Fyrsta stikla Game of Thrones og hvað þar er að finna Samúel Karl Ólason skrifar 5. mars 2019 16:00 Daenerys Targaryen og Jon Snow. Þarna má einnig sjá drekana Drogon og Rheagal. Orrustan á milli hinna lifandi og hinna dauðu er komin á fullt, ef marka má fyrstu stikluna fyrir áttundu og síðustu þáttaröð Game of Thrones. Hvítgenglarnir og uppvakningar þeirra eru komnir í gegnum vegginn og ráðast þeir rakleiðis á Winterfell, kastala Stark-ættarinnar þar sem söguhetjur þáttanna búast til varnar. Þó vetur sé að skella á með krafti í Westeros og mögulega nóttin langa einnig er að vora hjá okkur hinum. Eftir langa bið er loksins komið að þessu.Fyrsti þáttur þáttaraðarinnar verður frumsýndur á Stöð 2 aðfaranótt mánudagsins 15. apríl, á sama tíma og annars staðar í heiminum. Fyrri þáttaraðir Game of Thrones er hægt að finna á Stöð 2 Maraþon. Stikluna, sem er geggjuð, má sjá hér að neðan en þar fyrir neðan verður farið nánar út í hvað sjá má í stiklunni og hvað það þýðir.Réttast er að byrja á því að vara við spennuspillum hér að neðan, allavega bæta því við þar sem það gleymdist. Það er ýmislegt sem gengur á í þessari stiklu sem að mestu fjallar undir undirbúning orrustu við Winterfell. Stiklan byrjar á því að við sjá Ayru Stark alblóðuga á flótta undan uppvakningum. Svo virðist sem að þeir séu að hlaupa um ganga Winterfell, sem boðar ekki gott. Þá má sjá hana segja að hana hlakki til að hitta hina dauðu. Hún virðist þó skipta um skoðun þegar hún hittir þá. Sögusagnir höfðu verið á kreiki að stærðarinnar orrusta muni eiga sér stað við Winterfell og virðist sem það hafi nú verið staðfest. Íbúum Winterfell og nærliggjandi sveita virðist hafa verið komið fyrir þar inni, þar sem við sjáum stutt skot af Varys ásamt konum og börnum þar sem þau virðast vera að reyna að hlusta í gegnum veggina. Við sjáum einnig Silence, skip Euron Greyjoy, og flota hans. Þeir eru að flytja Gullnu herdeildina frá Essos til Westeros. Glöggir áhorfendur muna ef til vill eftir því að það er stærsta herdeild málaliða söguheims Game of Thrones og Cersei Lannister notaði peningana sem bróðir hennar Jaime tók af Tyrrell-ættinni til að borga skuldir krúnunnar til Járnbankans og fá annað lán til að ráða Gullnu herdeildina.Gullna herdeildin á leið til Westeros.Gullna herdeildin á án efa eftir að spila stóra rullu og ég er nokkuð spenntur fyrir því að sjá hver gaurinn sem snýr baki í myndavélina hér að ofan er. Gullna herdeildin er einn af stærstu og bestu málaliðahópum Essos og var hópurinn stofnaður af Aegor Rivers, einum af bastörðum Aegon IV Targaryen. Hann stofnaði hópinn eftir að vera gerður útlægur frá Westeros eftir misheppnaða uppreisn og í honum eru tuttug þúsund atvinnuhermenn sem þekktir eru fyrir að hafa aldrei rofið samning. Meðlimir herdeildarinnar eru að mestu menn frá Westeros sem hafa verið gerðir útlægir og synir þeirra, yngri synir lávarða sem sjá ekki fram á að erfa neitt og fleiri. Málaliðarnir hafa lítið sem ekkert komið til sögu í Game of Thrones þáttunum en eru stór hluti af því sem er að gerast í bókunum. Cersei sagði í síðustu þáttaröð að hún vildi nota þá til að „endurheimta hluti“ sem tilheyrðu henni. Glöggir lesendur muna ef til vill eftir því úr síðustu þáttaröð að Euron Greyjoy stakk af þegar hann sá uppvakning í fyrsta sinn. Hann sagðist vera að fara til Járneyjanna aftur en í rauninni var hann á leið til Essos að sækja Gullnu herdeildina. Cersei og Euron ætluðu aldrei að ganga til liðs við hina gegn hinum dauðu. Þetta var allt ákveðið fyrirfram og þegar Jaime komst að því fór hann norður á leið.En, aftur að stiklunni. Næst sjáum við þá Beric Dondarrion, Tormund og Eddison Tollett labba í gegnum einhver göng. Það þýðir án efa að þeir hafi lifað fall Veggjarins af, sem er jákvætt, og eru þeir líklegast komnir til Winterfell á þessum tímapunkti. Brann segir einhverjum að hann sé komin heim og þar eigi hann heima. Með tilliti til þess að í sömu andrá sjáum við Brann sjálfan og Samwell Tarly, einu mennina sem vita hver Jon Snow er í rauninni, má leiða líkur að því að þar sé Brann að tala við Jon. Við sjáum einnig Cersei glotta yfir einhverju og ógeðið Quyburn standa hjá henni. Mér þykir líklegt að hún sé að fagna komu Gullnu herdeildarinnar, þó mig gruni að það sé ekki endilega eitthvað sem hún eigi að fagna en meira um það síðar. Koma Jon Snow og Daenerys Targaryen til Winterfell kemur einnig fyrir í stiklunni. Þar má sjá Unsullied hermenn Daenerys ganga í átt að kastalanum og drekana Drogon og Rhaegal fljúga þar yfir, við undrun Sönsu Stark. Svo sjáum við Daenerys og Jon í grafhvelfingu Winterfell. Jon er að horfa á einhverja styttu og Daenerys er komin til að tala við hann. Það er borðliggjandi hvað er að gerast þarna. Brann og Sam eru búnir að segja honum hverjir foreldrar hans eru í raun og veru og hann er að skoða styttuna af móður sinni, Lyönnu Stark. Eina spurningin er hvort Daenerys viti sannleikann líka á þessum tímapunkti. Svo sjáum við nokkrar af söguhetjum Game of Thrones í stutta stund og þau virðast vera að undirbúa sig fyrir orrustuna stóru.Sjá einnig: Næturkonungurinn segir frá „stærstu orrustu sjónvarpssögunnar“Því næst sjáum við örstutt skot af Cersei sitjandi í hásætinu beitta og þar stendur einhver maður fyrir framan hana. Svei mér þá ef hann er ekki í gulllitaðri brynju. Cersei birtist okkur svo aftur og nú í nærmynd. Hún er ekki klædd sínum hefðbundna fatnaði og virðist vonsvikin eða mögulega hrædd. Þar komum við aftur að drekunum Drogon og Rhaegal. Þeir virðast skemmta sér konunglega á flugi yfir Norðrinu. Mér sýnist Daenerys sitja á baki Drogon en enginn situr þó á Rhaegal, sem er skrítið, því ef ég er ekki að ímynda mér það situr einhver á baki hans einni senu seinna, þar sem drekarnir virðast vera að fljúga í gegn Fjaðrárgljúfur. Það er samt erfitt að sjá það og gæti verið ímyndun. Aðeins meira um það seinna líka.Þetta virðist vera Fjaðrárgljúfur og lítur út fyrir að því hafi verið breytt aðeins.Jamie Lannister er líka kominn norður. Hann yfirgaf systur sína eftir að hann komst að ráðabruggi hennar og Euron og hélt norður á leið til að standa við loforð sitt um að berjast gegn Hvítgenglunum. Gera má ráð fyrir því að hann muni eiga erfitt með að sannfæra Daenerys um að láta drekana ekki éta hann, því eins og flestir vita stakk hann föður hennar, Aerys hinn óða, í bakið. Hann ætlaði reyndar að brenna alla íbúa Kings Landing lifandi í þeirri von að bálið myndi breyta honum í dreka. Hann var svo sannarlega óður. Það er alls ekki víst að Jon muni taka honum eitthvað betur miðað við það að hann henti Brann út um glugga og lamaði hann. Þarna á milli eru stutt skot af Grey Worm að setja á sig hjálm. Jon að tala við tré. Hundinum, að mér sýnist, að halda á kyndli í myrkri. Einhverja að takast í hendur og Jon að hlaupa. Þar sjáum við einnig stutta senu af Jon, Daenerys, Drogon og Rhaegal að skoða brennd bein, og það atriði er tekið upp á Íslandi. Það vekur athygli mína að enginn virðist í vera í kringum þau og þau virðast vera út í óbyggðum. Mér þykir mögulegt, þó ekki endilega líklegt, að Jon hafi verið á baki Rhaegal og þetta atriði sé eftir einhverja sameiginlega flugferð þeirra um Norðrið, sem ég skrifa um hér aðeins að ofan. Sjáið þessa mynd og segið mér að hún sé ekki táknræn. Daenerys er Drogon megin og Jon er Rhaegal megin. Ég vil bara sjá Jon á baki dreka.Var frændfólkið saman á flugi?Næst sjáum við örstutta klippu af Aryu berjast við uppvakninga og Daenerysi og Tyrion þar sem þau virðast voðalega sorgmædd. Svo endar þessi hraða skipting á Drogon að blása eldi. Þá komum við að hermönnum standa fyrir utan veggi Winterfell. Þar eru einnig Podrick, Brienne og Ser Jorah. Svo birtast hófar dauðs hests hinum megin við orrustuvöllinn. Þetta er æsispennandi allt saman.Stærsta orrusta sjónvarpssögunnar Orrustan um Winterfell var gífurlega umfangsmikið verkefni. Entertainment Weekly birti í gær stóra umfjöllun um tökurnar þar sem fram kemur að þær tóku ellefu vikur og fóru alltaf fram að nóttu til. Þar kemur einnig fram að orrustan verði mögulega sú lengsta í sögunni, í bæði sjónvarpi og kvikmyndum. Næst lengsta orrustan sem leikstjórinn Miguel Sapochnik fann var orrustan um Helms Deep í Two Towers sem var um 40 mínútna löng. Sapochnik leikstýrði einnig orrustunni um Hardhome og Battle of the Bastards. Leikararnir eru allir sammála um að tökurnar hafi tekið gífurlega mikið á bæði líkama þeirra og taugar enda hafi aðstæður ekki verið góðar. Leikararnir og aðrir starfsmenn tóku upp á því að kalla tökurnar: „The Long Night“ eða löngu nóttina. Það er tilvitnun í uppruna Hvítgenglanna og fyrsta stríðið á milli hinna lifandi og hinna dauðu.Hvað gerir Gullna herdeildin? Það er stærðarinnar spurning fyrir síðustu þáttaröðina. Munu þeir hjálpa Cersei og herja á Jon, Daenerys og félaga eða munu þeir mögulega ákveða að hjálpa þeim gegn hinum dauðu? Það kemur líka til greina að allir eða flestir verði drepnir fyrir norðan og herdeildin muni hjálpa þeim sem lifa af, eða drepa þá og verða svo sjálfir drepnir. Ég er þó með aðra kenningu í huganum sem ég er alfarið að draga úr afturendanum á mér. Eins og kemur fram hér að ofan var málaliðaflokkurinn stofnaður af útlægum meðlimum Targaryen fjölskyldunnar. Það gæti verið að þeim dytti í hug að taka sjálfir stjórn á Westeros. Cersei á engan her til að tala um eftir orrustuna um vagnalestina í síðustu þáttaröð og hún gæti varla staðið í hárinu á þeim ein, þó hún sé með Fjallið í sínu liði. Það gæti mögulega verið ástæðan fyrir því að hún virðist svo vonsvikin í stiklunni. Eftirlifendur orrustunnar um Winterfell þyrftu því að halda suður á leið og sparka í rassinn á málaliðunum. Þetta eru þó, svo það sé tekið fram, nánast innihaldslausar vangaveltur. Bíó og sjónvarp Game of Thrones Kafað dýpra Mest lesið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Lífið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Lífið Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Fleiri fréttir Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Orrustan á milli hinna lifandi og hinna dauðu er komin á fullt, ef marka má fyrstu stikluna fyrir áttundu og síðustu þáttaröð Game of Thrones. Hvítgenglarnir og uppvakningar þeirra eru komnir í gegnum vegginn og ráðast þeir rakleiðis á Winterfell, kastala Stark-ættarinnar þar sem söguhetjur þáttanna búast til varnar. Þó vetur sé að skella á með krafti í Westeros og mögulega nóttin langa einnig er að vora hjá okkur hinum. Eftir langa bið er loksins komið að þessu.Fyrsti þáttur þáttaraðarinnar verður frumsýndur á Stöð 2 aðfaranótt mánudagsins 15. apríl, á sama tíma og annars staðar í heiminum. Fyrri þáttaraðir Game of Thrones er hægt að finna á Stöð 2 Maraþon. Stikluna, sem er geggjuð, má sjá hér að neðan en þar fyrir neðan verður farið nánar út í hvað sjá má í stiklunni og hvað það þýðir.Réttast er að byrja á því að vara við spennuspillum hér að neðan, allavega bæta því við þar sem það gleymdist. Það er ýmislegt sem gengur á í þessari stiklu sem að mestu fjallar undir undirbúning orrustu við Winterfell. Stiklan byrjar á því að við sjá Ayru Stark alblóðuga á flótta undan uppvakningum. Svo virðist sem að þeir séu að hlaupa um ganga Winterfell, sem boðar ekki gott. Þá má sjá hana segja að hana hlakki til að hitta hina dauðu. Hún virðist þó skipta um skoðun þegar hún hittir þá. Sögusagnir höfðu verið á kreiki að stærðarinnar orrusta muni eiga sér stað við Winterfell og virðist sem það hafi nú verið staðfest. Íbúum Winterfell og nærliggjandi sveita virðist hafa verið komið fyrir þar inni, þar sem við sjáum stutt skot af Varys ásamt konum og börnum þar sem þau virðast vera að reyna að hlusta í gegnum veggina. Við sjáum einnig Silence, skip Euron Greyjoy, og flota hans. Þeir eru að flytja Gullnu herdeildina frá Essos til Westeros. Glöggir áhorfendur muna ef til vill eftir því að það er stærsta herdeild málaliða söguheims Game of Thrones og Cersei Lannister notaði peningana sem bróðir hennar Jaime tók af Tyrrell-ættinni til að borga skuldir krúnunnar til Járnbankans og fá annað lán til að ráða Gullnu herdeildina.Gullna herdeildin á leið til Westeros.Gullna herdeildin á án efa eftir að spila stóra rullu og ég er nokkuð spenntur fyrir því að sjá hver gaurinn sem snýr baki í myndavélina hér að ofan er. Gullna herdeildin er einn af stærstu og bestu málaliðahópum Essos og var hópurinn stofnaður af Aegor Rivers, einum af bastörðum Aegon IV Targaryen. Hann stofnaði hópinn eftir að vera gerður útlægur frá Westeros eftir misheppnaða uppreisn og í honum eru tuttug þúsund atvinnuhermenn sem þekktir eru fyrir að hafa aldrei rofið samning. Meðlimir herdeildarinnar eru að mestu menn frá Westeros sem hafa verið gerðir útlægir og synir þeirra, yngri synir lávarða sem sjá ekki fram á að erfa neitt og fleiri. Málaliðarnir hafa lítið sem ekkert komið til sögu í Game of Thrones þáttunum en eru stór hluti af því sem er að gerast í bókunum. Cersei sagði í síðustu þáttaröð að hún vildi nota þá til að „endurheimta hluti“ sem tilheyrðu henni. Glöggir lesendur muna ef til vill eftir því úr síðustu þáttaröð að Euron Greyjoy stakk af þegar hann sá uppvakning í fyrsta sinn. Hann sagðist vera að fara til Járneyjanna aftur en í rauninni var hann á leið til Essos að sækja Gullnu