið á 419 mínútum á EM Fótbolti Fleiri fréttir „Vissulega eru það vonbrigði“ Ein stærsta stjarna NFL fær að heyra það: Þú ert feitur „Þetta er það sem að mann dreymdi um“ „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Fattaði ekki að hún væri búin að vinna Svona var blaðamannafundurinn fyrir leikinn gegn Noregi Sláandi tölfræði Sveindísar: Eitt skot á markið á 419 mínútum á EM Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn „Að hlusta á ræður hjá henni gefur mér enn gæsahúð“ Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fagnaði ekki mörkunum tveimur gegn uppeldisfélaginu Fannst látinn í hótelherbergi sínu Dagskráin í dag: Snóker í öll mál Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Ísland í öðru sæti eftir fyrsta keppnisdag á Evrópumótinu Pedro skaut Chelsea í úrslitin Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Óska eftir að að fyrsta leik deildarinnar verði frestað Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Svíþjóð örugglega áfram í átta liða úrslit Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sjá meira
Besta þríþrautarkona Íslands slær ekki slöku við þessa dagana á meðan hún vinnur markvisst af því að vinna sér sæti á Ólympíuleikunum í Tókýó sem fara fram á næsta ári. Þríþrautarkonan Guðlaug Edda Hannesdóttir er nú stödd í æfingabúðum á Mallorca á Spáni og eins og áður þá leyfir hún aðdáendum sínum að fylgjast með á Fésbókinni. Guðlaug Edda er ein af átta íslenskum íþróttamönnum sem Ólympíusamhjálpin styrkir vegna undirbúnings fyrir Tókýó 2020. Ísland hefur aldrei átt þríþrautarkonu á Ólympíuleikum. Edda segir frá erfiðri hlaupaæfingu í nýjasta pistil sínum en hún hefur lagt mikla áherslu á andlega hlutann í æfingum sínum. Gott dæmi um það er hvernig hún tókst á við mjög krefjandi hluta brautarinnar. „Eftir nokkrar endurtekningar kom stór brekka í skóginum sem ég vissi ekki af, og hugurinn fór strax í „Ó nei, þetta gengur ekki og var ekki planið. Mig langar ekki að hlaupa upp brekkuna og næ ekki að fara jafn hratt og ég vildi. Plús það að brekku sprettir eru drulluerfiðir,” segir Edda en tók sjálfa sig síðan í gegn. „En mér tókst að endurskrifa þessar hugsanir með jákvæðni að leiðarljósi: „Þetta er frábært tækifæri til þess að verða sterkari. Brekkur eru frábærar fyrir formið og handavinnu, og skítt með pace-ið að hlaupa upp þessa brekku gerir mig bara betri. Plús ég fæ að hlaupa niður eftir á,“ skrifaði Edda. Sem þríþrautarkona þá þarf Edda að æfa hlaup, sund og hjólreiðar og í dag er komið að hjólaæfingu. „Það er erfið hjólaæfing á dagskrá í dag þar sem markmiðið er að hanga með strákunum eins lengi og ég get, og síðan aðeins lengur en það . Plús það að þjálfarinn splæsir kampvíni ef við náum KOM eða QOM, þannig það er til mikils að vinna!! Vonum að líkaminn og hausinn verði samvinnuþýðir,“ skrifaði Edda en það má sjá allan pistil hennar hér fyrir neðan.
Aðrar íþróttir Ólympíuleikar Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Sport Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Formúla 1 „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Fótbolti „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fótbolti Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning Fótbolti Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Fótbolti Ein stærsta stjarna NFL fær að heyra það: Þú ert feitur Sport Sláandi tölfræði Sveindísar: Eitt skot á markið á 419 mínútum á EM Fótbolti Fleiri fréttir „Vissulega eru það vonbrigði“ Ein stærsta stjarna NFL fær að heyra það: Þú ert feitur „Þetta er það sem að mann dreymdi um“ „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Fattaði ekki að hún væri búin að vinna Svona var blaðamannafundurinn fyrir leikinn gegn Noregi Sláandi tölfræði Sveindísar: Eitt skot á markið á 419 mínútum á EM Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn „Að hlusta á ræður hjá henni gefur mér enn gæsahúð“ Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fagnaði ekki mörkunum tveimur gegn uppeldisfélaginu Fannst látinn í hótelherbergi sínu Dagskráin í dag: Snóker í öll mál Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Ísland í öðru sæti eftir fyrsta keppnisdag á Evrópumótinu Pedro skaut Chelsea í úrslitin Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Óska eftir að að fyrsta leik deildarinnar verði frestað Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Svíþjóð örugglega áfram í átta liða úrslit Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sjá meira