Ingi Þór: Seinni hálfleikur var frábær Smári Jökull Jónsson skrifar 3. mars 2019 21:55 Ingi Þór var afar ánægður með sigurinn í kvöld. Vísir/Eyþór „Við erum stoltir af sjálfum okkur hér í dag, þetta var geggjaður sigur. Við vorum rosalega mjúkir í einhverjar tuttugu mínútur í vörninni. Ein lauflétt breyting í hálfleik og það varð allt annar bragur á vörninni. Mikið hrós á liðið í heildinni,“ sagði kampakátur þjálfari KR, Ingi Þór Steinþórsson, eftir sigur á Grindavík í kvöld. „Við settum Kristófer á Lewis (Clinch) og tókum hann af Óla, settum bakvörð í staðinn á hann. Það virkaði. Við vorum búnir að fá 18 stig stig á okkur frá Ingva og með þessu náðum við að stoppa þar sem þeir voru búnir að gera. Þetta var eins og göngutúr fyrir þá í fyrri hálfleik.“ Grindvíkingar leiddu mest allan tímann og komust mest í sextán stiga forskot í þriðja leikhluta. KR fór þá að bíta frá sér, minnkuðu muninn jafnt og þétt og eftir 11-2 kafla í upphafi fjórða leikhluta náðu þeir forystu sem þeir létu aldrei af hendi eftir það. „Það er eins og við höfum hörfað eftir þessar villur sem við fengum í byrjun. Við ætluðum að berjast og það var mikið dæmt í byrjun eins og oft er. Við bara bökkuðum og gáfum þeim það pláss sem þeir þurfa. Þeir eru gott skotlið og maður gefur góðu skotliði ekki pláss til að skjóta. Seinni hálfleikur var frábær hjá okkur.“ Mike Di Nunno var magnaður hjá KR í kvöld, skoraði 32 stig og áttu Grindvíkingar í stökustu vandræðum með að stöðva hann. „Hann er búinn að vera heima hjá sér í myrkvuðu herbergi með skurð á höfði síðan í leiknum gegn Þór. Það er mjög jákvætt að fá þessa frammistöðu frá honum í dag. Við vissum að við þyrftum frammistöðu í dag frá öðrum, Jón og Pavel voru ekki með. Mér fannst frammistaðan, ekki bara hjá Mike, heldur öðrum alveg til fyrirmyndar,“ sagði Ingi Þór að lokum. Dominos-deild karla Mest lesið „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sport Sú besta í heimi er ólétt Sport Danskur landsliðsmaður greindist með krabbamein Körfubolti Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Sló eitt elsta heimsmetið í frjálsum íþróttum Sport Úlfurinn hans Alfreðs Gísla át skotin hjá Norðmönnum Handbolti „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna Handbolti „Eitt besta lið í heimi“ Handbolti Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Enski boltinn Fleiri fréttir Danskur landsliðsmaður greindist með krabbamein Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Tryggvi og félagar sluppu með skrekkinn á móti botnliðinu NBA-leik frestað vegna óeirða í Minneapolis Elvar og félagar köstuðu frá sér sigrinum Njarðvík nær í nýjan miðherja eftir meiðslin Körfuboltakvöld: Betra að temja villtan leikmann en að vera með einhverja rolu Uppgjörið KR - Grindavík 93-71 | KR annað liðið til þess að vinna Grindavík Uppgjör: Tindstóll-Njarðvík 113-92 | Stólarnir léku sér að Njarðvíkingum „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Uppgjörið: Álftanes - ÍA 89-83 | Justin James afþiðnaði á réttum tíma Kári: Það koma dalir á hverju tímabili Leik lokið: ÍR - Stjarnan 109-118 | Stjörnumenn áfram á sigurbraut Uppgjörið: Valur - Þór Þ. 80-71 | Valsmenn unnu framlengdan leik Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu Fjórði sigur Haukakvenna í röð KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna Martin stoðsendingahæstur í Evrópusigri Tímabilið búið hjá Butler Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Bað um að fara frá Keflavík Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Justin James aftur á Álftanesið Blóðugt tap gegn Börsungum Sjá meira
„Við erum stoltir af sjálfum okkur hér í dag, þetta var geggjaður sigur. Við vorum rosalega mjúkir í einhverjar tuttugu mínútur í vörninni. Ein lauflétt breyting í hálfleik og það varð allt annar bragur á vörninni. Mikið hrós á liðið í heildinni,“ sagði kampakátur þjálfari KR, Ingi Þór Steinþórsson, eftir sigur á Grindavík í kvöld. „Við settum Kristófer á Lewis (Clinch) og tókum hann af Óla, settum bakvörð í staðinn á hann. Það virkaði. Við vorum búnir að fá 18 stig stig á okkur frá Ingva og með þessu náðum við að stoppa þar sem þeir voru búnir að gera. Þetta var eins og göngutúr fyrir þá í fyrri hálfleik.“ Grindvíkingar leiddu mest allan tímann og komust mest í sextán stiga forskot í þriðja leikhluta. KR fór þá að bíta frá sér, minnkuðu muninn jafnt og þétt og eftir 11-2 kafla í upphafi fjórða leikhluta náðu þeir forystu sem þeir létu aldrei af hendi eftir það. „Það er eins og við höfum hörfað eftir þessar villur sem við fengum í byrjun. Við ætluðum að berjast og það var mikið dæmt í byrjun eins og oft er. Við bara bökkuðum og gáfum þeim það pláss sem þeir þurfa. Þeir eru gott skotlið og maður gefur góðu skotliði ekki pláss til að skjóta. Seinni hálfleikur var frábær hjá okkur.“ Mike Di Nunno var magnaður hjá KR í kvöld, skoraði 32 stig og áttu Grindvíkingar í stökustu vandræðum með að stöðva hann. „Hann er búinn að vera heima hjá sér í myrkvuðu herbergi með skurð á höfði síðan í leiknum gegn Þór. Það er mjög jákvætt að fá þessa frammistöðu frá honum í dag. Við vissum að við þyrftum frammistöðu í dag frá öðrum, Jón og Pavel voru ekki með. Mér fannst frammistaðan, ekki bara hjá Mike, heldur öðrum alveg til fyrirmyndar,“ sagði Ingi Þór að lokum.
Dominos-deild karla Mest lesið „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sport Sú besta í heimi er ólétt Sport Danskur landsliðsmaður greindist með krabbamein Körfubolti Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Sló eitt elsta heimsmetið í frjálsum íþróttum Sport Úlfurinn hans Alfreðs Gísla át skotin hjá Norðmönnum Handbolti „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna Handbolti „Eitt besta lið í heimi“ Handbolti Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Enski boltinn Fleiri fréttir Danskur landsliðsmaður greindist með krabbamein Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Tryggvi og félagar sluppu með skrekkinn á móti botnliðinu NBA-leik frestað vegna óeirða í Minneapolis Elvar og félagar köstuðu frá sér sigrinum Njarðvík nær í nýjan miðherja eftir meiðslin Körfuboltakvöld: Betra að temja villtan leikmann en að vera með einhverja rolu Uppgjörið KR - Grindavík 93-71 | KR annað liðið til þess að vinna Grindavík Uppgjör: Tindstóll-Njarðvík 113-92 | Stólarnir léku sér að Njarðvíkingum „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Uppgjörið: Álftanes - ÍA 89-83 | Justin James afþiðnaði á réttum tíma Kári: Það koma dalir á hverju tímabili Leik lokið: ÍR - Stjarnan 109-118 | Stjörnumenn áfram á sigurbraut Uppgjörið: Valur - Þór Þ. 80-71 | Valsmenn unnu framlengdan leik Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu Fjórði sigur Haukakvenna í röð KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna Martin stoðsendingahæstur í Evrópusigri Tímabilið búið hjá Butler Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Bað um að fara frá Keflavík Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Justin James aftur á Álftanesið Blóðugt tap gegn Börsungum Sjá meira