Erlend ferðaþjónustufyrirtæki segja ekki svigrúm til hækkana í dýrasta landi í heimi Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 8. mars 2019 12:50 30 til 40 íslensk fyrirtæki eru nú stödd á ITB, stærstu ferðaþjónustufyrirtæki í heimi í þeim tilgangi að selja ferðir til landsins. Mynd: Starfsfólk Íslandsstofu Erlendir ferðakaupendur hafa miklar áhyggjur af verkfallsaðgerðum í ferðaþjónustunni og telja ekkert svigrúm til launahækkana því landið sé orðið það dýrasta land í heimi. Þetta er mat formanns Samtaka ferðaþjónustunnar sem er stödd á ITB í Berlín stærstu ferðasýningu í heimi. Orðspor landsins bíði hnekki með þeim aðgerðum sem séu í gangi og hafa verið boðaðar. 31 fyrirtæki er statt á ITB í Berlín stærstu ferðasýningu í heimi. Þau selja ferðir til landsins á bás Íslandsstofu undir slagorðinu inspired by Iceland. Bjarnheiður Hallsdóttir formaður Samtaka ferðaþjónustunnar segir að um fimm til sex hundruð erlendir ferðakaupendur heimsæki básinn. Þeir hafi miklar áhyggjur af stöðunni. „Ísland er orðinn einn dýrasti áfangastaður í heimi sem má rekja til þess að launahækkanir hafa verið mjög miklar undanfarin tvö þrjú ár. Og gengi krónunnar hefur verið mjög sterkt sem þýðir að Íslandsferðir eru orðnar mjög dýrar. Þannig að þeir sjá ekkert svigrúm til frekari launahækkana sem leiða þá til hækkana á verði ferða til landsins,“ segir Bjarnheiður. Hún segir að verkfallsaðgerðirnar í dag og boðaðar aðgerðir hafi bein áhrif á sölu ferða. „Þetta getur náttúrlega haft áhrif á söluna í framtíðinni. Þeir sem eru að versla við okkur eru með ferðir í gangi núna í sumar. Þannig að aðgerirnar hafa bein áhrif á þær ferðir. Þetta hefur líka þau áhrif að orðspor áfangastaðarins býður hnekki,“ segir hún. Afar mikilvægt sé að deiluaðilar nái samningum en það sé ennþá langt í land. „Það er allt útlit fyrir það að þetta gæti orðið erfið kjaradeila en við vonumst til þess að hægt sé að setjast niður með skynsemina að vopni áður en kemur til verkfallahrynu í lok apríl sem mun hafa gríðarlega alvarleg áhrif á ferðaþjónustuna og þjóðarbúið í heild sinni,“ segir Bjarnheiður Hallsdóttir. Ferðamennska á Íslandi Kjaramál Verkföll 2019 Mest lesið Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Sjá meira
Erlendir ferðakaupendur hafa miklar áhyggjur af verkfallsaðgerðum í ferðaþjónustunni og telja ekkert svigrúm til launahækkana því landið sé orðið það dýrasta land í heimi. Þetta er mat formanns Samtaka ferðaþjónustunnar sem er stödd á ITB í Berlín stærstu ferðasýningu í heimi. Orðspor landsins bíði hnekki með þeim aðgerðum sem séu í gangi og hafa verið boðaðar. 31 fyrirtæki er statt á ITB í Berlín stærstu ferðasýningu í heimi. Þau selja ferðir til landsins á bás Íslandsstofu undir slagorðinu inspired by Iceland. Bjarnheiður Hallsdóttir formaður Samtaka ferðaþjónustunnar segir að um fimm til sex hundruð erlendir ferðakaupendur heimsæki básinn. Þeir hafi miklar áhyggjur af stöðunni. „Ísland er orðinn einn dýrasti áfangastaður í heimi sem má rekja til þess að launahækkanir hafa verið mjög miklar undanfarin tvö þrjú ár. Og gengi krónunnar hefur verið mjög sterkt sem þýðir að Íslandsferðir eru orðnar mjög dýrar. Þannig að þeir sjá ekkert svigrúm til frekari launahækkana sem leiða þá til hækkana á verði ferða til landsins,“ segir Bjarnheiður. Hún segir að verkfallsaðgerðirnar í dag og boðaðar aðgerðir hafi bein áhrif á sölu ferða. „Þetta getur náttúrlega haft áhrif á söluna í framtíðinni. Þeir sem eru að versla við okkur eru með ferðir í gangi núna í sumar. Þannig að aðgerirnar hafa bein áhrif á þær ferðir. Þetta hefur líka þau áhrif að orðspor áfangastaðarins býður hnekki,“ segir hún. Afar mikilvægt sé að deiluaðilar nái samningum en það sé ennþá langt í land. „Það er allt útlit fyrir það að þetta gæti orðið erfið kjaradeila en við vonumst til þess að hægt sé að setjast niður með skynsemina að vopni áður en kemur til verkfallahrynu í lok apríl sem mun hafa gríðarlega alvarleg áhrif á ferðaþjónustuna og þjóðarbúið í heild sinni,“ segir Bjarnheiður Hallsdóttir.
Ferðamennska á Íslandi Kjaramál Verkföll 2019 Mest lesið Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Sjá meira