Brugðust við kröfu um hóflega launastefnu með hækkun forstjóralauna um 43 prósent Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 6. mars 2019 12:17 Björn Óli Hauksson er forstjóri Isavia. Vísir/Vilhelm Stjórn Isavia brást við tilmælum fjármálaráðuneytisins um hóflega launastefnu með því að hækka laun forstjórans um 43,3 prósent með þremur hækkunum yfir rúmlega árs tímabil. Þetta er meðal þess sem lesa má út úr bréfi stjórnar Isavia til Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra. Í síðasta mánuði fór hann fram á að stjórnir fyrirtækja í ríkiseigu sendu inn upplýsingar um hvernig brugðist hafi verið við tilmælum sem beint var til þeirra í janúar 2017 og varða launaákvarðanir og starfskjör framkvæmdastjóra.Í tilmælunum 2017 var því beint til stjórna félagaí ríkiseigu, meðal annars með tilvísunar til mikilvægis stöðugleika á vinnumarkaði, að launaákvarðanir yrðu varkárar og að forðast yrði að ákvarða miklar launabreytingar á stuttu tímabili.Í svarbréfi stjórnar Isavia, sem undirritað er af Ingimundi Sigurpálssyni, formanns stjórnarinnar og forstjóra Íslandspósts, sem sjálfur hefur fengið launahækkanir semsamtals nema 43 prósentum frá því að tilmæli fjármálaráðuneytisins bárust árið 2017,segir að í framhaldi af tilmælum ráðuneytisins hafi verið ráðist í vinnu við að ná fram viðmiði til að vinna út frá ákvörðun launa.Ingimundur Sigurpálsson, forstjóri Íslandspósts og stjórnarformaður ISAVIA.FRÉTTABLAÐIÐ/GVAOf stórt stökk í einu skrefi að hækka launin upp í 3,1 milljón Samkvæmt könnun ráðgjafafyrirtækisins Intellecta var niðurstaða þess að mánaðarlaun forstjóra í sambærilegu fyrirtæki og Isavia væru á bilinu 3,1 til 4,1 milljón króna.Stjórn Isavia leit hins vegar á að hækkun í neðstu mörk mats Intellecta, 3,1 milljón á mánuði væri of stórt stökk í einu skrefi og ekki í samræmi við tilmæli fjármálaráðuneytisins.Formanni stjórnarinnar því var falið þann 26. september að gera nýjan ráðningarsamning við forstjórann. 2. nóvember sama ár var nýr ráðningarsamningur samþykktur. Voru laun forstjórans ákveðin 2.380 þúsund á mánuði. Fyrir voru laun forstjórans 1,749 þúsund á mánuði og nam hækkunin því 36,1 prósenti.Samhliða því var ákveðið að endurmeta laun forstjórans á árinu 2018. Þann 20. desember á síðasta ári var samþykkt að að laun forstjóra skyldu hækka um 2,3 prósent 1. janúar 2018 og þrjú prósent 1. maí 2018, í samræmi við almenna kjarasamninga.„Heildarlaun forstjórans hafa því hækkað alls um 43,3% frá því að ákvörðun launa var á ný færð til stjórnar fyrirtækisins til þess dags,“ segir í bréfinu.Í bréfinu segir einnig að líta beri til þess að starfsemi Isavia hafi aukist verulega frá því að Björn Óli var fyrst ráðinn árið 2010. Þá hafi laun forstjóra ekki fylgt hlutfallslegri hækkun launa á sama hátt og laun undirmanna hans og „hafi hann raunar lengst af verið á lægri launun en margir þeirra á síðari árum.“Bréf stjórnar Isavia til Bjarna Benediktssonar má lesa hér. Kjaramál Tengdar fréttir Stjórnmálamenn líti í eigin barm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, telur að stjórnmálamenn þurfi að líta í eigin barm í yfirstandandi kjaraviðræðum. 2. mars 2019 19:19 Vill vita hvernig stjórnir fyrirtækja hafa brugðist við tilmælum sínum Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra óskar eftir svörum. 12. febrúar 2019 17:27 Launahækkun bankastjóra Landsbankans sprengja inn í kjarabaráttuna Launahækkun bankastjóra Landsbankans er sprengja inn í umhverfi kjarabaráttunnar segir Kristján Þórður Snæbjarnarson, formaður Rafiðnaðarsambands Íslands og annar varaforseti ASÍ. 10. febrúar 2019 17:30 Mest lesið „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Neytendur Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Sjónvarpskóngur allur Viðskipti erlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Fleiri fréttir Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Sjá meira
