40 prósenta samdráttur í sölu nýrra fólksbíla Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 7. mars 2019 10:16 Í tilkynningu frá Bílgreinasambandinu er minnt á að sala á bílum undanfarin þrjú ár hafi verið í miklum hæðum. Vísir/Hanna 40,8 prósenta samdráttur varð í sölu nýrra fólksbíla bíla í janúar og febrúar 2019 samanborið við sama tímabil árið 2018. Alls voru skráðir 1.647 nýir fólksbílar í janúar og febrúar 2019. Eru þetta 1.135 bílum færra en það sem var selt í fyrra. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Bílgreinasambandinu. Skiptingin milli mánaðanna tveggja er með eftirfarandi hætti: -846 fólksbílar í janúar 2019 en 1.624 bílar í fyrra (47,9% samdráttur). -801 fólksbíll í febrúar 2019 en 1.159 bílar í fyrra (30,9% samdráttur). Hlutfall sölu milli bílaleigubíla og sölu til almennings núna þegar kemur að fólksbílum er nokkuð sambærilegt við síðasta ár, eða um 36% til bílaleiga. Til samanburðar var hlutfall bílaleiga 37% árið 2018 og 39% árið 2017 (af heildarsölu hvors árs). Þá var þetta hlutfall enn hærra árin þar á undan og því ljóst að hlutfall bílaleigubíla hefur yfir lengri tíma verið að dragast heldur saman. Rafmagns- og tengiltvinnbílar halda áfram að auka hlutfall sitt af seldum bílum, og eru þeir um 24% af heildarsölu fyrstu tvo mánuði ársins en voru um 21% allt árið í fyrra. Áætlanir gerðu ráð fyrir nokkurri minnkun í sölu á þessu ári, en þessi raunsala fyrstu tvo mánuðina er um 20% undir þeirri áætlun. Heilt yfir má þó segja að salan sé ágæt miðað við aðstæður og ýmislegt sem ber að hafa í huga þegar salan er skoðuð í samanburði við fyrri ár. „Í fyrsta lagi þá er markaðurinn að koma úr þremur af stærstu bílasöluárum sögunnar, auk þess sem janúar 2018 var óvenju stór. Sagan sýnir jafnframt að sala nýrra bíla gengur í sveiflum og því viðbúið að það yrði áframhaldandi minnkun núna á milli ára. Í öðru lagi þá hafa, fyrir utan almennar hækkanir á bílverðum sökum gengisþróunar, einnig verið ýmsir óvissuþættir til staðar síðustu misseri sem hafa hugsanlega haft áhrif á bílkaupendur. Má þar helst nefna stöðu flugfélaganna og möguleg áhrif þeirra á ferðaþjónustuna og þ.a.l. efnahagslífið í heild sinni, breytingar sem áttu að eiga sér stað varðandi vörugjöld bifreiða í tengslum við útblástursmælingar, og svo núna yfirvofandi kjarasamningar og áhrif þeirra. Við þetta má að lokum bæta afnámi ívilnunar vörugjalda til bílaleiga sem er líklegt til að draga úr bílakaupum þeirra,“ segir í tilkynningunni. Bílgreinasambandið segist hafa beitt sér fyrir því á haustdögum að ofangreindar breyttar mæliaðferðir á útblæstri bifreiða myndu ekki hafa mikil áhrif á vörugjöld bíla frá því sem áður var, sem mundi hafa í för með sér verulega hækkun á bílverðum almennt. „Það gekk eftir og því búið að eyða þeim óvissuþætti í bili, og auk þess hefur gengi krónunnar verið nokkuð stöðugt undanfarið. Eftir standa þó stórir þættir eins og kjarasamningar sem auka óvissu og hafa mögulega neikvæð áhrif á kauphegðun einstaklinga og fyrirtækja.“ Þetta breyti þó ekki því að bílaflotinn þurfi að halda áfram að endurnýja sig og muni gera það, en m.a. hafi þróun á bensín- og díselvélum og einnig sífelld aukning á úrvali bíltegunda með nýjum orkugjöfum ýtt undir áhuga fólks og fyrirtækja á að skoða nýja bíla og endurnýja. „Vonir standa því til þess að árið endi með ágætum, sérstaklega eftir því sem óvissuþættir í efnahagslífinu skýrast, þó það verði hugsanlega minni bílasala en undanfarin ár sem hafa verið sögulega mjög stór - enda er margt spennandi að gerast á bílamarkaðnum um þessar mundir.“ Bílar Neytendur Mest lesið Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira
40,8 prósenta samdráttur varð í sölu nýrra fólksbíla bíla í janúar og febrúar 2019 samanborið við sama tímabil árið 2018. Alls voru skráðir 1.647 nýir fólksbílar í janúar og febrúar 2019. Eru þetta 1.135 bílum færra en það sem var selt í fyrra. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Bílgreinasambandinu. Skiptingin milli mánaðanna tveggja er með eftirfarandi hætti: -846 fólksbílar í janúar 2019 en 1.624 bílar í fyrra (47,9% samdráttur). -801 fólksbíll í febrúar 2019 en 1.159 bílar í fyrra (30,9% samdráttur). Hlutfall sölu milli bílaleigubíla og sölu til almennings núna þegar kemur að fólksbílum er nokkuð sambærilegt við síðasta ár, eða um 36% til bílaleiga. Til samanburðar var hlutfall bílaleiga 37% árið 2018 og 39% árið 2017 (af heildarsölu hvors árs). Þá var þetta hlutfall enn hærra árin þar á undan og því ljóst að hlutfall bílaleigubíla hefur yfir lengri tíma verið að dragast heldur saman. Rafmagns- og tengiltvinnbílar halda áfram að auka hlutfall sitt af seldum bílum, og eru þeir um 24% af heildarsölu fyrstu tvo mánuði ársins en voru um 21% allt árið í fyrra. Áætlanir gerðu ráð fyrir nokkurri minnkun í sölu á þessu ári, en þessi raunsala fyrstu tvo mánuðina er um 20% undir þeirri áætlun. Heilt yfir má þó segja að salan sé ágæt miðað við aðstæður og ýmislegt sem ber að hafa í huga þegar salan er skoðuð í samanburði við fyrri ár. „Í fyrsta lagi þá er markaðurinn að koma úr þremur af stærstu bílasöluárum sögunnar, auk þess sem janúar 2018 var óvenju stór. Sagan sýnir jafnframt að sala nýrra bíla gengur í sveiflum og því viðbúið að það yrði áframhaldandi minnkun núna á milli ára. Í öðru lagi þá hafa, fyrir utan almennar hækkanir á bílverðum sökum gengisþróunar, einnig verið ýmsir óvissuþættir til staðar síðustu misseri sem hafa hugsanlega haft áhrif á bílkaupendur. Má þar helst nefna stöðu flugfélaganna og möguleg áhrif þeirra á ferðaþjónustuna og þ.a.l. efnahagslífið í heild sinni, breytingar sem áttu að eiga sér stað varðandi vörugjöld bifreiða í tengslum við útblástursmælingar, og svo núna yfirvofandi kjarasamningar og áhrif þeirra. Við þetta má að lokum bæta afnámi ívilnunar vörugjalda til bílaleiga sem er líklegt til að draga úr bílakaupum þeirra,“ segir í tilkynningunni. Bílgreinasambandið segist hafa beitt sér fyrir því á haustdögum að ofangreindar breyttar mæliaðferðir á útblæstri bifreiða myndu ekki hafa mikil áhrif á vörugjöld bíla frá því sem áður var, sem mundi hafa í för með sér verulega hækkun á bílverðum almennt. „Það gekk eftir og því búið að eyða þeim óvissuþætti í bili, og auk þess hefur gengi krónunnar verið nokkuð stöðugt undanfarið. Eftir standa þó stórir þættir eins og kjarasamningar sem auka óvissu og hafa mögulega neikvæð áhrif á kauphegðun einstaklinga og fyrirtækja.“ Þetta breyti þó ekki því að bílaflotinn þurfi að halda áfram að endurnýja sig og muni gera það, en m.a. hafi þróun á bensín- og díselvélum og einnig sífelld aukning á úrvali bíltegunda með nýjum orkugjöfum ýtt undir áhuga fólks og fyrirtækja á að skoða nýja bíla og endurnýja. „Vonir standa því til þess að árið endi með ágætum, sérstaklega eftir því sem óvissuþættir í efnahagslífinu skýrast, þó það verði hugsanlega minni bílasala en undanfarin ár sem hafa verið sögulega mjög stór - enda er margt spennandi að gerast á bílamarkaðnum um þessar mundir.“
Bílar Neytendur Mest lesið Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira