Hafa flett ofan af fleiri skrefum í áætlun mannræningjanna Kristín Ólafsdóttir skrifar 1. mars 2019 23:15 Ekkert er vitað hvar Anne-Elisabeth Hagen er niðurkomin eða hvort hún er á lífi. Mynd/Norska lögreglan Lögreglumenn sem rannsaka hvarf Anne-Elisabeth Hagen hafa fundið fleiri vísbendingar sem gefa til kynna að mannránið hafi verið þaulskipulagt. Norska ríkisútvarpið NRK greinir frá þessu en ekki hefur verið fjallað áður um umræddar vísbendingar. Anne-Elisabeth er gift milljarðamæringnum Tom Hagen. Talið er að henni hafi verið rænt af heimili þeirra hjóna í Lørenskógi þann 31. október síðastliðinn en ekkert hefur spurst til hennar síðan. Meintir mannræningjar hafa sett sig í samband við fjölskylduna og krafist milljóna í lausnargjald í rafmyntinni Monero. Í frétt NRK segir að lögregla hafi flett ofan af fjölmörgum skrefum í áætlun mannræningjanna, sem teygi anga sína marga mánuði aftur í tímann. Lögregla staðfestir þetta í svari við fyrirspurn NRK. Á grundvelli rannsóknarhagsmuna sé hins vegar ekki hægt að veita frekari upplýsingar um það hvers eðlis nýju vísbendingarnar eru. „Við getum ekki farið nánar út í það hvernig undirbúningsskref þetta hafa verið, hvenær þeim var hrint í framkvæmd eða hvenær komist var á snoðir um þau,“ segir í svari lögreglu.Heimili Hagen-hjónanna í Fjellhamar í Lørenskógi í Noregi. Talið er að Anne-Elisabeth hafi verið rænt þaðan að morgni 31. október.vísir/epaBlaðagrein, dularfullir menn og ummerki á baðherberginu Áður hefur verið greint frá því að grein sem skrifuð var um auðæfi Toms Hagens í norsku héraðsblaði í júlí í fyrra hafi verið til rannsóknar hjá lögreglu. Talið er að greinin hafi mögulega veitt mannræningjunum „innblástur“. Þá hefur lögregla haft nafnlausan rafmyntar-aðgang, sem sagður er vera á vegum mannræningjanna, til rannsóknar en aðgangurinn var stofnaður skömmu eftir að áðurnefnd blaðagrein var birt. Einnig hefur leit staðið yfir af tveimur mönnum, sem sáust fyrir utan vinnustað Toms Hagens nokkrum klukkutímum áður en Anne-Elisabeth var rænt. Talið er að mannræningjarnir hafi vaktað vinnustaðinn, meðlimi Hagen-fjölskyldunnar og heimili hennar í Lørenskógi í aðdraganda mannránsins.Norska lögreglan hélt síðast blaðamannafund í gær. Þar kom fram að enn hefðu engar vísbendingar fundist um að Anne-Elisabeth væri á lífi. Lögregla útilokaði jafnframt ekki að Anne-Elisabeth hefði verið ráðinn bani. Þá greindi norska dagblaðið Verdens Gang frá því í vikunni að fundist hefðu ummerki um að Anne-Elisabeth hafi verið dregin eftir baðherbergisgólfinu á heimili sínu þegar henni var rænt. Anne-Elisabeth Hagen Noregur Tengdar fréttir Hafa fundið hluti í stöðuvatninu sem teknir verða til frekari rannsóknar Lögregla í Noregi hefur nú lokið leit sinni í Langvannet þar sem vísbendinga var leitað í tengslum við ránið á Anne-Elisabeth Falkevik Hagen. 28. janúar 2019 08:37 Ummerki um að Anne-Elisabeth hafi verið dregin út af baðherberginu Ekki hefur verið greint áður frá þessum vísbendingum í tengslum við hvarfið en norska dagblaðið Verdens gang fjallaði fyrst um málið í kvöld. 26. febrúar 2019 23:33 Þrír mánuðir frá því að Anne-Elisabeth var rænt en lögreglan engu nær Lögreglan í Noregi kveðst ekkert ætla að tjá sig um það hvað fannst í stöðuvatninu Langevannet fyrr í vikunni en leitað var að vatninu að vísbendingum í tengslum við ránið Anne-Elisabeth Falkevik Hagen. 31. janúar 2019 08:34 Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira
Lögreglumenn sem rannsaka hvarf Anne-Elisabeth Hagen hafa fundið fleiri vísbendingar sem gefa til kynna að mannránið hafi verið þaulskipulagt. Norska ríkisútvarpið NRK greinir frá þessu en ekki hefur verið fjallað áður um umræddar vísbendingar. Anne-Elisabeth er gift milljarðamæringnum Tom Hagen. Talið er að henni hafi verið rænt af heimili þeirra hjóna í Lørenskógi þann 31. október síðastliðinn en ekkert hefur spurst til hennar síðan. Meintir mannræningjar hafa sett sig í samband við fjölskylduna og krafist milljóna í lausnargjald í rafmyntinni Monero. Í frétt NRK segir að lögregla hafi flett ofan af fjölmörgum skrefum í áætlun mannræningjanna, sem teygi anga sína marga mánuði aftur í tímann. Lögregla staðfestir þetta í svari við fyrirspurn NRK. Á grundvelli rannsóknarhagsmuna sé hins vegar ekki hægt að veita frekari upplýsingar um það hvers eðlis nýju vísbendingarnar eru. „Við getum ekki farið nánar út í það hvernig undirbúningsskref þetta hafa verið, hvenær þeim var hrint í framkvæmd eða hvenær komist var á snoðir um þau,“ segir í svari lögreglu.Heimili Hagen-hjónanna í Fjellhamar í Lørenskógi í Noregi. Talið er að Anne-Elisabeth hafi verið rænt þaðan að morgni 31. október.vísir/epaBlaðagrein, dularfullir menn og ummerki á baðherberginu Áður hefur verið greint frá því að grein sem skrifuð var um auðæfi Toms Hagens í norsku héraðsblaði í júlí í fyrra hafi verið til rannsóknar hjá lögreglu. Talið er að greinin hafi mögulega veitt mannræningjunum „innblástur“. Þá hefur lögregla haft nafnlausan rafmyntar-aðgang, sem sagður er vera á vegum mannræningjanna, til rannsóknar en aðgangurinn var stofnaður skömmu eftir að áðurnefnd blaðagrein var birt. Einnig hefur leit staðið yfir af tveimur mönnum, sem sáust fyrir utan vinnustað Toms Hagens nokkrum klukkutímum áður en Anne-Elisabeth var rænt. Talið er að mannræningjarnir hafi vaktað vinnustaðinn, meðlimi Hagen-fjölskyldunnar og heimili hennar í Lørenskógi í aðdraganda mannránsins.Norska lögreglan hélt síðast blaðamannafund í gær. Þar kom fram að enn hefðu engar vísbendingar fundist um að Anne-Elisabeth væri á lífi. Lögregla útilokaði jafnframt ekki að Anne-Elisabeth hefði verið ráðinn bani. Þá greindi norska dagblaðið Verdens Gang frá því í vikunni að fundist hefðu ummerki um að Anne-Elisabeth hafi verið dregin eftir baðherbergisgólfinu á heimili sínu þegar henni var rænt.
Anne-Elisabeth Hagen Noregur Tengdar fréttir Hafa fundið hluti í stöðuvatninu sem teknir verða til frekari rannsóknar Lögregla í Noregi hefur nú lokið leit sinni í Langvannet þar sem vísbendinga var leitað í tengslum við ránið á Anne-Elisabeth Falkevik Hagen. 28. janúar 2019 08:37 Ummerki um að Anne-Elisabeth hafi verið dregin út af baðherberginu Ekki hefur verið greint áður frá þessum vísbendingum í tengslum við hvarfið en norska dagblaðið Verdens gang fjallaði fyrst um málið í kvöld. 26. febrúar 2019 23:33 Þrír mánuðir frá því að Anne-Elisabeth var rænt en lögreglan engu nær Lögreglan í Noregi kveðst ekkert ætla að tjá sig um það hvað fannst í stöðuvatninu Langevannet fyrr í vikunni en leitað var að vatninu að vísbendingum í tengslum við ránið Anne-Elisabeth Falkevik Hagen. 31. janúar 2019 08:34 Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira
Hafa fundið hluti í stöðuvatninu sem teknir verða til frekari rannsóknar Lögregla í Noregi hefur nú lokið leit sinni í Langvannet þar sem vísbendinga var leitað í tengslum við ránið á Anne-Elisabeth Falkevik Hagen. 28. janúar 2019 08:37
Ummerki um að Anne-Elisabeth hafi verið dregin út af baðherberginu Ekki hefur verið greint áður frá þessum vísbendingum í tengslum við hvarfið en norska dagblaðið Verdens gang fjallaði fyrst um málið í kvöld. 26. febrúar 2019 23:33
Þrír mánuðir frá því að Anne-Elisabeth var rænt en lögreglan engu nær Lögreglan í Noregi kveðst ekkert ætla að tjá sig um það hvað fannst í stöðuvatninu Langevannet fyrr í vikunni en leitað var að vatninu að vísbendingum í tengslum við ránið Anne-Elisabeth Falkevik Hagen. 31. janúar 2019 08:34