Afar sérstakt að svo margir smitist af mislingum í einu Birgir Olgeirsson skrifar 5. mars 2019 20:18 Fjórir eru nú á Landspítalanum smitaðir af mislingum, tveir fullorðnir og tvö börn, en um er að ræða einstaklinga sem voru í áætlunarferð Air Iceland Connect frá Reykjavík til Egilsstaða 15. febrúar síðastliðinn þar sem einn smitaður var meðal farþega. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 að ekki hafi svo margir einstaklingar greinst í einu á Íslandi áður. Hann sagði þetta þó ekki óvænt í sjálfu sér þar sem þetta gæti alltaf gerst vegna mikils mislingafaraldurs sem geisar í Evrópu. Farþeginn hjá Air Iceland Connect hafði komið til landsins 14. febrúar með áætlunarflugi Icelandair frá London. Hann sagði að ekki væri um faraldur að ræða á Íslandi þar sem mislingarnir greinast í einstaklingum sem meðal annars eru ekki bólusettir, og vísaði þar til barnanna sem eru óbólusett sökum aldurs, en ef mislingar fara að greinast í aldurshópum sem ætlast er til að séu bólusettir sé komin ástæða til að hafa áhyggjur. Annað barnanna sem var í flugi Air Iceland Connect greindist með mislinga á Barnaspítalanum í nótt en það var síðast á leikskólanum Hnoðrakoti í Garðbæ á fimmtudag. Um áttatíu börn eru á þeim leikskóla og þar á meðal 20 börn sem eru undir átján mánaða aldri. Ekki er bólusett fyrir mislingum fyrir átján mánaða aldur. Annað barnanna sem smitaðist í vél Air Iceland Connect ellefu mánaða en hitt tæplega átján mánaða gamalt. Þetta þýðir að foreldrar þessara barna sem eru óbólusett þurfa að vera heima með börnunum næstu tvær og hálfa vikuna og tryggja að börnin komist ekki í tæri við óbólusetta einstaklinga. Flugið með Air Iceland Connect var sem fyrr segir 15. febrúar en það getur tekið allt að þrjár vikur fyrir einstakling að veikjast af mislingum hafi hann smitast af þeim. Barnið fór þó á leikskólann innan þess tíma en Þórólfur sagði í kvöldfréttunum að embættið hefði sent frá sér tilmæli en það sé erfitt að tryggja að þeim tilmælum sé fylgt. Bólusetningar Fréttir af flugi Heilbrigðismál Tengdar fréttir Annað barn smitaðist af mislingum í flugi Air Iceland Connect Mislingasmit greindist á leikskóla á höfuðborgarsvæðinu fyrr í dag og hefur embætti landlæknis verið gert viðvart. 5. mars 2019 17:24 Fjórir á Landspítalanum smitaðir af mislingum Tveir fullorðnir og tvö börn sem öll voru í flugi Air Iceland Connect. 5. mars 2019 18:21 Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Fjórir eru nú á Landspítalanum smitaðir af mislingum, tveir fullorðnir og tvö börn, en um er að ræða einstaklinga sem voru í áætlunarferð Air Iceland Connect frá Reykjavík til Egilsstaða 15. febrúar síðastliðinn þar sem einn smitaður var meðal farþega. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 að ekki hafi svo margir einstaklingar greinst í einu á Íslandi áður. Hann sagði þetta þó ekki óvænt í sjálfu sér þar sem þetta gæti alltaf gerst vegna mikils mislingafaraldurs sem geisar í Evrópu. Farþeginn hjá Air Iceland Connect hafði komið til landsins 14. febrúar með áætlunarflugi Icelandair frá London. Hann sagði að ekki væri um faraldur að ræða á Íslandi þar sem mislingarnir greinast í einstaklingum sem meðal annars eru ekki bólusettir, og vísaði þar til barnanna sem eru óbólusett sökum aldurs, en ef mislingar fara að greinast í aldurshópum sem ætlast er til að séu bólusettir sé komin ástæða til að hafa áhyggjur. Annað barnanna sem var í flugi Air Iceland Connect greindist með mislinga á Barnaspítalanum í nótt en það var síðast á leikskólanum Hnoðrakoti í Garðbæ á fimmtudag. Um áttatíu börn eru á þeim leikskóla og þar á meðal 20 börn sem eru undir átján mánaða aldri. Ekki er bólusett fyrir mislingum fyrir átján mánaða aldur. Annað barnanna sem smitaðist í vél Air Iceland Connect ellefu mánaða en hitt tæplega átján mánaða gamalt. Þetta þýðir að foreldrar þessara barna sem eru óbólusett þurfa að vera heima með börnunum næstu tvær og hálfa vikuna og tryggja að börnin komist ekki í tæri við óbólusetta einstaklinga. Flugið með Air Iceland Connect var sem fyrr segir 15. febrúar en það getur tekið allt að þrjár vikur fyrir einstakling að veikjast af mislingum hafi hann smitast af þeim. Barnið fór þó á leikskólann innan þess tíma en Þórólfur sagði í kvöldfréttunum að embættið hefði sent frá sér tilmæli en það sé erfitt að tryggja að þeim tilmælum sé fylgt.
Bólusetningar Fréttir af flugi Heilbrigðismál Tengdar fréttir Annað barn smitaðist af mislingum í flugi Air Iceland Connect Mislingasmit greindist á leikskóla á höfuðborgarsvæðinu fyrr í dag og hefur embætti landlæknis verið gert viðvart. 5. mars 2019 17:24 Fjórir á Landspítalanum smitaðir af mislingum Tveir fullorðnir og tvö börn sem öll voru í flugi Air Iceland Connect. 5. mars 2019 18:21 Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Annað barn smitaðist af mislingum í flugi Air Iceland Connect Mislingasmit greindist á leikskóla á höfuðborgarsvæðinu fyrr í dag og hefur embætti landlæknis verið gert viðvart. 5. mars 2019 17:24
Fjórir á Landspítalanum smitaðir af mislingum Tveir fullorðnir og tvö börn sem öll voru í flugi Air Iceland Connect. 5. mars 2019 18:21