Hifumi Okunuki, forseti japanska verkalýðsfélagsins Tozen, ferðaðist frá Tókýó til að sýna þeim sem fara í verkfall á Íslandi samstöðu. Hún segir innflytjendur í Japan glíma við sambærileg vandamál og á Íslandi.
„Þetta er magnað og fjölmennt verkfall hér á Íslandi. Okkur fannst mikilvægt að verða vitni að þessu,“ sagði Okunuki en túlkur þýddi orð hennar jafnóðum úr japönsku yfir á ensku í viðtali við Heimi Má Pétursson.
Innflytjendur í Japan glími einnig við erfiðleika. Þau telja vandamálin þar svipuð þeim hérna.
„Við flugum níu þúsund kílómetra til að sýna Eflingu samstöðu.“
Flugu níu þúsund kílómetra til að sýna Eflingu samstöðu
Kolbeinn Tumi Daðason skrifar