Conor peppaði upp heilt íshokkílið og flaug ekki á hausinn eins og Mourinho Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. mars 2019 09:30 Conor McGregor fékk frábærar móttökur hjá stuðningsmönnum Boston Bruins. AP/Michael Dwyer Á sama tíma og Gunnar Nelson stóð í ströngu í búrinu í O2 höllinni í London þá var vinur hans ConorMcGregor að skemmta sér og öðrum á íshokkíleik í Boston. Írski bardagakappinn ConorMcGregor hélt upp á dag heilags Patreks í Boston en kvöldið áður var hann heiðursgestur á heimaleik BostonBruins.Conor mætti í klefann hjá Bruins-liðinu fyrir leik og peppaði heimamenn upp fyrir leikinn en McGregor sá einnig um upphafskastið í leiknum þegar hann lét pökkinn falla út á miðjum ís.When I say “Boston!” You say “Strong” “BOSTON!”... pic.twitter.com/RdcuJS34Ek — Conor McGregor (@TheNotoriousMMA) March 17, 2019 Það vakti mikla athygli þegar JoseMourinho, fyrrum stjóri ManchesterUnited, flaug á hausinn við svipað tækifæri í Rússlandi en Írinn stóð spakur og hélt fullkomnu jafnvægi ólíkt Portúgalanum.BostonBruins liðið var búið að tapa þremur leikjum í röð fyrir þennan leik en Conor náði greinilega að kveikja í mönnum því liðið vann þarna 2-1 sigur á ColumbusBlueJackets.Conor skemmti sér greinilega konunglega á leiknum og áhorfendur voru líka mjög ánægðir með hann og létu vel í sér heyra honum til heiðurs.We had the luck of the Irish on our side last night. @TheNotoriousMMA | #BehindTheBpic.twitter.com/1Q68rDiLHU — Boston Bruins (@NHLBruins) March 17, 2019Dagur heilags Patreks er hátíð haldin 17. mars til þess að minnast Heilags Patreks, eins af verndardýrlingum Írlands. Það eru sterk tengsl á milli Írlands og Boston og það var því vel við hæfi að bjóða Conor á svæðið. Hér fyrir neðan má sjá myndband af þessu sérstaka kvöldi fyrir ConorMcGregor. Þar sést hann í klefanum fyrir leik, út á ísnum og svo sem áhorfandi. Conor krossbrá meira að segja einu sinni þegar pökkurinn skall í rúðunni fyrir framan hann. Aðrar íþróttir MMA Mest lesið Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Sport Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Golf Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport „Ég ætla kenna þreytu um“ Sport Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Enski boltinn Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Fótbolti Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Fótbolti Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Körfubolti 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport Fleiri fréttir Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Mun líklegast aldrei komast yfir þetta „Ég ætla kenna þreytu um“ Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Norsku meistarnir í gini Galatasaray ljónsins Höskuldur og Ólafur sátu fyrir svörum eftir viðburðarríka viku Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni KA-strákarnir fara út með tvö mörk í mínus Sýn Sport með þrettán tilnefningar Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Pedersen með landsliðið til 2029 Tímamót Dags Kára en Japaninn varð heimsmeistari Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Sjá meira
Á sama tíma og Gunnar Nelson stóð í ströngu í búrinu í O2 höllinni í London þá var vinur hans ConorMcGregor að skemmta sér og öðrum á íshokkíleik í Boston. Írski bardagakappinn ConorMcGregor hélt upp á dag heilags Patreks í Boston en kvöldið áður var hann heiðursgestur á heimaleik BostonBruins.Conor mætti í klefann hjá Bruins-liðinu fyrir leik og peppaði heimamenn upp fyrir leikinn en McGregor sá einnig um upphafskastið í leiknum þegar hann lét pökkinn falla út á miðjum ís.When I say “Boston!” You say “Strong” “BOSTON!”... pic.twitter.com/RdcuJS34Ek — Conor McGregor (@TheNotoriousMMA) March 17, 2019 Það vakti mikla athygli þegar JoseMourinho, fyrrum stjóri ManchesterUnited, flaug á hausinn við svipað tækifæri í Rússlandi en Írinn stóð spakur og hélt fullkomnu jafnvægi ólíkt Portúgalanum.BostonBruins liðið var búið að tapa þremur leikjum í röð fyrir þennan leik en Conor náði greinilega að kveikja í mönnum því liðið vann þarna 2-1 sigur á ColumbusBlueJackets.Conor skemmti sér greinilega konunglega á leiknum og áhorfendur voru líka mjög ánægðir með hann og létu vel í sér heyra honum til heiðurs.We had the luck of the Irish on our side last night. @TheNotoriousMMA | #BehindTheBpic.twitter.com/1Q68rDiLHU — Boston Bruins (@NHLBruins) March 17, 2019Dagur heilags Patreks er hátíð haldin 17. mars til þess að minnast Heilags Patreks, eins af verndardýrlingum Írlands. Það eru sterk tengsl á milli Írlands og Boston og það var því vel við hæfi að bjóða Conor á svæðið. Hér fyrir neðan má sjá myndband af þessu sérstaka kvöldi fyrir ConorMcGregor. Þar sést hann í klefanum fyrir leik, út á ísnum og svo sem áhorfandi. Conor krossbrá meira að segja einu sinni þegar pökkurinn skall í rúðunni fyrir framan hann.
Aðrar íþróttir MMA Mest lesið Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Sport Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Golf Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport „Ég ætla kenna þreytu um“ Sport Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Enski boltinn Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Fótbolti Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Fótbolti Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Körfubolti 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport Fleiri fréttir Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Mun líklegast aldrei komast yfir þetta „Ég ætla kenna þreytu um“ Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Norsku meistarnir í gini Galatasaray ljónsins Höskuldur og Ólafur sátu fyrir svörum eftir viðburðarríka viku Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni KA-strákarnir fara út með tvö mörk í mínus Sýn Sport með þrettán tilnefningar Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Pedersen með landsliðið til 2029 Tímamót Dags Kára en Japaninn varð heimsmeistari Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Sjá meira