Átján ára gömul og vann sér óvænt inn 140 milljónir um helgina Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. mars 2019 10:30 Bianca Andreescu með bikarinn fyrir sigurinn í mótinu. AP/Mark J. Terrill Bianca Andreescu er yngsti sigurvegarinn á Indian Wells tennismótinu síðan að Serena Williams vann mótið fyrri tuttugu árum síðan. Sigurvegari þessa virta tennismóts var lítt þekkt tenniskona sem fékk aukasæti í mótinu en endaði á því að fara alla leið. Kanada er búið að eignast nýja íþróttastjörnu. Bianca Andreescu var svokallaður "wildcard" leikmaður á mótinu. Staða hennar á heimslistanum var ekki nógu góð til að hún fengi röðun inn í mótið en hún fékk eitt af aukasætunum sem oft koma í hlut yngri óreyndari leikmanna.How’s @Bandreescu_ going to celebrate her first @WTA title? The #BNPPO19 women’s singles champion sits down to talk about her crazy two weeks in #TennisParadise. pic.twitter.com/fqeMtiuOuQ — BNP Paribas Open (@BNPPARIBASOPEN) March 18, 2019Aldrei áður hefur "wildcard" tenniskona unnið þetta mót en uppkoma hennar er þegar farin að minna á það þegar Naomi Osaka sló í gegn á síðasta ári. Osaka vann á endanum tvö risamót í röð og komst upp í toppsæti heimslistans. Bianca Andreescu er hins vegar nafn sem tennisáhugamenn eiga eftir að heyra oft á næstu árum ef marka má þessa ótrúlegu byrjun hennar. Serena Williams var 17 ára þegar hún vann þetta mót árið 1999 og það þekkja allir hennar ótrúlega feril.https://t.co/O31LkfR9tj — Kyle Schnitzer (@Kyle_Schnitzer) March 18, 2019 Bianca byrjaði árið í 152. sæti á heimslistanum en er komin upp í 24. sæti eftir sigurinn á sunnudaginn. Hún er aðeins átján ára gömul og varð í 200. sæti á listanum í fyrra. Andreescu segist hafa tekið sjálfa sig í gegn, bætt mataræðið sitt og hugað meira að andlegri þjálfun. Hún þakkar jóga og hugarþjálfun fyrir framfarir sínar en mamma hennar kynnti hana fyrir jóga þegar hún var tólf ára gömul. Hvað sem hún gerði þá er það að framkalla hálfgert kraftaverk. Hún fékk bara „að vera með“ á Indian Wells mótinu og hver sigur var stórfrétt. Hún sló út stelpurnar í 32., 18., 20., 6. og 8. sæti á styrkleikalista mótsins áður en hún vann Angelique Kerber í úrslitaleiknum. Angelique Kerber var í fjórða sæti á síðasta heimslistanum en tapaði úrslitaleiknum 6-4, 3-6 og 6-4. Bianca Andreescu tók ekki bara risastökk á heimslistanum með þessum sigri því hún fékk einnig 1,2 milljónir dollara í sigurlaun eða 140 milljónir íslenskra króna. Það er ágætis útborgun fyrir átján ára stelpu en aðeins upphafið að einhverju miklu meiru haldi hún áfram á sömu braut.Teenage Dream@Bandreescu_#BNPPO19pic.twitter.com/gQwL5ACXf5 — BNP Paribas Open (@BNPPARIBASOPEN) March 18, 2019 Tennis Mest lesið Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Fótbolti Stefán Teitur og félagar eiga raunhæfa möguleika á að komast áfram Fótbolti Hvað verður um Antonio Brown? Sport Ýmir Örn: Markmiðið að komast í Ólympíuumspilið Handbolti Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Handbolti Jones ber mikla virðingu fyrir Calzaghe Sport Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Fótbolti Segja Andra Lucas til sölu Fótbolti Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Leiktímarnir í milliriðlinum klárir „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Leik Ajax og Groningen aflýst vegna óhóflegrar flugeldanotkunar Ágúst Eðvald heim í Þór Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Viking norskur meistari í fyrsta sinn síðan 1991 Verstappen stal sigrinum og allt galopið fyrir lokakeppnina „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ „Alltaf gaman að fara upp og negla“ Mæta Færeyjum í milliriðli Sjáðu fíflaganginn hjá Paquetá: Fékk tvö gul með 54 sekúndna millibili Enn einn sigur Villa og Mávarnir á flugi Sanngjarnt jafntefli niðurstaðan Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni Fyrsta deildarmark Isaks kom í langþráðum sigri Uppgjörið: Ísland - Úrúgvæ 33-19 | Stórsigur og Íslendingar í milliriðil „Mikilvægi Zirkzee fólst ekki bara í markinu“ Endurkomusigur United á Selhurst Park Sami hópur og síðast Spilar þrátt fyrir að vera í krabbameinsmeðferð: „Sé fyrir endann á þessu“ „Aðeins öðruvísi handbolti“ Sjáðu skallamark Andra Lucasar gegn Wrexham Stelpunum okkar fjölgar fyrir leik dagsins Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Segir að Dorgu sé að farast úr stressi í hvert sinn sem hann fær boltann Halli Egils og Alexander í úrslit: „Skal árita sokkinn minn á eftir“ Sjá meira
Bianca Andreescu er yngsti sigurvegarinn á Indian Wells tennismótinu síðan að Serena Williams vann mótið fyrri tuttugu árum síðan. Sigurvegari þessa virta tennismóts var lítt þekkt tenniskona sem fékk aukasæti í mótinu en endaði á því að fara alla leið. Kanada er búið að eignast nýja íþróttastjörnu. Bianca Andreescu var svokallaður "wildcard" leikmaður á mótinu. Staða hennar á heimslistanum var ekki nógu góð til að hún fengi röðun inn í mótið en hún fékk eitt af aukasætunum sem oft koma í hlut yngri óreyndari leikmanna.How’s @Bandreescu_ going to celebrate her first @WTA title? The #BNPPO19 women’s singles champion sits down to talk about her crazy two weeks in #TennisParadise. pic.twitter.com/fqeMtiuOuQ — BNP Paribas Open (@BNPPARIBASOPEN) March 18, 2019Aldrei áður hefur "wildcard" tenniskona unnið þetta mót en uppkoma hennar er þegar farin að minna á það þegar Naomi Osaka sló í gegn á síðasta ári. Osaka vann á endanum tvö risamót í röð og komst upp í toppsæti heimslistans. Bianca Andreescu er hins vegar nafn sem tennisáhugamenn eiga eftir að heyra oft á næstu árum ef marka má þessa ótrúlegu byrjun hennar. Serena Williams var 17 ára þegar hún vann þetta mót árið 1999 og það þekkja allir hennar ótrúlega feril.https://t.co/O31LkfR9tj — Kyle Schnitzer (@Kyle_Schnitzer) March 18, 2019 Bianca byrjaði árið í 152. sæti á heimslistanum en er komin upp í 24. sæti eftir sigurinn á sunnudaginn. Hún er aðeins átján ára gömul og varð í 200. sæti á listanum í fyrra. Andreescu segist hafa tekið sjálfa sig í gegn, bætt mataræðið sitt og hugað meira að andlegri þjálfun. Hún þakkar jóga og hugarþjálfun fyrir framfarir sínar en mamma hennar kynnti hana fyrir jóga þegar hún var tólf ára gömul. Hvað sem hún gerði þá er það að framkalla hálfgert kraftaverk. Hún fékk bara „að vera með“ á Indian Wells mótinu og hver sigur var stórfrétt. Hún sló út stelpurnar í 32., 18., 20., 6. og 8. sæti á styrkleikalista mótsins áður en hún vann Angelique Kerber í úrslitaleiknum. Angelique Kerber var í fjórða sæti á síðasta heimslistanum en tapaði úrslitaleiknum 6-4, 3-6 og 6-4. Bianca Andreescu tók ekki bara risastökk á heimslistanum með þessum sigri því hún fékk einnig 1,2 milljónir dollara í sigurlaun eða 140 milljónir íslenskra króna. Það er ágætis útborgun fyrir átján ára stelpu en aðeins upphafið að einhverju miklu meiru haldi hún áfram á sömu braut.Teenage Dream@Bandreescu_#BNPPO19pic.twitter.com/gQwL5ACXf5 — BNP Paribas Open (@BNPPARIBASOPEN) March 18, 2019
Tennis Mest lesið Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Fótbolti Stefán Teitur og félagar eiga raunhæfa möguleika á að komast áfram Fótbolti Hvað verður um Antonio Brown? Sport Ýmir Örn: Markmiðið að komast í Ólympíuumspilið Handbolti Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Handbolti Jones ber mikla virðingu fyrir Calzaghe Sport Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Fótbolti Segja Andra Lucas til sölu Fótbolti Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Leiktímarnir í milliriðlinum klárir „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Leik Ajax og Groningen aflýst vegna óhóflegrar flugeldanotkunar Ágúst Eðvald heim í Þór Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Viking norskur meistari í fyrsta sinn síðan 1991 Verstappen stal sigrinum og allt galopið fyrir lokakeppnina „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ „Alltaf gaman að fara upp og negla“ Mæta Færeyjum í milliriðli Sjáðu fíflaganginn hjá Paquetá: Fékk tvö gul með 54 sekúndna millibili Enn einn sigur Villa og Mávarnir á flugi Sanngjarnt jafntefli niðurstaðan Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni Fyrsta deildarmark Isaks kom í langþráðum sigri Uppgjörið: Ísland - Úrúgvæ 33-19 | Stórsigur og Íslendingar í milliriðil „Mikilvægi Zirkzee fólst ekki bara í markinu“ Endurkomusigur United á Selhurst Park Sami hópur og síðast Spilar þrátt fyrir að vera í krabbameinsmeðferð: „Sé fyrir endann á þessu“ „Aðeins öðruvísi handbolti“ Sjáðu skallamark Andra Lucasar gegn Wrexham Stelpunum okkar fjölgar fyrir leik dagsins Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Segir að Dorgu sé að farast úr stressi í hvert sinn sem hann fær boltann Halli Egils og Alexander í úrslit: „Skal árita sokkinn minn á eftir“ Sjá meira