herdeildina. Cersei og Euron ætluðu aldrei að ganga til liðs við hina gegn hinum dauðu. Þetta var allt ákveðið fyrirfram og þegar Jaime komst að því fór hann norður á leið.En, aftur að stiklunni. Næst sjáum við þá Beric Dondarrion, Tormund og Eddison Tollett labba í gegnum einhver göng. Það þýðir án efa að þeir hafi lifað fall Veggjarins af, sem er jákvætt, og eru þeir líklegast komnir til Winterfell á þessum tímapunkti. Brann segir einhverjum að hann sé komin heim og þar eigi hann heima. Með tilliti til þess að í sömu andrá sjáum við Brann sjálfan og Samwell Tarly, einu mennina sem vita hver Jon Snow er í rauninni, má leiða líkur að því að þar sé Brann að tala við Jon. Við sjáum einnig Cersei glotta yfir einhverju og ógeðið Quyburn standa hjá henni. Mér þykir líklegt að hún sé að fagna komu Gullnu herdeildarinnar, þó mig gruni að það sé ekki endilega eitthvað sem hún eigi að fagna en meira um það síðar. Koma Jon Snow og Daenerys Targaryen til Winterfell kemur einnig fyrir í stiklunni. Þar má sjá Unsullied hermenn Daenerys ganga í átt að kastalanum og drekana Drogon og Rhaegal fljúga þar yfir, við undrun Sönsu Stark. Svo sjáum við Daenerys og Jon í grafhvelfingu Winterfell. Jon er að horfa á einhverja styttu og Daenerys er komin til að tala við hann. Það er borðliggjandi hvað er að gerast þarna. Brann og Sam eru búnir að segja honum hverjir foreldrar hans eru í raun og veru og hann er að skoða styttuna af móður sinni, Lyönnu Stark. Eina spurningin er hvort Daenerys viti sannleikann líka á þessum tímapunkti. Svo sjáum við nokkrar af söguhetjum Game of Thrones í stutta stund og þau virðast vera að undirbúa sig fyrir orrustuna stóru.Sjá einnig: Næturkonungurinn segir frá „stærstu orrustu sjónvarpssögunnar“Því næst sjáum við örstutt skot af Cersei sitjandi í hásætinu beitta og þar stendur einhver maður fyrir framan hana. Svei mér þá ef hann er ekki í gulllitaðri brynju. Cersei birtist okkur svo aftur og nú í nærmynd. Hún er ekki klædd sínum hefðbundna fatnaði og virðist vonsvikin eða mögulega hrædd. Þar komum við aftur að drekunum Drogon og Rhaegal. Þeir virðast skemmta sér konunglega á flugi yfir Norðrinu. Mér sýnist Daenerys sitja á baki Drogon en enginn situr þó á Rhaegal, sem er skrítið, því ef ég er ekki að ímynda mér það situr einhver á baki hans einni senu seinna, þar sem drekarnir virðast vera að fljúga í gegn Fjaðrárgljúfur. Það er samt erfitt að sjá það og gæti verið ímyndun. Aðeins meira um það seinna líka.Þetta virðist vera Fjaðrárgljúfur og lítur út fyrir að því hafi verið breytt aðeins.Jamie Lannister er líka kominn norður. Hann yfirgaf systur sína eftir að hann komst að ráðabruggi hennar og Euron og hélt norður á leið til að standa við loforð sitt um að berjast gegn Hvítgenglunum. Gera má ráð fyrir því að hann muni eiga erfitt með að sannfæra Daenerys um að láta drekana ekki éta hann, því eins og flestir vita stakk hann föður hennar, Aerys hinn óða, í bakið. Hann ætlaði reyndar að brenna alla íbúa Kings Landing lifandi í þeirri von að bálið myndi breyta honum í dreka. Hann var svo sannarlega óður. Það er alls ekki víst að Jon muni taka honum eitthvað betur miðað við það að hann henti Brann út um glugga og lamaði hann. Þarna á milli eru stutt skot af Grey Worm að setja á sig hjálm. Jon að tala við tré. Hundinum, að mér