Sport

Gunnar niður um eitt sæti á styrkleikalista UFC

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Gunni á vigtinni í Kanada í desember.
Gunni á vigtinni í Kanada í desember. vísir/getty
Gunnar Nelson fjarlægðist topp tíu listann hjá UFC eftir helgina því hann er kominn niður í þrettánda sæti listans.

Ástæðan er innkoma Ben Askren á listann en hann þreytti frumraun sína hjá UFC um síðustu helgi er hann vann Robbie Lawler í fyrstu lotu. Askren stekkur beint í sjötta sætið á listanum og því færast ansi margir niður um eitt sæti. Lawler er í áttunda sæti.

Andstæðingur Gunnars á bardagakvöldinu í London þann 16. mars, Leon Edwards, er kominn í tíunda sætið.

Kamaru Usman er nýr meistari í veltivigtinni eftir sigur á Tyron Woodley um síðustu helgi. Woodley er því númer eitt á listanum og Colby Covington kominn í annað sætið.

Sjá má alla styrkleikalista UFC hér.

MMA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×