Skattar og jöfnuður Oddný Harðardóttir skrifar 20. febrúar 2019 07:00 Alþýðusamband Íslands hefur í rúm 100 ár barist fyrir mikilvægum jöfnunar- og velferðarmálum í samfélagi okkar. Í því sambandi má nefna almannatryggingar, orlofsrétt, atvinnuleysistryggingar, fæðingarorlof, vökulögin, launajafnrétti og margt fleira sem sátt er um að telja sjálfsögð réttindi, en þurfti svo sannarlega að berjast fyrir. Í yfirstandandi kjarabaráttu leggur ASÍ áherslu á að skattkerfinu verði beitt til aukins jafnaðar, að barnabótakerfið verði styrkt og að á húsnæðisvandanum verði tekið af festu með aðgerðum sem virka. Skattabreytingar undanfarinna ára hafa verið launafólki með lágar- og meðaltekjur í óhag. Það sýna öll gögn. Að sama skapi hefur hátekju- og stóreignafólk hagnast verulega á þeim sömu breytingum. Bótakerfin hafa líka markvisst verið veikt. Upphæðin sem ríkisstjórnarflokkarnir samþykktu að verja til barnabóta í ár er að raungildi tæplega sú sama og samþykkt var fyrir árið 2013, síðasta ár síðustu vinstri stjórnar hér á landi. Á undanförnum sex árum hafa vel á annan tug þúsunda fjölskyldna dottið út úr kerfinu vegna grimmra tekjutenginga og skerðinga og enn fleiri hafa dottið út úr vaxtabótakerfinu. Ríkisstjórnarflokkarnir hæla sér af því að um 2.000 fleiri fjölskyldur fái barnabætur í ár en í fyrra. Það er dropi í hafið og skammarlega lítið skref. Nauðsynlegt er að gera miklu betur, enda fá fjölskyldur með meðallaun engar barnabætur. Og fæðingum fækkar á meðan eldra fólki fjölgar. Samfylkingin styður skattahugmyndir ASÍ. Verði unnið eftir þeim við útfærslu breytinga á skattkerfinu mun jöfnuður aukast á Íslandi. Það er ekki aðeins til góðs fyrir láglauna- og meðaltekjufólk sem fær fleiri aura í veskið og ekki aðeins gott fyrir ungar fjölskyldur og þá eldri sem þurfa að reiða sig á greiðslur Tryggingastofnunar – heldur mun allt samfélagið hagnast og verða betra og réttlátara. Rétt eins og aðrar samfélagsumbætur hafa gert sem ASÍ hefur barist fyrir og siglt í höfn.Höfundur er þingflokksformaður Samfylkingarinnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Skattar og tollar Mest lesið Halldór 06.09.2025 Halldór Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson Skoðun Skoðun Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Alþýðusamband Íslands hefur í rúm 100 ár barist fyrir mikilvægum jöfnunar- og velferðarmálum í samfélagi okkar. Í því sambandi má nefna almannatryggingar, orlofsrétt, atvinnuleysistryggingar, fæðingarorlof, vökulögin, launajafnrétti og margt fleira sem sátt er um að telja sjálfsögð réttindi, en þurfti svo sannarlega að berjast fyrir. Í yfirstandandi kjarabaráttu leggur ASÍ áherslu á að skattkerfinu verði beitt til aukins jafnaðar, að barnabótakerfið verði styrkt og að á húsnæðisvandanum verði tekið af festu með aðgerðum sem virka. Skattabreytingar undanfarinna ára hafa verið launafólki með lágar- og meðaltekjur í óhag. Það sýna öll gögn. Að sama skapi hefur hátekju- og stóreignafólk hagnast verulega á þeim sömu breytingum. Bótakerfin hafa líka markvisst verið veikt. Upphæðin sem ríkisstjórnarflokkarnir samþykktu að verja til barnabóta í ár er að raungildi tæplega sú sama og samþykkt var fyrir árið 2013, síðasta ár síðustu vinstri stjórnar hér á landi. Á undanförnum sex árum hafa vel á annan tug þúsunda fjölskyldna dottið út úr kerfinu vegna grimmra tekjutenginga og skerðinga og enn fleiri hafa dottið út úr vaxtabótakerfinu. Ríkisstjórnarflokkarnir hæla sér af því að um 2.000 fleiri fjölskyldur fái barnabætur í ár en í fyrra. Það er dropi í hafið og skammarlega lítið skref. Nauðsynlegt er að gera miklu betur, enda fá fjölskyldur með meðallaun engar barnabætur. Og fæðingum fækkar á meðan eldra fólki fjölgar. Samfylkingin styður skattahugmyndir ASÍ. Verði unnið eftir þeim við útfærslu breytinga á skattkerfinu mun jöfnuður aukast á Íslandi. Það er ekki aðeins til góðs fyrir láglauna- og meðaltekjufólk sem fær fleiri aura í veskið og ekki aðeins gott fyrir ungar fjölskyldur og þá eldri sem þurfa að reiða sig á greiðslur Tryggingastofnunar – heldur mun allt samfélagið hagnast og verða betra og réttlátara. Rétt eins og aðrar samfélagsumbætur hafa gert sem ASÍ hefur barist fyrir og siglt í höfn.Höfundur er þingflokksformaður Samfylkingarinnar
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun