Langt í land Hörður Ægisson skrifar 8. mars 2019 07:00 Það voru pólitísk og efnahagsleg mistök að stofna til hins óburðuga evrópska myntbandalags. Á tuttugu ára afmæli evrunnar má flestum vera ljóst að fyrir utan aðeins örfá kjarnaríki, einkum Þýskaland, þá hefur kostnaðurinn af hinni sameiginlegu mynt verið mun meiri en nokkurn tíma ávinningurinn fyrir flest ríki evrusvæðisins. Enn fyrirfinnast þeir hins vegar, enda þótt rökin verði sífellt fátæklegri, sem telja íslenskum hagsmunum best borgið með því að tekin verði upp hér á landi peningastefna sem tekur í engu mið af hagsveiflu Íslands. Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi ráðherra, hélt því þannig fram um liðna helgi að Samtök atvinnulífsins bæru mikla ábyrgð á þeirri stöðu sem nú væri uppi á vinnumarkaði þar sem þau hefðu horfið frá fyrri stefnu sinni um að semja um nýja og stöðuga mynt. Forystumenn SA, ásamt Samtökum iðnaðarins, hafa réttilega fallið frá röngum áherslum samtakanna í peningamálum á sínum tíma og þess í stað horft til raunhæfra lausna sem miða að því að bæta umgjörðina um krónuna í því skyni að tryggja efnahagslegan stöðugleika. Engin stefna í peninga- og gjaldmiðlamálum er fullkomin heldur snýst valið öðrum þræði um mismunandi slæma valkosti. Það eru ekki neinar einfaldar lausnir í boði heldur skiptir öllu máli, eins og fjallað var um í skýrslu starfshóps um endurskoðun peningastefnunnar, að farið sé eftir þeim leikreglum sem hvert fyrirkomulag krefst á hverjum tíma. Þar hafa Íslendingar iðulega verið eftirbátar ríkja á hinum Norðurlöndunum – hvort sem litið er til hagstjórnar hins opinbera, ríkisfjármála eða vinnumarkaðarins. Það vekur hins vegar furðu þegar því er haldið fram að gengismálin hafi stuðlað að hinum mikla vanda á vinnumarkaði. Ekkert gæti verið jafn fjarri sanni. Gengisstyrkingin skipti sköpum í að viðhalda jafnvægi í þjóðarbúskapnum samtímis miklum vexti ferðaþjónustunnar og stuðlaði um leið að verðstöðugleika og lægri vöxtum. Krónan vann sitt verk. Fyrir launafólk skilaði þessi gengishækkun – ásamt þeim launahækkunum sem um var samið á vinnumarkaði – sér sömuleiðis í stórfelldri kaupmáttaraukningu. Ábatinn fyrir atvinnurekendur hefur að sama skapi verið minni en samanlagður hagnaður fyrirtækja í Kauphöllinni, svo dæmi sé tekið, hefur dregist saman um meira en sextíu prósent frá 2015. Hækkandi launakostnaður hefur þar ráðið mestu. Hefði Ísland verið með „stöðuga“ mynt eins og evruna, sem hefur reyndar ekki síður en krónan sveiflast gagnvart öðrum gjaldmiðlum síðustu ár, hefði byggst upp meira ójafnvægi sem hefði að lokum framkallað harkalegan efnahagssamdrátt. Fastgengisstefna krefst mikils aga í ríkisfjármálum og eins stöðugleika á vinnumarkaði. Slíkur agi, sem Íslendingar hafa jafnan ekki verið þekktir fyrir, verður ekki innleiddur með því einu að skipta um mynt og þær hatrömmu deilur sem við sjáum nú við gerð kjarasamninga sýna að við eigum þar enn langt í land. Íslenska hagkerfið, sem á lítið sameiginlegt með evrusvæðinu, er í grunninn byggt á fáum stoðum – einkum ferðaþjónustu og sjávarútvegi – sem undirstrikar mikilvægi þess að búa við sveigjanlegt gengisfyrirkomulag þar sem gengið getur aðlagast nýjum veruleika við framboðsskell í okkar helstu útflutningsgreinum. Að vera föst í spennitreyju myntbandalags við slíkar aðstæður væri aðeins uppskrift að efnahagslegu stórslysi sem myndi hitta venjulegt launafólk verst fyrir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Hörður Ægisson Mest lesið Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir Skoðun ESB er (enn) ekki varnarbandalag Hallgrímur Oddsson Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson Skoðun Skoðun Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður fyrir fólk á öllum æviskeiðum Helga Björg Loftsdóttir skrifar Skoðun 3,7 milljarða skattlækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson skrifar Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir skrifar Skoðun ESB er (enn) ekki varnarbandalag Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Suðurlandsbraut á skilið umhverfismat Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson skrifar Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert stefnum við? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Nýja kvótakerfið hennar Hönnu Katrínar Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Skipulag á að þjóna fólki, ekki pólitískum prinsippum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Eru íþróttamenn heimskir? Gunnar Björgvinsson skrifar Sjá meira
Það voru pólitísk og efnahagsleg mistök að stofna til hins óburðuga evrópska myntbandalags. Á tuttugu ára afmæli evrunnar má flestum vera ljóst að fyrir utan aðeins örfá kjarnaríki, einkum Þýskaland, þá hefur kostnaðurinn af hinni sameiginlegu mynt verið mun meiri en nokkurn tíma ávinningurinn fyrir flest ríki evrusvæðisins. Enn fyrirfinnast þeir hins vegar, enda þótt rökin verði sífellt fátæklegri, sem telja íslenskum hagsmunum best borgið með því að tekin verði upp hér á landi peningastefna sem tekur í engu mið af hagsveiflu Íslands. Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi ráðherra, hélt því þannig fram um liðna helgi að Samtök atvinnulífsins bæru mikla ábyrgð á þeirri stöðu sem nú væri uppi á vinnumarkaði þar sem þau hefðu horfið frá fyrri stefnu sinni um að semja um nýja og stöðuga mynt. Forystumenn SA, ásamt Samtökum iðnaðarins, hafa réttilega fallið frá röngum áherslum samtakanna í peningamálum á sínum tíma og þess í stað horft til raunhæfra lausna sem miða að því að bæta umgjörðina um krónuna í því skyni að tryggja efnahagslegan stöðugleika. Engin stefna í peninga- og gjaldmiðlamálum er fullkomin heldur snýst valið öðrum þræði um mismunandi slæma valkosti. Það eru ekki neinar einfaldar lausnir í boði heldur skiptir öllu máli, eins og fjallað var um í skýrslu starfshóps um endurskoðun peningastefnunnar, að farið sé eftir þeim leikreglum sem hvert fyrirkomulag krefst á hverjum tíma. Þar hafa Íslendingar iðulega verið eftirbátar ríkja á hinum Norðurlöndunum – hvort sem litið er til hagstjórnar hins opinbera, ríkisfjármála eða vinnumarkaðarins. Það vekur hins vegar furðu þegar því er haldið fram að gengismálin hafi stuðlað að hinum mikla vanda á vinnumarkaði. Ekkert gæti verið jafn fjarri sanni. Gengisstyrkingin skipti sköpum í að viðhalda jafnvægi í þjóðarbúskapnum samtímis miklum vexti ferðaþjónustunnar og stuðlaði um leið að verðstöðugleika og lægri vöxtum. Krónan vann sitt verk. Fyrir launafólk skilaði þessi gengishækkun – ásamt þeim launahækkunum sem um var samið á vinnumarkaði – sér sömuleiðis í stórfelldri kaupmáttaraukningu. Ábatinn fyrir atvinnurekendur hefur að sama skapi verið minni en samanlagður hagnaður fyrirtækja í Kauphöllinni, svo dæmi sé tekið, hefur dregist saman um meira en sextíu prósent frá 2015. Hækkandi launakostnaður hefur þar ráðið mestu. Hefði Ísland verið með „stöðuga“ mynt eins og evruna, sem hefur reyndar ekki síður en krónan sveiflast gagnvart öðrum gjaldmiðlum síðustu ár, hefði byggst upp meira ójafnvægi sem hefði að lokum framkallað harkalegan efnahagssamdrátt. Fastgengisstefna krefst mikils aga í ríkisfjármálum og eins stöðugleika á vinnumarkaði. Slíkur agi, sem Íslendingar hafa jafnan ekki verið þekktir fyrir, verður ekki innleiddur með því einu að skipta um mynt og þær hatrömmu deilur sem við sjáum nú við gerð kjarasamninga sýna að við eigum þar enn langt í land. Íslenska hagkerfið, sem á lítið sameiginlegt með evrusvæðinu, er í grunninn byggt á fáum stoðum – einkum ferðaþjónustu og sjávarútvegi – sem undirstrikar mikilvægi þess að búa við sveigjanlegt gengisfyrirkomulag þar sem gengið getur aðlagast nýjum veruleika við framboðsskell í okkar helstu útflutningsgreinum. Að vera föst í spennitreyju myntbandalags við slíkar aðstæður væri aðeins uppskrift að efnahagslegu stórslysi sem myndi hitta venjulegt launafólk verst fyrir.
Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun
Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar
Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun