85 prósent þingkvenna upplifa andlegt kynbundið ofbeldi á þjóðþingum Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 17. mars 2019 20:00 Anna Lísa Björnsdóttir er samskipta- og viðburðastjóri VG FBL/Stefán 85 prósent þingkvenna upplifa kynbundið andlegt ofbeldi á þjóðþingum. Þetta kemur fram í rannsókn Alþjóðaþingmannasambandsins og Evrópuráðsþingsins sem kynnt verður á opnum fundi stjórnmálaflokkanna í fyrramálið. Í kjölfar #metoo byltingarinnar hafa stjórnmálaflokkar á Alþingi tekið höndum saman í annað sinn og efna nú til opins morgunverðarfundar á Grand Hótel í fyrramálið. „Það er góð samvinna þvert á flokka sem skiptir miklu máli því þetta er mikilvægara mál en svo að það eigi að fara í flokkspólitískar grafir með þetta,“ sagði Anna Lísa Björnsdóttir, samskipta- og viðburðastjóri VG. Sérstakur gestur fundarins verður Martin Chungong framkvæmdastjóri Alþjóðaþingmannasambandsins sem kynnir skýrslu um niðurstöður viðamikillar rannsóknar Alþjóðaþingmannasambandsins og Evrópuráðsþingsins á kynjamismunun og kynbundnu ofbeldi og áreiti gegn konum í þjóðþingum Evrópu. „Niðurstöðurnar voru sláandi. 85 prósent þingkvenna hafa lent í því að verða fyrir andlegu ofbeldi eða áreiti á þjóðþingum í Evrópu og þetta er eitthvað sem við þurfum að skoða, tala um og ræða,“ sagði Anna Lísa.Þá eru þingkonur undir 40 ára aldri líklegri til að verða fyrir áreiti og kvenkyns starfsmenn þinga verða frekar fyrir kynferðislegu ofbeldi en þingkonur. Í pallborði á morgun verða þingkonur allra þingflokka. Fundurinn er opinn öllum og fer fram klukkan hálf níu í fyrramálið á Grand Hótel.Morgunverðarfundurinn fer fram á Grand Hótel á morgunFacebook/Grand Hótel MeToo Stj.mál Mest lesið Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Enginn læknir á vaktinni Innlent Fleiri fréttir Ólga innan Sjálfstæðisflokksins og maður sem á fimm hundruð derhúfur Súðavíkurhlíð lokað vegna snjóflóðahættu „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Sjá meira
85 prósent þingkvenna upplifa kynbundið andlegt ofbeldi á þjóðþingum. Þetta kemur fram í rannsókn Alþjóðaþingmannasambandsins og Evrópuráðsþingsins sem kynnt verður á opnum fundi stjórnmálaflokkanna í fyrramálið. Í kjölfar #metoo byltingarinnar hafa stjórnmálaflokkar á Alþingi tekið höndum saman í annað sinn og efna nú til opins morgunverðarfundar á Grand Hótel í fyrramálið. „Það er góð samvinna þvert á flokka sem skiptir miklu máli því þetta er mikilvægara mál en svo að það eigi að fara í flokkspólitískar grafir með þetta,“ sagði Anna Lísa Björnsdóttir, samskipta- og viðburðastjóri VG. Sérstakur gestur fundarins verður Martin Chungong framkvæmdastjóri Alþjóðaþingmannasambandsins sem kynnir skýrslu um niðurstöður viðamikillar rannsóknar Alþjóðaþingmannasambandsins og Evrópuráðsþingsins á kynjamismunun og kynbundnu ofbeldi og áreiti gegn konum í þjóðþingum Evrópu. „Niðurstöðurnar voru sláandi. 85 prósent þingkvenna hafa lent í því að verða fyrir andlegu ofbeldi eða áreiti á þjóðþingum í Evrópu og þetta er eitthvað sem við þurfum að skoða, tala um og ræða,“ sagði Anna Lísa.Þá eru þingkonur undir 40 ára aldri líklegri til að verða fyrir áreiti og kvenkyns starfsmenn þinga verða frekar fyrir kynferðislegu ofbeldi en þingkonur. Í pallborði á morgun verða þingkonur allra þingflokka. Fundurinn er opinn öllum og fer fram klukkan hálf níu í fyrramálið á Grand Hótel.Morgunverðarfundurinn fer fram á Grand Hótel á morgunFacebook/Grand Hótel
MeToo Stj.mál Mest lesið Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Enginn læknir á vaktinni Innlent Fleiri fréttir Ólga innan Sjálfstæðisflokksins og maður sem á fimm hundruð derhúfur Súðavíkurhlíð lokað vegna snjóflóðahættu „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Sjá meira