"Er mjög slæmt að Ísland sé dýrasti áfangastaður í heimi?“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 8. mars 2019 09:06 Sólveig Anna Jónsdóttir. Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar gefur lítið fyrir fullyrðingar formanns Fyrirtækja í hótel- og gistiþjónustu þess efnis að laun Eflingarfólks hafi hækkað um 75 prósent í evrum talið síðustu fimm ár og að Ísland sé orðinn dýrasti áfangastaður í heimi. Þá sé ekki tímabært að segja nokkuð til um það hvort Efling dragi úr kröfum sínum í samningaviðræðum við Samtök atvinnulífsins, fyrst sé verkfall á dagskrá. Þetta kom fram í máli Sólveigar Önnu í útvarpsþættinum Bítinu á Bylgjunni í morgun. Kristófer Oliversson, framkvæmdastjóri Centerhotels og formaður Fyrirtækja í hótel- og gistiþjónustu, hefur haldið því fram að á síðustu fimm árum hafi laun Eflingarfólks hækkað um 75 prósent í evrum talið. Þá sé Ísland nú orðinn dýrasti áfangastaður í heimi. Sólveig Anna gaf afar lítið fyrir þessar fullyrðingar Kristófers. „Er mjög slæmt að Ísland sé dýrasti áfangastaður í heimi? Og hingað kemur fólk sem hefur sannarlega efni á að koma hérna, fólk sem hefur væntanlega mjög mikið á milli handanna. Staðreyndin er sú að hótelþerna sem vinnur baki brotnu við að þrífa, hún er kannski með 330 til 340 þúsund krónur útborgaðar og inni í þeirri upphæð eru mögulega helgarvaktir,“ sagði Sólveig Anna. „Ég veit ekki einu sinni hvað er hægt að segja við svona rökum. Ég veit ekki hvað er hægt að segja við menn sem halda því bara statt og stöðugt fram að í samfélagi, þar sem húsaleiga étur upp miklu, miklu meira en helming af ráðstöfunartekjum lágtekjuhópanna, að það sé ekki hægt að breyta neinu.“ Innt eftir því hvort Efling hygðist bakka eitthvað með kröfur sínar í viðræðum við Samtök atvinnulífsins sagði Sólveig Anna ekki tímabært að segja neitt til um það. „Við erum náttúrulega akkúrat núna í þessum aðgerðum, viðræðum hefur verið slitið. En auðvitað kemur að því að við semjum, auðvitað kemur að því að við komum aftur að samningaborðinu. Við bara sjáum hvað gerist þegar sú stund rennur upp.“Biðst ekki afsökunar á að hafa fagnað verkfallinu Verkfall hótelþerna í Eflingu hefst klukkan tíu í dag og mun standa til miðnættis. Það varð ekki endanlega ljóst fyrr en dómur Félagsdóms um lögmæti verkfallsboðunarinnar lá fyrir eftir hádegi í gær. Sólveig Anna hefur sagst hlakka mikið til verkfallsins, og verið gagnrýnd fyrir þá afstöðu sína í kjölfarið. Hún svaraði fyrir sig í gær en kom einnig inn á málið í morgun. „Þegar ég lét þessi orð falla var ég engu að síður jafnframt að endurspegla þau viðbrögð og þau orð sem þær konur, sem ég hef hitt og talað við, hafa sannarlega látið falla og þær tilfinningar sem þær hafa með mjög skýrum hætti látið í ljós,“ sagði Sólveig Anna. „Ég veit það ekki, það er kannski ekki í boði fyrir láglaunakonur á Íslandi að gleðjast yfir því að fá loksins tækifæri á að sýna fram á grundvallarmikilvægi sitt. En þá er það bara enn ein sönnunin á því hvað við erum á ömurlega erfiðum og sorglegum stað.“Viðtalið við Sólveigu Önnu má hlusta á í heild í spilaranum hér að neðan. Bítið Kjaramál Verkföll 2019 Tengdar fréttir Verkföll heilmikið áfall fyrir hótelin Verkfall hótelþerna í Eflingu mun valda því að þjónusta hótela skerðist. Fólk í hótelgeiranum segir aðgerðirnar þegar hafa valdið tjóni og óttast frekari verkföll. Formaður Eflingar segir þá sem styðja raunverulega kvenréttindabaráttu hljóti að fagna. 8. mars 2019 06:00 Æðstu yfirmenn mega ganga í störf þeirra sem eru í verkfalli Æðstu yfirmenn mega ganga í störf þeirra sem eru í verkfalli en á morgun klukkan 10 hefst verkfall þeirra félagsmanna Eflingar sem starfa við ræstingar á hótelum og gistiheimilum á höfuðborgarsvæðinu, í Grímsnes- og Grafningshreppi, í Hveragerði og Ölfusi. 7. mars 2019 15:15 Verkfall Eflingar löglegt og hefst í fyrramálið Félagsdómur dæmdi í dag boðað verkfall Eflingar á morgun löglegt. Um 700 félagsmenn Eflingar sem starfa við ræstingar á hótelum og gistiheimilum munu því leggja niður störf klukkan 10 í fyrramálið. 