Bauð gestum kvöldmat gegn því að það tékkaði sig fyrr út Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 8. mars 2019 10:50 Árni Valur Sólonarson, hótelstjóri og eigandi á City Park Hotel, segir allt hafa gengið vel fyrir sig hjá hótelinu í morgun áður en starfsfólk lagði niður störf. Fólkið hafi lagt sig mikið fram og nánast tekist að ljúka öllu fyrir klukkan tíu. Stefán Óli Jónsson, fréttamaður Vísis, ræddi við hann á ellefta tímanum í dag. „Það eru nokkur herbergi sem eiga eftir að tékka út og gera það fyrir klukkan tólf,“ segir Árni Valur. Hann muni sjálfur þrífa þau herbergi sem eftir standi. „Ég mun koma til með að dunda mér við það sem eftir er dagsins.“ Verkfallsaðgerðir í dag muni ekki hafa nein áhrif á starfsemina í dag.Tekur til hendinni eins og í gamla daga „Ég þarf að leggja mig aðeins meira fram en venjulega, ekki sinna skrifstofustörfum heldur taka meira til hendinni eins og ég gerði í gamla daga.“ Árni Valur segist hafa upplýst gesti hótelsins í gær um það sem myndi gerast í dag. Það liggi fyrir að einhverjir gestir á hótelinu verði fyrir einhverri truflun í dag. Þeim verði boðið upp á drykk á barnum. „Einhverjum gestum var boðið að borða í gærkvöldi fyrir að tékka út snemma í morgun.“ Árni valur segist ljóst að áframhaldi verkföll myndu hafa mjög slæm áhrif á hótelrekstur og ferðaþjónustuna í landinu. Starfsandinn hjá hans fólki sé mjög góður.Ánægja hjá starfsfólki í starfi „Ég tel að allt starfsfólk sé mjög ánægt með sína vinnu, hvar það er að vinna og slíkt. Það er ánægt starfsfólkið. Ég held að þessi verkföll hafi að sjálfsögðu haft einhver slæm áhrif hjá sumum,“ segir Árni Valur en það gildi þó ekki heilt yfir. „Ef það verða allsherjarverkföll og engir starfsmenn að vinna við að þrífa þá þarf maður að gera einhverjar ráðstafanir.“Fylgst er með gangi mála fram eftir degi í verkfallsvaktinni á Vísi. Kjaramál Verkföll 2019 Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Innlent Fleiri fréttir Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sjá meira
Árni Valur Sólonarson, hótelstjóri og eigandi á City Park Hotel, segir allt hafa gengið vel fyrir sig hjá hótelinu í morgun áður en starfsfólk lagði niður störf. Fólkið hafi lagt sig mikið fram og nánast tekist að ljúka öllu fyrir klukkan tíu. Stefán Óli Jónsson, fréttamaður Vísis, ræddi við hann á ellefta tímanum í dag. „Það eru nokkur herbergi sem eiga eftir að tékka út og gera það fyrir klukkan tólf,“ segir Árni Valur. Hann muni sjálfur þrífa þau herbergi sem eftir standi. „Ég mun koma til með að dunda mér við það sem eftir er dagsins.“ Verkfallsaðgerðir í dag muni ekki hafa nein áhrif á starfsemina í dag.Tekur til hendinni eins og í gamla daga „Ég þarf að leggja mig aðeins meira fram en venjulega, ekki sinna skrifstofustörfum heldur taka meira til hendinni eins og ég gerði í gamla daga.“ Árni Valur segist hafa upplýst gesti hótelsins í gær um það sem myndi gerast í dag. Það liggi fyrir að einhverjir gestir á hótelinu verði fyrir einhverri truflun í dag. Þeim verði boðið upp á drykk á barnum. „Einhverjum gestum var boðið að borða í gærkvöldi fyrir að tékka út snemma í morgun.“ Árni valur segist ljóst að áframhaldi verkföll myndu hafa mjög slæm áhrif á hótelrekstur og ferðaþjónustuna í landinu. Starfsandinn hjá hans fólki sé mjög góður.Ánægja hjá starfsfólki í starfi „Ég tel að allt starfsfólk sé mjög ánægt með sína vinnu, hvar það er að vinna og slíkt. Það er ánægt starfsfólkið. Ég held að þessi verkföll hafi að sjálfsögðu haft einhver slæm áhrif hjá sumum,“ segir Árni Valur en það gildi þó ekki heilt yfir. „Ef það verða allsherjarverkföll og engir starfsmenn að vinna við að þrífa þá þarf maður að gera einhverjar ráðstafanir.“Fylgst er með gangi mála fram eftir degi í verkfallsvaktinni á Vísi.
Kjaramál Verkföll 2019 Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Innlent Fleiri fréttir Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sjá meira