Leik ÍBV og Akureyrar í Olísdeild karla hefur aftur verið frestað og er enn óvíst hvenær hann verður settur á.
Leikurinn átti upphaflega að fara fram í gær en var frestað vegna samgönguörðugleika. Var nýr leiktími settur í dag.
Nú hefur hins vegar aftur þurft að fresta leiknum og hefur HSÍ ekki sett nýjan leiktíma að svo stöddu.
Tveir leikir fara fram í 17. umferðinni í kvöld, Afturelding mætir Val og Selfyssingar taka á móti FH. Leikur Aftureldingar og Vals verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og svo fer Seinni bylgjan yfir umferðina að honum loknum.
