Starfandi forseti Alþjóðabankans ræðir stöðu kvenna á vinnumarkaði á málstofu í Reykjavík Heimsljós kynnir 1. mars 2019 16:00 Niðurstöður nýrrar skýrslu Alþjóðabankans benda til þess að ríki veiti konum að meðaltali 75% af réttindum karla á vinnumarkaði. golli Kristina Georgieva, starfandi forseti Alþjóðabankans, tekur þátt í málstofu á vegum utanríkisráðuneytisins og Alþjóðabankans um stöðu kvenna á vinnumarkaði næstkomandi mánudag. Þar verður fjallað um niðurstöður nýrrar skýrslu bankans sem benda til þess að ríki veiti konum að meðaltali 75% af réttindum karla á vinnumarkaði. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra flytur opnunarávarp á málstofunni sem hefst klukkan 18:00 á Hilton Nordica Reykjavík hótelinu. Skýrsla Alþjóðabankans – Women, Business and the Law 2019 – sýnir 10 ára samantekt á lagalegri stöðu kvenna á vinnumarkaði í 187 ríkjum, þau tækifæri og áskoranir sem konur standa frammi fyrir þegar kemur að jafnri stöðu á vinnumarkaði og í viðskiptum. Lagaumhverfi 187 ríkja er metið yfir tímabilið 2009 til 2017, með tilliti til hvernig það styður við atvinnuþátttöku kvenna. Þau ríki sem fá fullt hús stiga eru meðal annars Danmörk, Svíþjóð, Lettland og Frakkland. Ísland er meðal efstu ríkja hvað varðar lagalega stöðu kvenna á vinnumarkaði á síðastliðnum áratug en rými er enn til umbóta þegar litið er til kynjabils í lífeyrismálum. Af þeim þáttum sem mældir eru benda niðurstöður skýrslunnar til þess að ríki veiti konum að meðaltali 75% af réttindum karla á vinnumarkaði. Löggjöf og regluverk margra ríkja er enn fyrirstaða fyrir efnahagsleg tækifæri og framgang kvenna og jafna atvinnuþátttöku þeirra á við karla. Konur í Mið-Austurlöndum og Suður-Asíu hafa til dæmis einungis tæplega helming af réttindum karla á vinnumarkaði. Þetta sýnir að þrátt fyrir töluverðar umbætur á lagaumhverfi og regluverki á undanförnum áratug um stöðu kvenna á vinnumarkaði og í atvinnulífinu, er konum enn mismunað á margvíslegan hátt víða um heim. Auk ávarps frá Kristinu Georgieva, starfandi forseta Alþjóðabankans, verða fluttar þrjár örkynningar á málstofunni á mánudag. Stefán Sigurðsson forstjóri Sýnar ræðir leiðir sem einkafyrirtæki hefur farið til að stuðla að jafnrétti í atvinnulífinu, Hanna Birna Kristjánsdóttir stjórnarformaður samtakanna Women Political Leaders fer yfir árangursríkar aðgerðir sem löggjafinn hefur tekið til að jafna stöðu kynjanna og Kondwani Macdonald Mhone nemi við Jafnréttisskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna og sérfræðingur í kvenna- og barnamálaráðuneyti Malaví talar um stöðu jafnréttismála í Malaví. Í lok fundar verða pallborðsumræður um efni skýrslunnar. Í pallborði sitja Kristalina Georgieva, Guðlaugur Þór Þórðarson, Hanna Birna Kristjánsdóttir og Ulla Tørnæs þróunarmálaráðherra Danmerkur. Fundarstjóri verður Kristín A. Árnadóttir sendiherra jafnréttismála sem stýrir einnig umræðum í pallborði. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent
Kristina Georgieva, starfandi forseti Alþjóðabankans, tekur þátt í málstofu á vegum utanríkisráðuneytisins og Alþjóðabankans um stöðu kvenna á vinnumarkaði næstkomandi mánudag. Þar verður fjallað um niðurstöður nýrrar skýrslu bankans sem benda til þess að ríki veiti konum að meðaltali 75% af réttindum karla á vinnumarkaði. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra flytur opnunarávarp á málstofunni sem hefst klukkan 18:00 á Hilton Nordica Reykjavík hótelinu. Skýrsla Alþjóðabankans – Women, Business and the Law 2019 – sýnir 10 ára samantekt á lagalegri stöðu kvenna á vinnumarkaði í 187 ríkjum, þau tækifæri og áskoranir sem konur standa frammi fyrir þegar kemur að jafnri stöðu á vinnumarkaði og í viðskiptum. Lagaumhverfi 187 ríkja er metið yfir tímabilið 2009 til 2017, með tilliti til hvernig það styður við atvinnuþátttöku kvenna. Þau ríki sem fá fullt hús stiga eru meðal annars Danmörk, Svíþjóð, Lettland og Frakkland. Ísland er meðal efstu ríkja hvað varðar lagalega stöðu kvenna á vinnumarkaði á síðastliðnum áratug en rými er enn til umbóta þegar litið er til kynjabils í lífeyrismálum. Af þeim þáttum sem mældir eru benda niðurstöður skýrslunnar til þess að ríki veiti konum að meðaltali 75% af réttindum karla á vinnumarkaði. Löggjöf og regluverk margra ríkja er enn fyrirstaða fyrir efnahagsleg tækifæri og framgang kvenna og jafna atvinnuþátttöku þeirra á við karla. Konur í Mið-Austurlöndum og Suður-Asíu hafa til dæmis einungis tæplega helming af réttindum karla á vinnumarkaði. Þetta sýnir að þrátt fyrir töluverðar umbætur á lagaumhverfi og regluverki á undanförnum áratug um stöðu kvenna á vinnumarkaði og í atvinnulífinu, er konum enn mismunað á margvíslegan hátt víða um heim. Auk ávarps frá Kristinu Georgieva, starfandi forseta Alþjóðabankans, verða fluttar þrjár örkynningar á málstofunni á mánudag. Stefán Sigurðsson forstjóri Sýnar ræðir leiðir sem einkafyrirtæki hefur farið til að stuðla að jafnrétti í atvinnulífinu, Hanna Birna Kristjánsdóttir stjórnarformaður samtakanna Women Political Leaders fer yfir árangursríkar aðgerðir sem löggjafinn hefur tekið til að jafna stöðu kynjanna og Kondwani Macdonald Mhone nemi við Jafnréttisskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna og sérfræðingur í kvenna- og barnamálaráðuneyti Malaví talar um stöðu jafnréttismála í Malaví. Í lok fundar verða pallborðsumræður um efni skýrslunnar. Í pallborði sitja Kristalina Georgieva, Guðlaugur Þór Þórðarson, Hanna Birna Kristjánsdóttir og Ulla Tørnæs þróunarmálaráðherra Danmerkur. Fundarstjóri verður Kristín A. Árnadóttir sendiherra jafnréttismála sem stýrir einnig umræðum í pallborði. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent