„Fólkið sem skúrar gólfið getur líka dansað á gólfinu og stappað á því“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 8. mars 2019 12:55 Elísabet Jökulsdóttir, skáldkona, segir að með því að tala opinskátt um fátækt komist upp um hina raunverulegu glæpamenn í íslensku samfélagi. Vísir/vilhelm Skáldkonan Elísabet Jökulsdóttir flutti ávarp á samstöðufundi með hótelþernum á Lækjartorgi í dag þar sem hún sagði að það þætti glæpur að vera fátækur á Íslandi. Hún hefði upplifað að vera einstæð móðir, í ofbeldissambandi og kljást við áfengisvanda. Það hefði þótt í lagi að tala opinskátt varðandi það en bætti við að það væri eins og tungan frysi föst í munni hennar þegar hún ætlaði sér að tala um fátækt en hún lifði um nokkurt skeið undir fátæktarmörkum. Elísabet segir að ástæðan fyrir því að það þyki glæpsamlegt að vera fátækur á Íslandi og að ræða það opinskátt sé vegna þess að þá komist upp um „hina raunverulegu glæpamenn“ sem hafi nú í frammi „dapurlegan kór“ og hræðsluáróður um verkfall kvenna í láglaunastétt. Elísabet segir að hinir ríku hafi ekki einungis eignað sér peninga hinna fátæku og tíma þeirra heldur hafi þeir líka yfirtekið rökin og tekið sér dagskrárvald í samfélaginu. „ÞAÐ er efnahagsdauðinn sem knýr þetta samfélag áfram,“ segir Elísabet sem bendir á að það sé raunveruleiki að fólk eigi ekki fyrir mat og nauðsynjum. Það hræði hana að landinu sé stjórnað af fólki sem viti ekki af raunveruleika ótal fólks í þeirra eigin landi. „Það er geðveiki að horfast ekki í augun við raunveruleikann,“ segir Elísabet um stjórnvöld. „Fólkið sem skúrar gólfið getur líka dansað á gólfinu og stappað á því,“ segir Elísabet sem tók mið af upphafi samstöðufundarins þegar verkafólkið dansaði og fagnaði. Elísabet segir að það séu fyrst og fremst börn sem líði fyrir láglaunastefnuna og bendir á með því að vilja draga láglaunastefnuna á langinn kristallist ekkert annað en fyrirlitning á börnum. Kjaramál Verkföll 2019 Tengdar fréttir Verkfallsvaktin: Hótelstarfsfólk leggur niður störf Verkfall um sjö hundruð félagsmanna Eflingar á hótelum og gistihúsum skellur á klukkan tíu og stendur til miðnættis í kvöld. Félagsdómur dæmdi aðgerðirnar löglegar í gær. 8. mars 2019 08:52 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Skáldkonan Elísabet Jökulsdóttir flutti ávarp á samstöðufundi með hótelþernum á Lækjartorgi í dag þar sem hún sagði að það þætti glæpur að vera fátækur á Íslandi. Hún hefði upplifað að vera einstæð móðir, í ofbeldissambandi og kljást við áfengisvanda. Það hefði þótt í lagi að tala opinskátt varðandi það en bætti við að það væri eins og tungan frysi föst í munni hennar þegar hún ætlaði sér að tala um fátækt en hún lifði um nokkurt skeið undir fátæktarmörkum. Elísabet segir að ástæðan fyrir því að það þyki glæpsamlegt að vera fátækur á Íslandi og að ræða það opinskátt sé vegna þess að þá komist upp um „hina raunverulegu glæpamenn“ sem hafi nú í frammi „dapurlegan kór“ og hræðsluáróður um verkfall kvenna í láglaunastétt. Elísabet segir að hinir ríku hafi ekki einungis eignað sér peninga hinna fátæku og tíma þeirra heldur hafi þeir líka yfirtekið rökin og tekið sér dagskrárvald í samfélaginu. „ÞAÐ er efnahagsdauðinn sem knýr þetta samfélag áfram,“ segir Elísabet sem bendir á að það sé raunveruleiki að fólk eigi ekki fyrir mat og nauðsynjum. Það hræði hana að landinu sé stjórnað af fólki sem viti ekki af raunveruleika ótal fólks í þeirra eigin landi. „Það er geðveiki að horfast ekki í augun við raunveruleikann,“ segir Elísabet um stjórnvöld. „Fólkið sem skúrar gólfið getur líka dansað á gólfinu og stappað á því,“ segir Elísabet sem tók mið af upphafi samstöðufundarins þegar verkafólkið dansaði og fagnaði. Elísabet segir að það séu fyrst og fremst börn sem líði fyrir láglaunastefnuna og bendir á með því að vilja draga láglaunastefnuna á langinn kristallist ekkert annað en fyrirlitning á börnum.
Kjaramál Verkföll 2019 Tengdar fréttir Verkfallsvaktin: Hótelstarfsfólk leggur niður störf Verkfall um sjö hundruð félagsmanna Eflingar á hótelum og gistihúsum skellur á klukkan tíu og stendur til miðnættis í kvöld. Félagsdómur dæmdi aðgerðirnar löglegar í gær. 8. mars 2019 08:52 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Verkfallsvaktin: Hótelstarfsfólk leggur niður störf Verkfall um sjö hundruð félagsmanna Eflingar á hótelum og gistihúsum skellur á klukkan tíu og stendur til miðnættis í kvöld. Félagsdómur dæmdi aðgerðirnar löglegar í gær. 8. mars 2019 08:52