sýnist, að halda á kyndli í myrkri. Einhverja að takast í hendur og Jon að hlaupa. Þar sjáum við einnig stutta senu af Jon, Daenerys, Drogon og Rhaegal að skoða brennd bein, og það atriði er tekið upp á Íslandi. Það vekur athygli mína að enginn virðist í vera í kringum þau og þau virðast vera út í óbyggðum. Mér þykir mögulegt, þó ekki endilega líklegt, að Jon hafi verið á baki Rhaegal og þetta atriði sé eftir einhverja sameiginlega flugferð þeirra um Norðrið, sem ég skrifa um hér aðeins að ofan. Sjáið þessa mynd og segið mér að hún sé ekki táknræn. Daenerys er Drogon megin og Jon er Rhaegal megin. Ég vil bara sjá Jon á baki dreka.Var frændfólkið saman á flugi?Næst sjáum við örstutta klippu af Aryu berjast við uppvakninga og Daenerysi og Tyrion þar sem þau virðast voðalega sorgmædd. Svo endar þessi hraða skipting á Drogon að blása eldi. Þá komum við að hermönnum standa fyrir utan veggi Winterfell. Þar eru einnig Podrick, Brienne og Ser Jorah. Svo birtast hófar dauðs hests hinum megin við orrustuvöllinn. Þetta er æsispennandi allt saman.Stærsta orrusta sjónvarpssögunnar Orrustan um Winterfell var gífurlega umfangsmikið verkefni. Entertainment Weekly birti í gær stóra umfjöllun um tökurnar þar sem fram kemur að þær tóku ellefu vikur og fóru alltaf fram að nóttu til. Þar kemur einnig fram að orrustan verði mögulega sú lengsta í sögunni, í bæði sjónvarpi og kvikmyndum. Næst lengsta orrustan sem leikstjórinn Miguel Sapochnik fann var orrustan um Helms Deep í Two Towers sem var um 40 mínútna löng. Sapochnik leikstýrði einnig orrustunni um Hardhome og Battle of the Bastards. Leikararnir eru allir sammála um að tökurnar hafi tekið gífurlega mikið á bæði líkama þeirra og taugar enda hafi aðstæður ekki verið góðar. Leikararnir og aðrir starfsmenn tóku upp á því að kalla tökurnar: „The Long Night“ eða löngu nóttina. Það er tilvitnun í uppruna Hvítgenglanna og fyrsta stríðið á milli hinna lifandi og hinna dauðu.Hvað gerir Gullna herdeildin? Það er stærðarinnar spurning fyrir síðustu þáttaröðina. Munu þeir hjálpa Cersei og herja á Jon, Daenerys og félaga eða munu þeir mögulega ákveða að hjálpa þeim gegn hinum dauðu? Það kemur líka til greina að allir eða flestir verði drepnir fyrir norðan og herdeildin muni hjálpa þeim sem lifa af, eða drepa þá og verða svo sjálfir drepnir. Ég er þó með aðra kenningu í huganum sem ég er alfarið að draga úr afturendanum á mér. Eins og kemur fram hér að ofan var málaliðaflokkurinn stofnaður af útlægum meðlimum Targaryen fjölskyldunnar. Það gæti verið að þeim dytti í hug að taka sjálfir stjórn á Westeros. Cersei á engan her til að tala um eftir orrustuna um vagnalestina í síðustu þáttaröð og hún gæti varla staðið í hárinu á þeim ein, þó hún sé með Fjallið í sínu liði. Það gæti mögulega verið ástæðan fyrir því að hún virðist svo vonsvikin í stiklunni. Eftirlifendur orrustunnar um Winterfell þyrftu því að halda suður á leið og sparka í rassinn á málaliðunum. Þetta eru þó, svo það sé tekið fram, nánast innihaldslausar vangaveltur.
Bíó og sjónvarp Game of Thrones Kafað dýpra Mest lesið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Lífið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Lífið Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Fleiri fréttir Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira