„Þannig hugsa ég, ég stend með fólkinu.“
Rado starfar ásamt Dim á Hótel Sögu. Heimir Már Pétursson ræddi við þau í morgun nokkrum mínútum áður en þau lögðu niður störf klukkan 10. Þau hófu vinnu við þrif klukkan 4:30 í morgun.
Rado segist ekki ætla á fund Eflingar í Gamla bíó. Hann komist ekki, hann sé í annarri vinnu seinni partinn. Þau Dim sinni bæði tveimur vinnum.
Aðspurð hvort þau vilji ekki hærri laun segist Dim sannarlega þurfa hærri laun.
Fylgst er með gangi mála í allan dag í verkfallsvaktinni á Vísi.
Að neðan má hlusta á Wish you were here með Pink Floyd.