Andvíg þvingunum en ekki bólusetningum Jóhann Óli Eiðsson skrifar 9. mars 2019 07:00 Halldóra hefur verið þráspurð um skoðanir sínar. FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR Reglulega er Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata og formaður velferðarnefndar, spurð hvort hún sé á móti bólusetningum við sjúkdómum. Ástæðan er ein af fyrstu ræðum hennar úr pontu þingsins. Halldóra hafnar því að hún sé andvíg bólusetningum en telur ekki rétt að skikka fólk til þeirra. Undanfarna daga hefur verið mikil umræða um bólusetningar og mikilvægi þeirra eftir að fjögur tilfelli af mislingum greindust hér á landi. Þá var fimmta smitið staðfest í gær. Á hluta heilsugæsla hefur starfsfólk nánast verið í færibandavinnu við bólusetningu. Sumum finnst ekki nægilega langt gengið og telja rétt að skikka fólk til að bólusetja börn sín. Umrædd ræða Halldóru var sú áttunda sem hún flutti í þingsal en þá var hún varaþingmaður Pírata. Umfjöllunarefnið voru viðbrögð við frétt Stöðvar 2 þar sem rætt var við móður sem bólusetti ekki yngra barn sitt vegna gruns um að eldra barn hefði brugðist illa við bólusetningu. „Maður spyr: Af hverju er ekki hægt að ræða bólusetningar á yfirvegaðan hátt eins og hvert annað mál? Hvað er fólk svona hrætt við?“ spurði Halldóra meðal annars í ræðunni. „Það hefur alltaf verið ríkt í mér að stökkva til varnar viðkvæmustu hópum samfélagsins sem komið er fram við á óréttmætan hátt. Þá skiptir litlu máli hvert málefnið er. Þarna var kona í viðkvæmum aðstæðum að lýsa reynslu sinni og hún var kölluð ógeðfelldum nöfnum vegna þess. Það var aðallega það sem ég var að bregðast við,“ segir Halldóra. Nefndarformaðurinn segist vilja leggja sín lóð á vogarskálarnar til að forða því að einhver umræðuefni verði tabú og að hömlur verði settar á það hvað megi segja og hvað ekki. Hættulegt sé ef mál fari í þann farveg. „Fólk hættir ekkert að tala um aðrar hliðar en það verður jaðarsett við það. Sú umræða færist í skuggann og til verður hópur fólks sem fær engin utanaðkomandi rök inn í sína búbblu,“ segir Halldóra. Af þeim sökum sé hún ekki hlynnt því að bólusetningar verði gerðar að einhvers konar skyldu. „Ég er sammála sóttvarnalækni um að slíkt gæti haft öfug áhrif. Hluti sem þessa ber að tækla með fræðslu.“ Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Tengdar fréttir Fimmta mislingatilfellið staðfest Í dag staðfesti veirufræðideild Landspítala nýtt mislingatilfelli og er það fimmta tilfellið sem staðfest hefur verið frá því 18. febrúar síðastliðinn. 8. mars 2019 17:11 Íhugar að endurvekja bólusetningatillögu: „Eitthvað þurfum við að gera“ Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, íhugar að leggja aftur fram tillögu þess efnis að almennar bólusetningar verði gerðar að skilyrði fyrir inntöku barna á leikskólum borgarinnar. 7. mars 2019 17:34 Vakta tugi einstaklinga vegna gruns um mislinga Ekkert nýsmit var skráð í gær en mikið var að gera á símavakt Læknavaktarinnar í gær. Sóttvarnalæknir segir tugi einstaklinga undir smásjá heilbrigðisyfirvalda vegna hugsanlegs smits. Nýsmit gætu komið fram á næstu tíu dögum. 7. mars 2019 06:00 Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Bandamaður Trumps skotinn á fjölmennum viðburði Erlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Fleiri fréttir Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Sjá meira
