KA og Fjölnir gerðu jafntefli í lokaleik liðanna í riðlakeppni Lengjubikarsins. KA endar þrátt fyrir það á toppi riðils 3.
KA hafði unnið alla fjóra leiki sína í keppninni til þessa þegar Fjölnismenn mættu norður á Akureyri.
Það voru gestirnir úr Grafarvogi sem byrjuðu betur og skoraði Ingibergur Kort Sigurðsson fyrsta mark leiksins á 11. mínútu.
Elfar Árni Aðalsteinsson jafnaði leikinn fyrir KA úr vítaspyrnu áður en fyrri hálfleikur var úti.
Ekkert mark kom í seinni hálfleik og endaði leikurinn því 1-1.
KA fer áfram í undanúrslit Lengjubikarsins þar sem liðið mætir ÍA en Fjölnir endaði í þriðja sæti riðilsins.
