Atvinnurekendur hafa ekki lagt fram nýjar hugmyndir í kjaraviðræðum Sighvatur Jónsson skrifar 17. mars 2019 18:30 Samninganefnd Starfsgreinasambandsins skoðar möguleg verkföll ef viðræðum við atvinnurekendur verður slitið á morgun eins og sambandið hefur hótað að gera. Samtök atvinnulífsins hafa um helgina ekki lagt fram neinar nýjar hugmyndir. Hjá hótelum og rútufyrirtækjum býr fólk sig undir næstu verkfallsaðgerðir sem eiga að fara fram síðar í vikunni. Fulltrúar Starfsgreinasambandsins og Samtaka atvinnulífsins hafa verið í símasambandi um helgina. Björn Snæbjörnsson hjá Starfsgreinasambandinu orðar það þó þannig að hann hafi ekki fengið „þetta góða símtal“ sem hann vonaðist eftir frá framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins. Staðan skýrist líklega ekki fyrr en á fundi hjá ríkissáttasemjara klukkan ellefu á morgun. Ef atvinnurekendur leggja ekki fram nýjar tillögur má búast við að Starfsgreinasambandið slíti viðræðum og hefji undirbúning verkfalla. Þau gætu hafist eftir þrjár til fjórar vikur.Næstu verkföll undirbúin Örverkföll Eflingar sem áttu að hefjast á morgun voru dæmd ólögleg. Næstu verkföll hjá félagsmönnum Eflingar og VR eru á föstudag og svo tæpri viku síðar. Verkföllin sem hefjast á föstudaginn vara í sólarhring, frá miðnætti til miðnættis. Þau ná til hótela eins og áður en nú bætast rútufyrirtækin við. Þórir Garðarsson, stjórnarformaður Gray Line, segir marga hafa brugðist við með því að breyta ferðaplönum eða fella niður ferðir. „Það sem við getum gert að einhverju leyti er að færa til ferðir á milli daga og svo spilum við úr þessu eins og best verður á kosið,“ segir Þórir. Þórir segir erfitt að koma til móts við kröfur um hærri laun. Kostnaðarhlutfall launa hjá fyrirtækinu hafi hækkað úr 34% í 56% á þremur árum. Eftir miklar hagræðingar í rekstrinum verði ekki lengra komist varðandi launahækkanir. Kjaramál Verkföll 2019 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kölluð til vegna vasaþjófa í miðborginni Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fleiri fréttir Kölluð til vegna vasaþjófa í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Sjá meira
Samninganefnd Starfsgreinasambandsins skoðar möguleg verkföll ef viðræðum við atvinnurekendur verður slitið á morgun eins og sambandið hefur hótað að gera. Samtök atvinnulífsins hafa um helgina ekki lagt fram neinar nýjar hugmyndir. Hjá hótelum og rútufyrirtækjum býr fólk sig undir næstu verkfallsaðgerðir sem eiga að fara fram síðar í vikunni. Fulltrúar Starfsgreinasambandsins og Samtaka atvinnulífsins hafa verið í símasambandi um helgina. Björn Snæbjörnsson hjá Starfsgreinasambandinu orðar það þó þannig að hann hafi ekki fengið „þetta góða símtal“ sem hann vonaðist eftir frá framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins. Staðan skýrist líklega ekki fyrr en á fundi hjá ríkissáttasemjara klukkan ellefu á morgun. Ef atvinnurekendur leggja ekki fram nýjar tillögur má búast við að Starfsgreinasambandið slíti viðræðum og hefji undirbúning verkfalla. Þau gætu hafist eftir þrjár til fjórar vikur.Næstu verkföll undirbúin Örverkföll Eflingar sem áttu að hefjast á morgun voru dæmd ólögleg. Næstu verkföll hjá félagsmönnum Eflingar og VR eru á föstudag og svo tæpri viku síðar. Verkföllin sem hefjast á föstudaginn vara í sólarhring, frá miðnætti til miðnættis. Þau ná til hótela eins og áður en nú bætast rútufyrirtækin við. Þórir Garðarsson, stjórnarformaður Gray Line, segir marga hafa brugðist við með því að breyta ferðaplönum eða fella niður ferðir. „Það sem við getum gert að einhverju leyti er að færa til ferðir á milli daga og svo spilum við úr þessu eins og best verður á kosið,“ segir Þórir. Þórir segir erfitt að koma til móts við kröfur um hærri laun. Kostnaðarhlutfall launa hjá fyrirtækinu hafi hækkað úr 34% í 56% á þremur árum. Eftir miklar hagræðingar í rekstrinum verði ekki lengra komist varðandi launahækkanir.
Kjaramál Verkföll 2019 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kölluð til vegna vasaþjófa í miðborginni Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fleiri fréttir Kölluð til vegna vasaþjófa í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Sjá meira