Hvaða veitingastaður seldi fyrsta hamborgara á Íslandi? Kristján Már Unnarsson skrifar 19. mars 2019 20:45 Einar Ísfjörð, verslunarstjóri Staðarskála, telur að fyrsti hamborgarinn hafi verið seldur í gamla Staðarskála. Stöð 2/Einar Árnason. Getur verið að fyrstu hamborgarar á Íslandi hafi verið seldir í Hrútafirði og fyrstu hamborgarabrauðin bökuð á Blönduósi? Í Staðarskála telja menn að fyrsti hamborgarinn hafi verið snæddur þar. Fjallað var um þetta í fréttum Stöðvar 2. Hamborgarinn hefur lengi verið einn vinsælasti skyndibitaréttur landsmanna. En getur verið að það hafi verið norður í Hrútafirði sem þessi réttur birtist fyrst á matseðli íslensks veitingastaðar?Hamborgarar steiktir í nýja Staðarskála.Stöð 2/Einar Árnason.Í þættinum „Um land allt“ á Stöð í gærkvöldi rakti verslunarstjóri N1 í Staðarskála, Einar Ísfjörð, nokkur atriði úr sögu gamla Staðarskála. „Mér skilst að á sínum tíma hafi verið starfsstúlka sem hafi verið að vinna hjá þeim hérna í Staðarskála, sem hafi farið til Ameríku, og kom með frá Ameríku að þar væru steiktir hamborgarar og afgreiddir í brauði með korni,“ segir Einar.Var þetta fyrsti hamborgarastaðurinn á Íslandi? Veitingaskálinn á Stað var opnaður í júní árið 1960 og fór þá að selja hamborgara.Mynd/Staðarhópurinn.Bára Guðmundsdóttir, sem rak Staðarskála ásamt eiginmanni sínum og mági, bræðrunum Magnúsi og Eiríki Gíslasonum, telur að þetta hafi gerst í júní 1960 þegar fyrsti veitingaskálinn var opnaður. Stúlkan sem kynnti þeim hamborgarann heitir Steina Guðrún Hammer Guðmundsdóttir og er núna 88 ára gömul en hún hafði verið þerna á skipi í siglingum til Ameríku. Bára Guðmundsdóttir, einn af stofnendum Staðarskála.Mynd/Staðarhópurinn.„Þeir tóku þetta náttúrulega strax bræðurnir og fóru að láta framleiða hamborgara og gerðu það hér í skálanum sjálfir. En þá fengu þeir engan til að baka fyrir sig brauð með korni. Það vildi enginn bakari baka brauð með korni, þótti þetta bara vitlaust,“ segir Einar. „En svo fengu þeir bakara á Blönduósi sem sá um að baka fyrir þá í mörg ár brauð með korni. Þar af leiðandi held ég að fyrsti hamborgarinn hafi nú verið snæddur hér í Staðarskála, - á Íslandi.“ Hamborgarabrauðin fyrir Staðarskála voru bökuð á Blönduósi.Stöð 2/Einar Árnason.-Þú heldur að það hafi enginn verið í Reykjavík fyrri til? „Ja, nú veit ég ekki. En við skulum segja úti á landi. Við skulum eigna okkur það.“ Og nú langar okkur að spyrja lesendur hvort einhver viti til þess að annar íslenskur veitingastaður hafi verið fyrri til að selja Íslendingum hamborgara. Ábendingar má senda á ritstjorn@visir.is. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Blönduós Húnaþing vestra Matur Um land allt Tengdar fréttir Hrútfirðingum finnst þeir eiga Staðarskála Staðarskáli er stærsta fyrirtæki í Húnavatnssýslum og þar hafa þeir afgreitt uppundir áttahundruð pylsur á dag ofan í viðskiptavini og yfir eitthundrað lítra af kjötsúpu. 18. mars 2019 21:45 Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Getur verið að fyrstu hamborgarar á Íslandi hafi verið seldir í Hrútafirði og fyrstu hamborgarabrauðin bökuð á Blönduósi? Í Staðarskála telja menn að fyrsti hamborgarinn hafi verið snæddur þar. Fjallað var um þetta í fréttum Stöðvar 2. Hamborgarinn hefur lengi verið einn vinsælasti skyndibitaréttur landsmanna. En getur verið að það hafi verið norður í Hrútafirði sem þessi réttur birtist fyrst á matseðli íslensks veitingastaðar?Hamborgarar steiktir í nýja Staðarskála.Stöð 2/Einar Árnason.Í þættinum „Um land allt“ á Stöð í gærkvöldi rakti verslunarstjóri N1 í Staðarskála, Einar Ísfjörð, nokkur atriði úr sögu gamla Staðarskála. „Mér skilst að á sínum tíma hafi verið starfsstúlka sem hafi verið að vinna hjá þeim hérna í Staðarskála, sem hafi farið til Ameríku, og kom með frá Ameríku að þar væru steiktir hamborgarar og afgreiddir í brauði með korni,“ segir Einar.Var þetta fyrsti hamborgarastaðurinn á Íslandi? Veitingaskálinn á Stað var opnaður í júní árið 1960 og fór þá að selja hamborgara.Mynd/Staðarhópurinn.Bára Guðmundsdóttir, sem rak Staðarskála ásamt eiginmanni sínum og mági, bræðrunum Magnúsi og Eiríki Gíslasonum, telur að þetta hafi gerst í júní 1960 þegar fyrsti veitingaskálinn var opnaður. Stúlkan sem kynnti þeim hamborgarann heitir Steina Guðrún Hammer Guðmundsdóttir og er núna 88 ára gömul en hún hafði verið þerna á skipi í siglingum til Ameríku. Bára Guðmundsdóttir, einn af stofnendum Staðarskála.Mynd/Staðarhópurinn.„Þeir tóku þetta náttúrulega strax bræðurnir og fóru að láta framleiða hamborgara og gerðu það hér í skálanum sjálfir. En þá fengu þeir engan til að baka fyrir sig brauð með korni. Það vildi enginn bakari baka brauð með korni, þótti þetta bara vitlaust,“ segir Einar. „En svo fengu þeir bakara á Blönduósi sem sá um að baka fyrir þá í mörg ár brauð með korni. Þar af leiðandi held ég að fyrsti hamborgarinn hafi nú verið snæddur hér í Staðarskála, - á Íslandi.“ Hamborgarabrauðin fyrir Staðarskála voru bökuð á Blönduósi.Stöð 2/Einar Árnason.-Þú heldur að það hafi enginn verið í Reykjavík fyrri til? „Ja, nú veit ég ekki. En við skulum segja úti á landi. Við skulum eigna okkur það.“ Og nú langar okkur að spyrja lesendur hvort einhver viti til þess að annar íslenskur veitingastaður hafi verið fyrri til að selja Íslendingum hamborgara. Ábendingar má senda á ritstjorn@visir.is. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Blönduós Húnaþing vestra Matur Um land allt Tengdar fréttir Hrútfirðingum finnst þeir eiga Staðarskála Staðarskáli er stærsta fyrirtæki í Húnavatnssýslum og þar hafa þeir afgreitt uppundir áttahundruð pylsur á dag ofan í viðskiptavini og yfir eitthundrað lítra af kjötsúpu. 18. mars 2019 21:45 Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Hrútfirðingum finnst þeir eiga Staðarskála Staðarskáli er stærsta fyrirtæki í Húnavatnssýslum og þar hafa þeir afgreitt uppundir áttahundruð pylsur á dag ofan í viðskiptavini og yfir eitthundrað lítra af kjötsúpu. 18. mars 2019 21:45