Signý var í lífshættu eftir að hafa brennst illa: „Var búin að sætta mig við að ég myndi aldrei eignast kærasta“ Stefán Árni Pálsson skrifar 19. mars 2019 10:00 Signý Gísladóttir opnar sig í Íslandi í dag á Stöð 2. Þegar Signý Gísladóttir var tveggja ára fór hún í sumarbústaðarferð með foreldrum sínum rétt fyrir utan Borgarnes. Fjölskyldan var ekki búin að vera lengi þegar Signý teygir sig í ketil með brennandi heitu vatni sem fór yfir hana. „Á þessum tíma var enginn sími þannig að foreldrar mínir þurftu að keyra langa vegalengd og á leiðinni stoppar lögreglan þau þar sem þau voru að keyra á ólöglegum hraða. Löggan sér hvað er í gangi þannig að þeir leiða mömmu og pabba að spítala sem er á Akranesi,“ segir Signý Gísladóttir sem brenndist mjög illa. Á Akranesi var í raun ekki teymi eða aðstaða til að takast á við aðstæður sem þessar. Signý var skaðbrennd á stórum hluta líkamans. Á öllu bakinu, vinstri hendinni, aðeins á hálsi og inn á maga. „Þarna er eldri læknir sem er pollrólegur. Hann finnur einhverja æð á bakinu á mér og sprautar efni sem kallast cetring í mig. Það á víst ekki að vera hægt að framkvæma slíkt á börnum en það heppnast og heldur mér á lífi þar til ég er komin til Reykjavíkur.“Signý var á gjörgæslu í nokkrar vikur eftir slysið.Þegar þangað var komið var húð tekin frá rist upp að nára. „Þannig að ég er með ör á líkamanum. Svo var einnig tónlistarhátíð þarna fyrir utan Akranes, því þetta var um Verslunarmannahelgi, og fyrir tilviljun var sjúkraþyrla á sveimi fyrir ofan Akranes. Hún lendir og fer með mig upp á gjörgæslu. Ég er á gjörgæslu í einhverjar vikur og þar er ég í einangrun. Í framhaldinu af því fer ég upp á spítala og er þar í einhvern tíma og er þar í húðígræðslum og þess háttar. Ég var í lífshættu fyrstu dagana. Læknarnir töldu að af því að ég var svona hraust og duglega að það hafi bjargað mér, eða ég vil meina það,“ segir Signý og hlær. Signý segist fegin að hafa ekki fengið heitt vatn í andlitið og hafa verið í bleyju sem varði líkamann að hluta. Hún segir uppvaxtarárin hafa tekið á en af virðingu við foreldra sína, þar sem hún vissi hvað þeim fannst þetta erfitt, talaði hún lítið um þetta við þau. Hún hugsaði mikið um örin og var meðvituð. „Frá því að ég man eftir mér var ég alltaf að fela hendina því ég hélt að fólk myndi afneita mér. Svo þegar ég var komin á gelgjuárin fór mér að finnast alveg svakalega erfitt að fara í skólasund og ég þoldi ekki að labba frá sturtuklefanum yfir í laugina. Fólk horfði mjög mikið og ég var spurð mjög mikið. Ég lét það ekki pirra mig og svaraði alltaf. Mér fannst í raun betra þegar fólk spurði mig. Ef fólk spyr, þá hættir það að pæla í því og hættir að glápa.“Signý er í dag hætt í feluleik.Á ákveðnum tímapunkti breyttist líðan hennar gagnvart þessu. „Ég byrjaði í Versló og var rosalega kvíðin fyrir því að fara inn í Versló. Þegar maður kom inn í nýtt umhverfi fór það strax að spyrja og þarna voru grunnskóla vinir mínir orðnir vanir þessu. Þá var ég svo hrædd um að ég myndi ekki eignast vinkonur ef þær vissu af þessu. Mér finnst ótrúlegt að hugsa þannig núna, því ég er svo fjarri því í dag. Ég man að ég var búin að vera í eina viku eða tvær þegar við stelpurnar förum á Stjörnutorg til þess að borða. Ég gleymdi mér aðeins og vinkona mín spyr hvað hafi komið fyrir hendina á mér. Þær tóku mér svo ótrúlega vel og stuðningur þeirra gerði mig að þeirri manneskju sem ég er í dag.“ Signý segir að samt sem áður hafi komið upp leiðinleg tilfelli. „Ég var að farða fyrir leikrit í Versló og þar var strákur sem horfir á mig, sér örin og segir ojj hvað er þetta. Ég segi honum að ég hafi brennt mig og þá segir hann, hefur þú aldrei lent í því að strákar taki þig heim og hendi þér síðan bara út. Það var svo skrýtið að ég tók þessu ekki inn á mig og hugsað bara æji greyið, hann á greinilega eitthvað bátt.“ Hún segist hafa oft á tíðum klætt sig í nokkrar flíkur. Bol, peysu og rúllukraga.Lífið leikur við hana í dag.„Ef ég var að fara á ball og var í kjól, þá var það bara peysa yfir kjólinn. Mér finnst svo skrýtið að hugsa til þess að ég hafi verið svona því í dag er ég svo langt frá því að vera þessi lokaða manneskja í dag.“ Hún segist alltaf hafa verið hrædd um að eignast aldrei kærasta. „Ég var búin að ákveða tólf ára að ég myndi aldrei eignast kærasta. Mér fannst ég bara ljót og það var bara einhver kvíði sem kemur út frá þessu. Ég var bara búin að sætta mig við það að ég myndi ekki eignast kærasta. Fyrsti kærastinn minn, sem ég er með í dag, tekur mér bara eins og ég er og þetta er bara ekkert mál fyrir honum.“ Í dag er Signý á allt öðrum stað, er hætt að klæða sig í þrjár peysur til að fela sig og búin að vinna í sínum málum. Nú vill hún hjálpa öðrum og segir sögu í Íslandi í dag en þátturinn var sýndur í gærkvöldi. Ísland í dag Mest lesið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Lífið Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Lífið Fleiri fréttir Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Versti óttinn að raungerast Árbæjarskóli og Laugalækjarskóli áfram í úrslit í Skrekk Hvuttar á kjörstað Sjá meira
Þegar Signý Gísladóttir var tveggja ára fór hún í sumarbústaðarferð með foreldrum sínum rétt fyrir utan Borgarnes. Fjölskyldan var ekki búin að vera lengi þegar Signý teygir sig í ketil með brennandi heitu vatni sem fór yfir hana. „Á þessum tíma var enginn sími þannig að foreldrar mínir þurftu að keyra langa vegalengd og á leiðinni stoppar lögreglan þau þar sem þau voru að keyra á ólöglegum hraða. Löggan sér hvað er í gangi þannig að þeir leiða mömmu og pabba að spítala sem er á Akranesi,“ segir Signý Gísladóttir sem brenndist mjög illa. Á Akranesi var í raun ekki teymi eða aðstaða til að takast á við aðstæður sem þessar. Signý var skaðbrennd á stórum hluta líkamans. Á öllu bakinu, vinstri hendinni, aðeins á hálsi og inn á maga. „Þarna er eldri læknir sem er pollrólegur. Hann finnur einhverja æð á bakinu á mér og sprautar efni sem kallast cetring í mig. Það á víst ekki að vera hægt að framkvæma slíkt á börnum en það heppnast og heldur mér á lífi þar til ég er komin til Reykjavíkur.“Signý var á gjörgæslu í nokkrar vikur eftir slysið.Þegar þangað var komið var húð tekin frá rist upp að nára. „Þannig að ég er með ör á líkamanum. Svo var einnig tónlistarhátíð þarna fyrir utan Akranes, því þetta var um Verslunarmannahelgi, og fyrir tilviljun var sjúkraþyrla á sveimi fyrir ofan Akranes. Hún lendir og fer með mig upp á gjörgæslu. Ég er á gjörgæslu í einhverjar vikur og þar er ég í einangrun. Í framhaldinu af því fer ég upp á spítala og er þar í einhvern tíma og er þar í húðígræðslum og þess háttar. Ég var í lífshættu fyrstu dagana. Læknarnir töldu að af því að ég var svona hraust og duglega að það hafi bjargað mér, eða ég vil meina það,“ segir Signý og hlær. Signý segist fegin að hafa ekki fengið heitt vatn í andlitið og hafa verið í bleyju sem varði líkamann að hluta. Hún segir uppvaxtarárin hafa tekið á en af virðingu við foreldra sína, þar sem hún vissi hvað þeim fannst þetta erfitt, talaði hún lítið um þetta við þau. Hún hugsaði mikið um örin og var meðvituð. „Frá því að ég man eftir mér var ég alltaf að fela hendina því ég hélt að fólk myndi afneita mér. Svo þegar ég var komin á gelgjuárin fór mér að finnast alveg svakalega erfitt að fara í skólasund og ég þoldi ekki að labba frá sturtuklefanum yfir í laugina. Fólk horfði mjög mikið og ég var spurð mjög mikið. Ég lét það ekki pirra mig og svaraði alltaf. Mér fannst í raun betra þegar fólk spurði mig. Ef fólk spyr, þá hættir það að pæla í því og hættir að glápa.“Signý er í dag hætt í feluleik.Á ákveðnum tímapunkti breyttist líðan hennar gagnvart þessu. „Ég byrjaði í Versló og var rosalega kvíðin fyrir því að fara inn í Versló. Þegar maður kom inn í nýtt umhverfi fór það strax að spyrja og þarna voru grunnskóla vinir mínir orðnir vanir þessu. Þá var ég svo hrædd um að ég myndi ekki eignast vinkonur ef þær vissu af þessu. Mér finnst ótrúlegt að hugsa þannig núna, því ég er svo fjarri því í dag. Ég man að ég var búin að vera í eina viku eða tvær þegar við stelpurnar förum á Stjörnutorg til þess að borða. Ég gleymdi mér aðeins og vinkona mín spyr hvað hafi komið fyrir hendina á mér. Þær tóku mér svo ótrúlega vel og stuðningur þeirra gerði mig að þeirri manneskju sem ég er í dag.“ Signý segir að samt sem áður hafi komið upp leiðinleg tilfelli. „Ég var að farða fyrir leikrit í Versló og þar var strákur sem horfir á mig, sér örin og segir ojj hvað er þetta. Ég segi honum að ég hafi brennt mig og þá segir hann, hefur þú aldrei lent í því að strákar taki þig heim og hendi þér síðan bara út. Það var svo skrýtið að ég tók þessu ekki inn á mig og hugsað bara æji greyið, hann á greinilega eitthvað bátt.“ Hún segist hafa oft á tíðum klætt sig í nokkrar flíkur. Bol, peysu og rúllukraga.Lífið leikur við hana í dag.„Ef ég var að fara á ball og var í kjól, þá var það bara peysa yfir kjólinn. Mér finnst svo skrýtið að hugsa til þess að ég hafi verið svona því í dag er ég svo langt frá því að vera þessi lokaða manneskja í dag.“ Hún segist alltaf hafa verið hrædd um að eignast aldrei kærasta. „Ég var búin að ákveða tólf ára að ég myndi aldrei eignast kærasta. Mér fannst ég bara ljót og það var bara einhver kvíði sem kemur út frá þessu. Ég var bara búin að sætta mig við það að ég myndi ekki eignast kærasta. Fyrsti kærastinn minn, sem ég er með í dag, tekur mér bara eins og ég er og þetta er bara ekkert mál fyrir honum.“ Í dag er Signý á allt öðrum stað, er hætt að klæða sig í þrjár peysur til að fela sig og búin að vinna í sínum málum. Nú vill hún hjálpa öðrum og segir sögu í Íslandi í dag en þátturinn var sýndur í gærkvöldi.
Ísland í dag Mest lesið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Lífið Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Lífið Fleiri fréttir Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Versti óttinn að raungerast Árbæjarskóli og Laugalækjarskóli áfram í úrslit í Skrekk Hvuttar á kjörstað Sjá meira