Stjórn Isavia brást við tilmælum fjármálaráðuneytisins um hóflega launastefnu með því að hækka laun forstjórans um 43,3 prósent með þremur hækkunum yfir rúmlega árs tímabil. Þetta er meðal þess sem lesa má út úr bréfi stjórnar Isavia til Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra. Í síðasta mánuði fór hann fram á að stjórnir fyrirtækja í ríkiseigu sendu inn upplýsingar um hvernig brugðist hafi verið við tilmælum sem beint var til þeirra í janúar 2017 og varða launaákvarðanir og starfskjör framkvæmdastjóra.Í tilmælunum 2017 var því beint til stjórna félagaí ríkiseigu, meðal annars með tilvísunar til mikilvægis stöðugleika á vinnumarkaði, að launaákvarðanir yrðu varkárar og að forðast yrði að ákvarða miklar launabreytingar á stuttu tímabili.Í svarbréfi stjórnar Isavia, sem undirritað er af Ingimundi Sigurpálssyni, formanns stjórnarinnar og forstjóra Íslandspósts, sem sjálfur hefur fengið launahækkanir semsamtals nema 43 prósentum frá því að tilmæli fjármálaráðuneytisins bárust árið 2017,segir að í framhaldi af tilmælum ráðuneytisins hafi verið ráðist í vinnu við að ná fram viðmiði til að vinna út frá ákvörðun launa.Ingimundur Sigurpálsson, forstjóri Íslandspósts og stjórnarformaður ISAVIA.FRÉTTABLAÐIÐ/GVAOf stórt stökk í einu skrefi að hækka launin upp í 3,1 milljón Samkvæmt könnun ráðgjafafyrirtækisins Intellecta var niðurstaða þess að mánaðarlaun forstjóra í sambærilegu fyrirtæki og Isavia væru á bilinu 3,1 til 4,1 milljón króna.Stjórn Isavia leit hins vegar á að hækkun í neðstu mörk mats Intellecta, 3,1 milljón á mánuði væri of stórt stökk í einu skrefi og ekki í samræmi við tilmæli fjármálaráðuneytisins.Formanni stjórnarinnar því var falið þann 26. september að gera nýjan ráðningarsamning við forstjórann. 2. nóvember sama ár var nýr ráðningarsamningur samþykktur. Voru laun forstjórans ákveðin 2.380 þúsund á mánuði. Fyrir voru laun forstjórans 1,749 þúsund á mánuði og nam hækkunin því 36,1 prósenti.Samhliða því var ákveðið að endurmeta laun forstjórans á árinu 2018. Þann 20. desember á síðasta ári var samþykkt að að laun forstjóra skyldu hækka um 2,3 prósent 1. janúar 2018 og þrjú prósent 1. maí 2018, í samræmi við almenna kjarasamninga.„Heildarlaun forstjórans hafa því hækkað alls um 43,3% frá því að ákvörðun launa var á ný færð til stjórnar fyrirtækisins til þess dags,“ segir í bréfinu.Í bréfinu segir einnig að líta beri til þess að starfsemi Isavia hafi aukist verulega frá því að Björn Óli var fyrst ráðinn árið 2010. Þá hafi laun forstjóra ekki fylgt hlutfallslegri hækkun launa á sama hátt og laun undirmanna hans og „hafi hann raunar lengst af verið á lægri launun en margir þeirra á síðari árum.“Bréf stjórnar Isavia til Bjarna Benediktssonar má lesa hér.
Kjaramál Tengdar fréttir Stjórnmálamenn líti í eigin barm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, telur að stjórnmálamenn þurfi að líta í eigin barm í yfirstandandi kjaraviðræðum. 2. mars 2019 19:19 Vill vita hvernig stjórnir fyrirtækja hafa brugðist við tilmælum sínum Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra óskar eftir svörum. 12. febrúar 2019 17:27 Launahækkun bankastjóra Landsbankans sprengja inn í kjarabaráttuna Launahækkun bankastjóra Landsbankans er sprengja inn í umhverfi kjarabaráttunnar segir Kristján Þórður Snæbjarnarson, formaður Rafiðnaðarsambands Íslands og annar varaforseti ASÍ. 10. febrúar 2019 17:30 Mest lesið „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Neytendur Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Sjónvarpskóngur allur Viðskipti erlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Fleiri fréttir Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Sjá meira
Stjórnmálamenn líti í eigin barm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, telur að stjórnmálamenn þurfi að líta í eigin barm í yfirstandandi kjaraviðræðum. 2. mars 2019 19:19
Vill vita hvernig stjórnir fyrirtækja hafa brugðist við tilmælum sínum Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra óskar eftir svörum. 12. febrúar 2019 17:27
Launahækkun bankastjóra Landsbankans sprengja inn í kjarabaráttuna Launahækkun bankastjóra Landsbankans er sprengja inn í umhverfi kjarabaráttunnar segir Kristján Þórður Snæbjarnarson, formaður Rafiðnaðarsambands Íslands og annar varaforseti ASÍ. 10. febrúar 2019 17:30