Útvarpssendarnir eru ekki hættulegir fólki Garðar Örn Úlfarsson skrifar 19. mars 2019 06:45 Tíu metra hátt fjarskiptamastur er á Úlfarsfelli í dag. Nýja mastrið verður 50 metra hátt en uppsetningin hefur skapað deilur. Fréttablaðið/Vilhelm „Almenningur á að njóta vafans þótt þetta sé langt frá því að vera hættulegt,“ segir Elísabet D. Ólafsdóttir, aðstoðarforstjóri Geislavarna ríkisins, aðspurð um hugsanlega skaðsemi vegna geislunar frá fjarskiptamastri á Úlfarsfelli. Eins og fram kom í Fréttablaðinu í gær samþykkti borgarráð deiliskipulag sem felur í sér uppsetningu á 50 metra háu fjarskiptamastri á Úlfarsfelli. „Að reisa 50 metra hátt stálmastur hlaðið tækjabúnaði sem sendir frá sér slíka geislun að búnaðurinn var tekinn niður í Kópavogi vegna nálægðar við íbúðahverfi er forkastanlegt,“ bókaði Vigdís Hauksdóttir, áheyrnarfulltrúi Miðflokksins. Áhyggjur Vigdísar voru í gær ræddar á Facebook-síðu Eðlisfræðifélags Íslands. Þar segir að ekki þurfi að óttast útvarps- eða örbylgjur. „Rétt eins og með bóluefni hafa þó sprottið upp réttmætar vangaveltur um mögulega skaðsemi útvarpsgeisla. Rétt eins og með bóluefni hafa því verið gerðar ítarlegar rannsóknir á mögulegum venslum örbylgju- og útvarpsgeislunar við heilsubresti fólks. Rétt eins og með bóluefni eru niðurstöðurnar á þann veg að engin markverð vensl hafa fundist þrátt fyrir ítarlega leit,“ segir á síðu Eðlisfræðifélagsins. Elísabet segir að á árinu 2014 hafi að kröfu Geislavarna ríkisins verið sett upp girðing í átta metra fjarlægð frá núverandi fjarskiptamastri á Úlfarsfelli eftir að mæling sýndi gildi nærri viðmiðunarmörkum. Hún undirstrikar að viðmiðunarmörk séu alls ekki það sama og hættumörk. „Þetta þýðir bara að fólk má ekki vera þar að staðaldri. En það er ekki vísindalega staðfest að þetta valdi hættu,“ ítrekar Elísabet. Vigdís segir að almenningur eigi að njóta vafans. „Það er enginn óskeikull,“ bendir borgarfulltrúinn á. Málið eigi sér rætur allt aftur til ársins 2012 er mastur hafi verið sett upp í óleyfi á Úlfarsfelli. „Ég bara vísa í umsagnir þar sem er varað við því að hafa þetta svona nálægt byggð og það voru mikil mótmæli gegn þessu í Kópavogi á sínum tíma,“ segir Vigdís. Að auki muni fylgja gríðarleg sjónmengun. „Við erum að tala um risamastur uppi á toppi.“ Baldur Borgþórsson, áheyrnarfulltrúi Miðflokksins í skipulags- og samgönguráði, segir gagnrýnivert að þrátt fyrir faglegt mat um að besta staðsetningin fyrir mastrið væri í Þverfellshorni í Esjunni hafi borgin elt hagsmuni einkaaðila fram yfir hagsmuni íbúa. Sérstaklega sé ámælisvert að ein rökin í málinu séu að þegar væri búnaður á Úlfarsfelli. Sá búnaður hafi verið settur upp í óleyfi. Baldur vísar til mælinganna sem gerðar voru á Úlfarsfelli og nefndar eru hér að framan. Ekki sé undarlegt að íbúarnir séu tortryggnir. „Það virðist enginn vera að tala máli borgaranna þannig að ég tók það að mér.“ Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Reykjavík Tengdar fréttir Vigdís óttast geislun af mastri á Úlfarsfelli Meirihlutinn í borgarráði Reykjavíkur fagnar því að fjarskiptaþjónusta verði loks tryggð með fullnægjandi hætti með nýju deiliskipulagi á Úlfarsfelli. Fulltrúi Miðflokksins óttast áhrif geislunar á íbúa í nágrenninu. Meirihlutinn vísar á bug "hræðsluáróðri, rangfærslum og dylgjum“. 18. mars 2019 08:00 Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Innlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Fleiri fréttir Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Sjá meira
„Almenningur á að njóta vafans þótt þetta sé langt frá því að vera hættulegt,“ segir Elísabet D. Ólafsdóttir, aðstoðarforstjóri Geislavarna ríkisins, aðspurð um hugsanlega skaðsemi vegna geislunar frá fjarskiptamastri á Úlfarsfelli. Eins og fram kom í Fréttablaðinu í gær samþykkti borgarráð deiliskipulag sem felur í sér uppsetningu á 50 metra háu fjarskiptamastri á Úlfarsfelli. „Að reisa 50 metra hátt stálmastur hlaðið tækjabúnaði sem sendir frá sér slíka geislun að búnaðurinn var tekinn niður í Kópavogi vegna nálægðar við íbúðahverfi er forkastanlegt,“ bókaði Vigdís Hauksdóttir, áheyrnarfulltrúi Miðflokksins. Áhyggjur Vigdísar voru í gær ræddar á Facebook-síðu Eðlisfræðifélags Íslands. Þar segir að ekki þurfi að óttast útvarps- eða örbylgjur. „Rétt eins og með bóluefni hafa þó sprottið upp réttmætar vangaveltur um mögulega skaðsemi útvarpsgeisla. Rétt eins og með bóluefni hafa því verið gerðar ítarlegar rannsóknir á mögulegum venslum örbylgju- og útvarpsgeislunar við heilsubresti fólks. Rétt eins og með bóluefni eru niðurstöðurnar á þann veg að engin markverð vensl hafa fundist þrátt fyrir ítarlega leit,“ segir á síðu Eðlisfræðifélagsins. Elísabet segir að á árinu 2014 hafi að kröfu Geislavarna ríkisins verið sett upp girðing í átta metra fjarlægð frá núverandi fjarskiptamastri á Úlfarsfelli eftir að mæling sýndi gildi nærri viðmiðunarmörkum. Hún undirstrikar að viðmiðunarmörk séu alls ekki það sama og hættumörk. „Þetta þýðir bara að fólk má ekki vera þar að staðaldri. En það er ekki vísindalega staðfest að þetta valdi hættu,“ ítrekar Elísabet. Vigdís segir að almenningur eigi að njóta vafans. „Það er enginn óskeikull,“ bendir borgarfulltrúinn á. Málið eigi sér rætur allt aftur til ársins 2012 er mastur hafi verið sett upp í óleyfi á Úlfarsfelli. „Ég bara vísa í umsagnir þar sem er varað við því að hafa þetta svona nálægt byggð og það voru mikil mótmæli gegn þessu í Kópavogi á sínum tíma,“ segir Vigdís. Að auki muni fylgja gríðarleg sjónmengun. „Við erum að tala um risamastur uppi á toppi.“ Baldur Borgþórsson, áheyrnarfulltrúi Miðflokksins í skipulags- og samgönguráði, segir gagnrýnivert að þrátt fyrir faglegt mat um að besta staðsetningin fyrir mastrið væri í Þverfellshorni í Esjunni hafi borgin elt hagsmuni einkaaðila fram yfir hagsmuni íbúa. Sérstaklega sé ámælisvert að ein rökin í málinu séu að þegar væri búnaður á Úlfarsfelli. Sá búnaður hafi verið settur upp í óleyfi. Baldur vísar til mælinganna sem gerðar voru á Úlfarsfelli og nefndar eru hér að framan. Ekki sé undarlegt að íbúarnir séu tortryggnir. „Það virðist enginn vera að tala máli borgaranna þannig að ég tók það að mér.“
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Reykjavík Tengdar fréttir Vigdís óttast geislun af mastri á Úlfarsfelli Meirihlutinn í borgarráði Reykjavíkur fagnar því að fjarskiptaþjónusta verði loks tryggð með fullnægjandi hætti með nýju deiliskipulagi á Úlfarsfelli. Fulltrúi Miðflokksins óttast áhrif geislunar á íbúa í nágrenninu. Meirihlutinn vísar á bug "hræðsluáróðri, rangfærslum og dylgjum“. 18. mars 2019 08:00 Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Innlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Fleiri fréttir Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Sjá meira
Vigdís óttast geislun af mastri á Úlfarsfelli Meirihlutinn í borgarráði Reykjavíkur fagnar því að fjarskiptaþjónusta verði loks tryggð með fullnægjandi hætti með nýju deiliskipulagi á Úlfarsfelli. Fulltrúi Miðflokksins óttast áhrif geislunar á íbúa í nágrenninu. Meirihlutinn vísar á bug "hræðsluáróðri, rangfærslum og dylgjum“. 18. mars 2019 08:00