Lærir að meta litlu hlutina og að nýta hvern einasta dag Tómas Þór Þórðarson skrifar 7. mars 2019 10:00 Ragnar Snær og Fanney með börnunum sínum. mynd/stöð 2 Ragnar Snær Njálsson dró fram handboltaskóna eftir sex ára hlé og lék sinn fyrsta leik með Stjörnunni í síðustu viku þegar að Garðbæingar töpuðu, 29-28, fyrir toppliði deildarinnar, Haukum. Undanfarna mánuði hefur Ragnar barist á öðrum vígstöðvum en eiginkona hans greindist með leghálskrabbamein og sonur þeirra var tekinn með keisaraskurði á rúmlega 29 vikna meðgöngu. „Ég og við öll höfum verið rosalega dugleg við það að vinna í andlega þættinum en þegar að þú lendir í svona áfalli eins og þegar að Fanney er greind með krabbamein gjörbreytist allt og maður lærir það á svipstundu að maður átti fullt inni. Það er ótrúlega margt sem maður lærir í svona ferli,“ segir Ragnar við Arnar Björnsson í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi.Ragnar Snær Njálsson spilaði lengi með KA og HK og svo erlendis.mynd/stöð 2Kallinn að komast í stand „Maður lærir að meta litlu hlutina mikið betur og bara svona klisjur eins og að nýta hvern einasta dag og lifa núna.“ Ragnar stóð sig frábærlega miðað við lengd pásunnar en hann stóð vörnina eins og herforingi og var efstur í löglegum stöðvunum hjá Stjörnunni með sex stykki og kom með mikinn baráttuanda inn í liðið. „Maður hefur alltaf þráð að komast í boltann aftur. Þessi tímapunktur var ekkert verri en hver annar,“ segir Ragnar, en var ekkert erfitt að gíra sig upp í þennan fyrsta leik? „Ekki í hausnum. Ekki andlega. Líkaminn fylgir ekki alltaf alveg með en ég er búinn að vera í endurhæfingu og menn eru að koma kallinum í stand aftur. Þetta kemur hægt og bítandi,“ segir Ragnar Snær.Fanney með litla drenginn Erik Fjólar.mynd/stöð 2Langt síðan síðast Ragnar á tvö börn með konu sinni Fanney Eiríksdóttur sem hefur aldrei þekkt Ragnar sem handboltamann þrátt fyrir að það hafi verið líf hans hér áður fyrr. „Það eru svolítið mörg ár síðan að hann spilaði síðast. Á þeim tíma sem að við kynnumst er hann að hætta þannig að ég hef aldrei verið með honum sem handboltamanni,“ segir Fanney. „Þegar að hann sagðist ætla að prófa að mæta á einhverja æfingu hugsaði ég bara að hann ætti eftir að skemma á sér líkamann því hann er ekki í topp standi. En, hann elskar þetta og það er gaman að hann geti gert eitthvað sem hann hefur gaman að,“ segir Fanney Eiríksdóttir. Alla fréttina má sjá hér að neðan. Olís-deild karla Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Fleiri fréttir Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Sjá meira
Ragnar Snær Njálsson dró fram handboltaskóna eftir sex ára hlé og lék sinn fyrsta leik með Stjörnunni í síðustu viku þegar að Garðbæingar töpuðu, 29-28, fyrir toppliði deildarinnar, Haukum. Undanfarna mánuði hefur Ragnar barist á öðrum vígstöðvum en eiginkona hans greindist með leghálskrabbamein og sonur þeirra var tekinn með keisaraskurði á rúmlega 29 vikna meðgöngu. „Ég og við öll höfum verið rosalega dugleg við það að vinna í andlega þættinum en þegar að þú lendir í svona áfalli eins og þegar að Fanney er greind með krabbamein gjörbreytist allt og maður lærir það á svipstundu að maður átti fullt inni. Það er ótrúlega margt sem maður lærir í svona ferli,“ segir Ragnar við Arnar Björnsson í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi.Ragnar Snær Njálsson spilaði lengi með KA og HK og svo erlendis.mynd/stöð 2Kallinn að komast í stand „Maður lærir að meta litlu hlutina mikið betur og bara svona klisjur eins og að nýta hvern einasta dag og lifa núna.“ Ragnar stóð sig frábærlega miðað við lengd pásunnar en hann stóð vörnina eins og herforingi og var efstur í löglegum stöðvunum hjá Stjörnunni með sex stykki og kom með mikinn baráttuanda inn í liðið. „Maður hefur alltaf þráð að komast í boltann aftur. Þessi tímapunktur var ekkert verri en hver annar,“ segir Ragnar, en var ekkert erfitt að gíra sig upp í þennan fyrsta leik? „Ekki í hausnum. Ekki andlega. Líkaminn fylgir ekki alltaf alveg með en ég er búinn að vera í endurhæfingu og menn eru að koma kallinum í stand aftur. Þetta kemur hægt og bítandi,“ segir Ragnar Snær.Fanney með litla drenginn Erik Fjólar.mynd/stöð 2Langt síðan síðast Ragnar á tvö börn með konu sinni Fanney Eiríksdóttur sem hefur aldrei þekkt Ragnar sem handboltamann þrátt fyrir að það hafi verið líf hans hér áður fyrr. „Það eru svolítið mörg ár síðan að hann spilaði síðast. Á þeim tíma sem að við kynnumst er hann að hætta þannig að ég hef aldrei verið með honum sem handboltamanni,“ segir Fanney. „Þegar að hann sagðist ætla að prófa að mæta á einhverja æfingu hugsaði ég bara að hann ætti eftir að skemma á sér líkamann því hann er ekki í topp standi. En, hann elskar þetta og það er gaman að hann geti gert eitthvað sem hann hefur gaman að,“ segir Fanney Eiríksdóttir. Alla fréttina má sjá hér að neðan.
Olís-deild karla Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Fleiri fréttir Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Sjá meira