Viðar segir að eitthvað hafi verið um verkfallsbrot Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 8. mars 2019 17:12 Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, segir að eitthvað hafi verið um verkfallsbrot í dag en félagsmenn Eflingar sem starfa við þrif á hótelum lögðu niður störf klukkan tíu í morgun og stendur verkfallið til miðnættis. Vísir/vilhelm Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, segir að eitthvað hafi verið um verkfallsbrot í dag en félagsmenn Eflingar sem starfa við þrif á hótelum lögðu niður störf klukkan tíu í morgun og stendur verkfallið til miðnættis. Viðar segir í samtali við fréttastofu að allnokkur fjöldi manns á vegum Eflingar hefði farið í teymum á milli flestra hótela Reykjavíkurborgar til að gæta að því að ekki yrðu framin verkfallsbrot. Þrátt fyrir að verkfallsverðir Eflingar hefðu orðið varir við verkfallsbrot er það mat Viðars að þau hefðu hvorki verið gróf né víðtæk. „Við höldum mjög vel utan um það og söfnum því saman hjá okkur. Við munum svo leggjast yfir það núna strax eftir helgi með lögmanni okkar hvernig verður brugðist við.“ Viðar segist vera meðvitaður um það að í verkfalli geti sum tilfellanna verið álitamál og því verði þau að meta það hvort þau aðhafist frekar. „Við erum alveg hörð á því að við áskilum okkur allan rétt til þess að fara eftir atvikum alla leið með slík mál því þetta er brot náttúrulega á lögum um stéttarfélög og vinnudeilur og er það eitthvað sem félagsdómur getur fjallað um en það skýrist betur eftir helgi.“Fjöldi fólks lagði leið sína í kröfugöngu Eflingar.Vísir/vilhelmViðar segir að dagurinn í dag hefði einkennst af baráttugleði. „Það er nú búið að skamma okkur mikið fyrir að lýsa tilfinningum okkar í garð þessa dags og þessara verkfallsaðgerða en ég held að fólk þurfi bara að átta sig á því að verkalýðsbaráttu, þó hún sé hörð og komi ekki til af góðu, fylgir engu að síður engu að síður mjög sönn gleði og það var eitthvað sem skein úr augum okkar félagsmanna í dag,“ segir Viðar. Hans tilfinning er sú að fólk sé mjög óhrætt og baráttuglatt upp til hópa. Það sé búið að fá nóg af því að samfélagið líti á sig sem undirsett fólk og er tilbúið að bjóða því birginn.Eru þetta kaflaskil? „Ég verð að segja það. Það var tilfinningin sem ég fékk þegar ég hlustaði á ræðurnar á Lækjartorgi í hádeginu.“ Kjaramál Verkföll 2019 Tengdar fréttir Verkfallsvaktin: Hótelstarfsfólk leggur niður störf Verkfall um sjö hundruð félagsmanna Eflingar á hótelum og gistihúsum skellur á klukkan tíu og stendur til miðnættis í kvöld. Félagsdómur dæmdi aðgerðirnar löglegar í gær. 8. mars 2019 08:52 „Er mjög slæmt að Ísland sé dýrasti áfangastaður í heimi?“ Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar gefur lítið fyrir fullyrðingar formanns Fyrirtækja í hótel- og gistiþjónustu þess efnis að laun Eflingarfólks hafi hækkað um 75 prósent í evrum talið síðustu fimm ár. 8. mars 2019 09:06 Mest lesið Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, segir að eitthvað hafi verið um verkfallsbrot í dag en félagsmenn Eflingar sem starfa við þrif á hótelum lögðu niður störf klukkan tíu í morgun og stendur verkfallið til miðnættis. Viðar segir í samtali við fréttastofu að allnokkur fjöldi manns á vegum Eflingar hefði farið í teymum á milli flestra hótela Reykjavíkurborgar til að gæta að því að ekki yrðu framin verkfallsbrot. Þrátt fyrir að verkfallsverðir Eflingar hefðu orðið varir við verkfallsbrot er það mat Viðars að þau hefðu hvorki verið gróf né víðtæk. „Við höldum mjög vel utan um það og söfnum því saman hjá okkur. Við munum svo leggjast yfir það núna strax eftir helgi með lögmanni okkar hvernig verður brugðist við.“ Viðar segist vera meðvitaður um það að í verkfalli geti sum tilfellanna verið álitamál og því verði þau að meta það hvort þau aðhafist frekar. „Við erum alveg hörð á því að við áskilum okkur allan rétt til þess að fara eftir atvikum alla leið með slík mál því þetta er brot náttúrulega á lögum um stéttarfélög og vinnudeilur og er það eitthvað sem félagsdómur getur fjallað um en það skýrist betur eftir helgi.“Fjöldi fólks lagði leið sína í kröfugöngu Eflingar.Vísir/vilhelmViðar segir að dagurinn í dag hefði einkennst af baráttugleði. „Það er nú búið að skamma okkur mikið fyrir að lýsa tilfinningum okkar í garð þessa dags og þessara verkfallsaðgerða en ég held að fólk þurfi bara að átta sig á því að verkalýðsbaráttu, þó hún sé hörð og komi ekki til af góðu, fylgir engu að síður engu að síður mjög sönn gleði og það var eitthvað sem skein úr augum okkar félagsmanna í dag,“ segir Viðar. Hans tilfinning er sú að fólk sé mjög óhrætt og baráttuglatt upp til hópa. Það sé búið að fá nóg af því að samfélagið líti á sig sem undirsett fólk og er tilbúið að bjóða því birginn.Eru þetta kaflaskil? „Ég verð að segja það. Það var tilfinningin sem ég fékk þegar ég hlustaði á ræðurnar á Lækjartorgi í hádeginu.“
Kjaramál Verkföll 2019 Tengdar fréttir Verkfallsvaktin: Hótelstarfsfólk leggur niður störf Verkfall um sjö hundruð félagsmanna Eflingar á hótelum og gistihúsum skellur á klukkan tíu og stendur til miðnættis í kvöld. Félagsdómur dæmdi aðgerðirnar löglegar í gær. 8. mars 2019 08:52 „Er mjög slæmt að Ísland sé dýrasti áfangastaður í heimi?“ Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar gefur lítið fyrir fullyrðingar formanns Fyrirtækja í hótel- og gistiþjónustu þess efnis að laun Eflingarfólks hafi hækkað um 75 prósent í evrum talið síðustu fimm ár. 8. mars 2019 09:06 Mest lesið Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
Verkfallsvaktin: Hótelstarfsfólk leggur niður störf Verkfall um sjö hundruð félagsmanna Eflingar á hótelum og gistihúsum skellur á klukkan tíu og stendur til miðnættis í kvöld. Félagsdómur dæmdi aðgerðirnar löglegar í gær. 8. mars 2019 08:52
„Er mjög slæmt að Ísland sé dýrasti áfangastaður í heimi?“ Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar gefur lítið fyrir fullyrðingar formanns Fyrirtækja í hótel- og gistiþjónustu þess efnis að laun Eflingarfólks hafi hækkað um 75 prósent í evrum talið síðustu fimm ár. 8. mars 2019 09:06