Reglulega er Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata og formaður velferðarnefndar, spurð hvort hún sé á móti bólusetningum við sjúkdómum. Ástæðan er ein af fyrstu ræðum hennar úr pontu þingsins. Halldóra hafnar því að hún sé andvíg bólusetningum en telur ekki rétt að skikka fólk til þeirra. Undanfarna daga hefur verið mikil umræða um bólusetningar og mikilvægi þeirra eftir að fjögur tilfelli af mislingum greindust hér á landi. Þá var fimmta smitið staðfest í gær. Á hluta heilsugæsla hefur starfsfólk nánast verið í færibandavinnu við bólusetningu. Sumum finnst ekki nægilega langt gengið og telja rétt að skikka fólk til að bólusetja börn sín. Umrædd ræða Halldóru var sú áttunda sem hún flutti í þingsal en þá var hún varaþingmaður Pírata. Umfjöllunarefnið voru viðbrögð við frétt Stöðvar 2 þar sem rætt var við móður sem bólusetti ekki yngra barn sitt vegna gruns um að eldra barn hefði brugðist illa við bólusetningu. „Maður spyr: Af hverju er ekki hægt að ræða bólusetningar á yfirvegaðan hátt eins og hvert annað mál? Hvað er fólk svona hrætt við?“ spurði Halldóra meðal annars í ræðunni. „Það hefur alltaf verið ríkt í mér að stökkva til varnar viðkvæmustu hópum samfélagsins sem komið er fram við á óréttmætan hátt. Þá skiptir litlu máli hvert málefnið er. Þarna var kona í viðkvæmum aðstæðum að lýsa reynslu sinni og hún var kölluð ógeðfelldum nöfnum vegna þess. Það var aðallega það sem ég var að bregðast við,“ segir Halldóra. Nefndarformaðurinn segist vilja leggja sín lóð á vogarskálarnar til að forða því að einhver umræðuefni verði tabú og að hömlur verði settar á það hvað megi segja og hvað ekki. Hættulegt sé ef mál fari í þann farveg. „Fólk hættir ekkert að tala um aðrar hliðar en það verður jaðarsett við það. Sú umræða færist í skuggann og til verður hópur fólks sem fær engin utanaðkomandi rök inn í sína búbblu,“ segir Halldóra. Af þeim sökum sé hún ekki hlynnt því að bólusetningar verði gerðar að einhvers konar skyldu. „Ég er sammála sóttvarnalækni um að slíkt gæti haft öfug áhrif. Hluti sem þessa ber að tækla með fræðslu.“
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Tengdar fréttir Fimmta mislingatilfellið staðfest Í dag staðfesti veirufræðideild Landspítala nýtt mislingatilfelli og er það fimmta tilfellið sem staðfest hefur verið frá því 18. febrúar síðastliðinn. 8. mars 2019 17:11 Íhugar að endurvekja bólusetningatillögu: „Eitthvað þurfum við að gera“ Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, íhugar að leggja aftur fram tillögu þess efnis að almennar bólusetningar verði gerðar að skilyrði fyrir inntöku barna á leikskólum borgarinnar. 7. mars 2019 17:34 Vakta tugi einstaklinga vegna gruns um mislinga Ekkert nýsmit var skráð í gær en mikið var að gera á símavakt Læknavaktarinnar í gær. Sóttvarnalæknir segir tugi einstaklinga undir smásjá heilbrigðisyfirvalda vegna hugsanlegs smits. Nýsmit gætu komið fram á næstu tíu dögum. 7. mars 2019 06:00 Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Bandamaður Trumps skotinn á fjölmennum viðburði Erlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Fleiri fréttir Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Sjá meira
Fimmta mislingatilfellið staðfest Í dag staðfesti veirufræðideild Landspítala nýtt mislingatilfelli og er það fimmta tilfellið sem staðfest hefur verið frá því 18. febrúar síðastliðinn. 8. mars 2019 17:11
Íhugar að endurvekja bólusetningatillögu: „Eitthvað þurfum við að gera“ Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, íhugar að leggja aftur fram tillögu þess efnis að almennar bólusetningar verði gerðar að skilyrði fyrir inntöku barna á leikskólum borgarinnar. 7. mars 2019 17:34
Vakta tugi einstaklinga vegna gruns um mislinga Ekkert nýsmit var skráð í gær en mikið var að gera á símavakt Læknavaktarinnar í gær. Sóttvarnalæknir segir tugi einstaklinga undir smásjá heilbrigðisyfirvalda vegna hugsanlegs smits. Nýsmit gætu komið fram á næstu tíu dögum. 7. mars 2019 06:00