7. mars 2019 13:02 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar gefur lítið fyrir fullyrðingar formanns Fyrirtækja í hótel- og gistiþjónustu þess efnis að laun Eflingarfólks hafi hækkað um 75 prósent í evrum talið síðustu fimm ár og að Ísland sé orðinn dýrasti áfangastaður í heimi. Þá sé ekki tímabært að segja nokkuð til um það hvort Efling dragi úr kröfum sínum í samningaviðræðum við Samtök atvinnulífsins, fyrst sé verkfall á dagskrá. Þetta kom fram í máli Sólveigar Önnu í útvarpsþættinum Bítinu á Bylgjunni í morgun. Kristófer Oliversson, framkvæmdastjóri Centerhotels og formaður Fyrirtækja í hótel- og gistiþjónustu, hefur haldið því fram að á síðustu fimm árum hafi laun Eflingarfólks hækkað um 75 prósent í evrum talið. Þá sé Ísland nú orðinn dýrasti áfangastaður í heimi. Sólveig Anna gaf afar lítið fyrir þessar fullyrðingar Kristófers. „Er mjög slæmt að Ísland sé dýrasti áfangastaður í heimi? Og hingað kemur fólk sem hefur sannarlega efni á að koma hérna, fólk sem hefur væntanlega mjög mikið á milli handanna. Staðreyndin er sú að hótelþerna sem vinnur baki brotnu við að þrífa, hún er kannski með 330 til 340 þúsund krónur útborgaðar og inni í þeirri upphæð eru mögulega helgarvaktir,“ sagði Sólveig Anna. „Ég veit ekki einu sinni hvað er hægt að segja við svona rökum. Ég veit ekki hvað er hægt að segja við menn sem halda því bara statt og stöðugt fram að í samfélagi, þar sem húsaleiga étur upp miklu, miklu meira en helming af ráðstöfunartekjum lágtekjuhópanna, að það sé ekki hægt að breyta neinu.“ Innt eftir því hvort Efling hygðist bakka eitthvað með kröfur sínar í viðræðum við Samtök atvinnulífsins sagði Sólveig Anna ekki tímabært að segja neitt til um það. „Við erum náttúrulega akkúrat núna í þessum aðgerðum, viðræðum hefur verið slitið. En auðvitað kemur að því að við semjum, auðvitað kemur að því að við komum aftur að samningaborðinu. Við bara sjáum hvað gerist þegar sú stund rennur upp.“Biðst ekki afsökunar á að hafa fagnað verkfallinu Verkfall hótelþerna í Eflingu hefst klukkan tíu í dag og mun standa til miðnættis. Það varð ekki endanlega ljóst fyrr en dómur Félagsdóms um lögmæti verkfallsboðunarinnar lá fyrir eftir hádegi í gær. Sólveig Anna hefur sagst hlakka mikið til verkfallsins, og verið gagnrýnd fyrir þá afstöðu sína í kjölfarið. Hún svaraði fyrir sig í gær en kom einnig inn á málið í morgun. „Þegar ég lét þessi orð falla var ég engu að síður jafnframt að endurspegla þau viðbrögð og þau orð sem þær konur, sem ég hef hitt og talað við, hafa sannarlega látið falla og þær tilfinningar sem þær hafa með mjög skýrum hætti látið í ljós,“ sagði Sólveig Anna. „Ég veit það ekki, það er kannski ekki í boði fyrir láglaunakonur á Íslandi að gleðjast yfir því að fá loksins tækifæri á að sýna fram á grundvallarmikilvægi sitt. En þá er það bara enn ein sönnunin á því hvað við erum á ömurlega erfiðum og sorglegum stað.“Viðtalið við Sólveigu Önnu má hlusta á í heild í spilaranum hér að neðan.
Bítið Kjaramál Verkföll 2019 Tengdar fréttir Verkföll heilmikið áfall fyrir hótelin Verkfall hótelþerna í Eflingu mun valda því að þjónusta hótela skerðist. Fólk í hótelgeiranum segir aðgerðirnar þegar hafa valdið tjóni og óttast frekari verkföll. Formaður Eflingar segir þá sem styðja raunverulega kvenréttindabaráttu hljóti að fagna. 8. mars 2019 06:00 Æðstu yfirmenn mega ganga í störf þeirra sem eru í verkfalli Æðstu yfirmenn mega ganga í störf þeirra sem eru í verkfalli en á morgun klukkan 10 hefst verkfall þeirra félagsmanna Eflingar sem starfa við ræstingar á hótelum og gistiheimilum á höfuðborgarsvæðinu, í Grímsnes- og Grafningshreppi, í Hveragerði og Ölfusi. 7. mars 2019 15:15 Verkfall Eflingar löglegt og hefst í fyrramálið Félagsdómur dæmdi í dag boðað verkfall Eflingar á morgun löglegt. Um 700 félagsmenn Eflingar sem starfa við ræstingar á hótelum og gistiheimilum munu því leggja niður störf klukkan 10 í fyrramálið. 7. mars 2019 13:02 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
Verkföll heilmikið áfall fyrir hótelin Verkfall hótelþerna í Eflingu mun valda því að þjónusta hótela skerðist. Fólk í hótelgeiranum segir aðgerðirnar þegar hafa valdið tjóni og óttast frekari verkföll. Formaður Eflingar segir þá sem styðja raunverulega kvenréttindabaráttu hljóti að fagna. 8. mars 2019 06:00
Æðstu yfirmenn mega ganga í störf þeirra sem eru í verkfalli Æðstu yfirmenn mega ganga í störf þeirra sem eru í verkfalli en á morgun klukkan 10 hefst verkfall þeirra félagsmanna Eflingar sem starfa við ræstingar á hótelum og gistiheimilum á höfuðborgarsvæðinu, í Grímsnes- og Grafningshreppi, í Hveragerði og Ölfusi. 7. mars 2019 15:15
Verkfall Eflingar löglegt og hefst í fyrramálið Félagsdómur dæmdi í dag boðað verkfall Eflingar á morgun löglegt. Um 700 félagsmenn Eflingar sem starfa við ræstingar á hótelum og gistiheimilum munu því leggja niður störf klukkan 10 í fyrramálið. 7. mars 2019 13:02