Ósamræmi í lagaframkvæmd Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar 7. mars 2019 08:48 Þann 19. desember 2017 komst Hæstiréttur Íslands að þeirri niðurstöðu að tveir lögfræðingar, sem sótt höfðu um embætti dómara við Landsrétt en ekki fengið, skyldu fá miskabætur vegna þess. Var talið að skilyrði laga um að þeir hefðu mátt þola „meingerð“ væri uppfyllt. Átti dómsmálaráðherra að hafa drýgt hana. Það var samt ekki ráðherrann sem hafði skipað í þessi embætti heldur Alþingi. Ráðherrann hafði ekki, svo vitað sé, hallað einu orði á þessa pilta. Hann gerði hins vegar tillögur um aðra en þá sem dómaraelítan hafði viljað fá. Þó að hann hafi í þessu efni farið eftir skýrum lagabókstaf varð að hirta hann fyrir. Í gær, þriðjudaginn 6. mars, synjaði sami dómstóll konu um miskabætur. Hún hafði ranglega verið ákærð fyrir manndráp í starfi sem starfsmaður á sjúkrahúsi, en sýknuð af ákærunni. Aðförin að þessari konu hafði valdið henni og ástvinum hennar miklu hugarangri og miska, eins og nærri má geta. Skilyrði laganna um meingerð var ekki talið uppfyllt. Talið hefur verið að gæta þurfi samræmis við beitingu laga í dómaframkvæmd. Þegar kenning um það var boðuð mannfólkinu var hins vegar ekki tekið fram að dómstólar mættu víkja frá kröfunni um samræmi þegar þeir teldu nauðsynlegt til að gæta valda sinna við að ákveða hverjir skyldu verða nýir dómarar í landinu. Misræmið sem hér er á ferðinni á því ekki rót að rekja til kímnigáfu dómaranna, eins og menn gætu haldið. Dómarnir frá desember 2017 voru bara afkvæmi valdabaráttu dómaraklíkunnar við Hæstarétt. Þetta ættu menn að hafa í huga ef þeir telja sig þurfa að sækja miskabætur í hendur ríkisins fyrir að hafa verið beittir ólögmætri meingerð.Höfundur er lögmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Steinar Gunnlaugsson Mest lesið Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland Skoðun Skoðun Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Látum verkin tala fyrir börnin á Gaza Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Tvær sögur Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Stærsta kjarabót öryrkja í áratugi Ingjibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Háskóli Íslands. Opinn og alþjóðlegur? Styrmir Hallsson,Abdullah Arif skrifar Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland skrifar Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir skrifar Skoðun Velferð sem virkar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Gleðileg ný fiskveiðiáramót …von eða ótti? Arnar Laxdal skrifar Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Áhrif, evran, innviðir, öryggi Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Hugleiðing um rauð epli og skynjun veruleikans Gauti Páll Jónsson skrifar Skoðun Tumi þumall og blaðurmaðurinn Kristján Logason skrifar Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Stefnum á að veita 1000 börnum innblástur fyrir framtíðina Dr. Bryony Mathew skrifar Skoðun Samgönguáætlun – skuldbinding, ekki kosningaloforð skrifar Skoðun Menntun til framtíðar Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson skrifar Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Menntastefna stjórnvalda – ferð án fyrirheits? Sigvaldi Egill Lárusson skrifar Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Beint og milliliðalaust Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Áfengissala: Þrýstingur úr tveimur áttum Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar Sjá meira
Þann 19. desember 2017 komst Hæstiréttur Íslands að þeirri niðurstöðu að tveir lögfræðingar, sem sótt höfðu um embætti dómara við Landsrétt en ekki fengið, skyldu fá miskabætur vegna þess. Var talið að skilyrði laga um að þeir hefðu mátt þola „meingerð“ væri uppfyllt. Átti dómsmálaráðherra að hafa drýgt hana. Það var samt ekki ráðherrann sem hafði skipað í þessi embætti heldur Alþingi. Ráðherrann hafði ekki, svo vitað sé, hallað einu orði á þessa pilta. Hann gerði hins vegar tillögur um aðra en þá sem dómaraelítan hafði viljað fá. Þó að hann hafi í þessu efni farið eftir skýrum lagabókstaf varð að hirta hann fyrir. Í gær, þriðjudaginn 6. mars, synjaði sami dómstóll konu um miskabætur. Hún hafði ranglega verið ákærð fyrir manndráp í starfi sem starfsmaður á sjúkrahúsi, en sýknuð af ákærunni. Aðförin að þessari konu hafði valdið henni og ástvinum hennar miklu hugarangri og miska, eins og nærri má geta. Skilyrði laganna um meingerð var ekki talið uppfyllt. Talið hefur verið að gæta þurfi samræmis við beitingu laga í dómaframkvæmd. Þegar kenning um það var boðuð mannfólkinu var hins vegar ekki tekið fram að dómstólar mættu víkja frá kröfunni um samræmi þegar þeir teldu nauðsynlegt til að gæta valda sinna við að ákveða hverjir skyldu verða nýir dómarar í landinu. Misræmið sem hér er á ferðinni á því ekki rót að rekja til kímnigáfu dómaranna, eins og menn gætu haldið. Dómarnir frá desember 2017 voru bara afkvæmi valdabaráttu dómaraklíkunnar við Hæstarétt. Þetta ættu menn að hafa í huga ef þeir telja sig þurfa að sækja miskabætur í hendur ríkisins fyrir að hafa verið beittir ólögmætri meingerð.Höfundur er lögmaður.
Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar