Patrekur: Átti mín bestu ár í handboltanum hér Arnar Geir Halldórsson skrifar 18. mars 2019 20:46 Patrekur Jóhannesson er í miklum metum hjá stuðningsmönnum KA. vísir/skjáskot „Ég er bara ánægður. KA-liðið er hrikalega sterkt hérna á heimavelli og þeir gefast aldrei upp. Ég vissi það alveg. Fyrri hálfleikurinn mjög vel leikinn; við vorum mjög einbeittir og héldum leikplani og markvarslan var eftir því,“ „KA kom til baka og þetta varð hörkuleikur í restina en að koma hingað og ná í tvö stig er bara gott,“ sagði Patrekur Jóhannesson, þjálfari Selfoss, í leikslok eftir að hafa séð sína menn leggja KA að velli í Olís-deild karla í kvöld. Patrekur er einn af þremur leikmönnum í frægðarhöll KA og er óhætt að segja að hann sé í miklum metum hjá stuðningsmönnum KA eftir að hafa leikið fyrir félagið á bestu árum þess á tíunda áratug síðustu aldar. Óttaðist Patrekur ekkert að töfrar KA-heimilisins myndu ná undir skinnið á yngri leikmönnum liðsins þegar KA náði áhlaupi í síðari hálfleik. „Jú algjörlega. Ég þekki þetta hús mjög vel og átti mín bestu ár í handboltanum hér. Þess vegna veit ég alveg að það er kraftur í þessu húsi. Það voru læti í mér og ég var á mörkunum að fá gult spjald. Það var spenna í mér. KA-lið er feykisterkt og Stebbi er klókur þjálfari sem kemur oft með flókin verkefni og þess vegna var ég ekkert rólegur fyrr en alveg í restina,“ sagði Patrekur. Atli Ævar Ingólfsson tók ekki frekari þátt í leiknum eftir að hafa fengið þungt högg á andlitið í fyrri hálfleik. „Hann fékk á lúðurinn og ég á eftir að kíkja á það. Það er alltaf tekið fast á Atla. Hann er líkamlega sterkur og þetta er ekkert í fyrsta skipti sem tekið er fast á honum. Við ákváðum að nota hann ekkert meira eftir það og það er slæmt að missa hann en Guðni gerði vel. Það er breidd í liðinu,“ sagði Patrekur. Olís-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: KA 27-29 Selfoss │Selfoss sótti tvö stig í KA-heimilið Selfoss ætlar ekkert að gefa eftir í baráttunni um deildarmeistaratitilinn en í kvöld gerði liðið góða ferð til Akureyrar þar sem þeir voru í heimsókn hjá KA í 18.umferð Olís-deildarinnar. 18. mars 2019 21:15 Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Fleiri fréttir Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni Sjá meira
„Ég er bara ánægður. KA-liðið er hrikalega sterkt hérna á heimavelli og þeir gefast aldrei upp. Ég vissi það alveg. Fyrri hálfleikurinn mjög vel leikinn; við vorum mjög einbeittir og héldum leikplani og markvarslan var eftir því,“ „KA kom til baka og þetta varð hörkuleikur í restina en að koma hingað og ná í tvö stig er bara gott,“ sagði Patrekur Jóhannesson, þjálfari Selfoss, í leikslok eftir að hafa séð sína menn leggja KA að velli í Olís-deild karla í kvöld. Patrekur er einn af þremur leikmönnum í frægðarhöll KA og er óhætt að segja að hann sé í miklum metum hjá stuðningsmönnum KA eftir að hafa leikið fyrir félagið á bestu árum þess á tíunda áratug síðustu aldar. Óttaðist Patrekur ekkert að töfrar KA-heimilisins myndu ná undir skinnið á yngri leikmönnum liðsins þegar KA náði áhlaupi í síðari hálfleik. „Jú algjörlega. Ég þekki þetta hús mjög vel og átti mín bestu ár í handboltanum hér. Þess vegna veit ég alveg að það er kraftur í þessu húsi. Það voru læti í mér og ég var á mörkunum að fá gult spjald. Það var spenna í mér. KA-lið er feykisterkt og Stebbi er klókur þjálfari sem kemur oft með flókin verkefni og þess vegna var ég ekkert rólegur fyrr en alveg í restina,“ sagði Patrekur. Atli Ævar Ingólfsson tók ekki frekari þátt í leiknum eftir að hafa fengið þungt högg á andlitið í fyrri hálfleik. „Hann fékk á lúðurinn og ég á eftir að kíkja á það. Það er alltaf tekið fast á Atla. Hann er líkamlega sterkur og þetta er ekkert í fyrsta skipti sem tekið er fast á honum. Við ákváðum að nota hann ekkert meira eftir það og það er slæmt að missa hann en Guðni gerði vel. Það er breidd í liðinu,“ sagði Patrekur.
Olís-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: KA 27-29 Selfoss │Selfoss sótti tvö stig í KA-heimilið Selfoss ætlar ekkert að gefa eftir í baráttunni um deildarmeistaratitilinn en í kvöld gerði liðið góða ferð til Akureyrar þar sem þeir voru í heimsókn hjá KA í 18.umferð Olís-deildarinnar. 18. mars 2019 21:15 Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Fleiri fréttir Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni Sjá meira
Leik lokið: KA 27-29 Selfoss │Selfoss sótti tvö stig í KA-heimilið Selfoss ætlar ekkert að gefa eftir í baráttunni um deildarmeistaratitilinn en í kvöld gerði liðið góða ferð til Akureyrar þar sem þeir voru í heimsókn hjá KA í 18.umferð Olís-deildarinnar. 18. mars 2019 21:15